Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1534 svör fundust

Hvað er svokallað glæpagen, og hver eru einkenni þess?

Leitin að fædda afbrotamanninum er orðin löng og ströng. Fyrsta uppgötvunin sem þótti benda til að glæpahegðan væri arfbundin kom frá ítalska fangelsislækninum Cesare Lombroso árið 1876. Hann taldi á grundvelli athugana sinna að fangar hefðu líffræðileg einkenni sem gerðu þá frábrugðna öðrum borgurum og skýrðu afb...

Nánar

Hvað eða hver var eða er „Hollendingurinn fljúgandi“?

Ef leitað er á Netinu með leitarorðinu „Hollendingurinn fljúgandi" kemur í ljós að nafnið tengist ólíkum hlutum. Til dæmis bera ýmis fyrirtæki nafnið "Hollendingurinn fljúgandi". Á meðal þeirra má nefna veitingahús, diskótek, flugskóla, bátasmíðastöðvar, bakarí og meira að segja sorphreinsunarfyrirtæki. Nafn...

Nánar

Af hverju er spegilmynd manns á hvolfi þegar horft er í skeið?

Hér er einnig svarað spurningum frá Hildi Snæland, Jóhanni Ragnarssyni, Eygló Egilsdóttur og Guðrúnu Þorsteinsdóttur.Þetta sést glöggt þegar við skoðum geislagang í holspegli, en skeiðinni verður í þessu samhengi best lýst sem slíkum spegli. Bláa pílan sem vísar upp á við og er til vinstri á myndinni hér á eftir t...

Nánar

Hvað er laxsíld?

Laxsíld er samheiti yfir nokkrar tegundir af laxsíldaættinni (l. Myctophidae). Laxasíldar eru litlir, þunnvaxnir og stórmynntir fiskar sem halda sig á miðsævinu á úthafinu. Í riti Gunnars Jónssonar, Íslenskir fiskar er getið um 10 tegundir af þessari ætt sem fundist hafa innan íslensku efnahagslögsögunnar en all...

Nánar

Eru til tölur yfir hlutfall eineggja tvíbura á Íslandi?

Langflestir tvíburar eru tvíeggja en því miður hefur ekki tekist að afla upplýsinga um hvernig hlutfallið á milli eineggja og tvíeggja tvíbura er á Íslandi. Hins vegar má nálgast upplýsingar um fjölburafæðingar á heimasíðu Hagstofu Íslands, þar með talið tvíburafæðingar, en ekki er tilgreint hversu mörg egg koma v...

Nánar

Hvert er strjálbýlasta land í heimi?

Ef við skoðum kort sem sýnir hvernig mannkynið dreifist um jörðina kemur berlega í ljós að dreifingin er langt frá því að vera jöfn. Raunin er sú að um helmingur jarðarbúa býr á um 5% af þurrlendi jarðar og um 90% mannkyns býr á tæplega 20% þurrlendis. Þéttleiki byggðar í heiminum. Um það bil þriðjungur a...

Nánar

Af hverju eru til svona margir hnettir í sólkerfinu?

Sólkerfið okkar myndaðist fyrir um 4500-4600 milljón árum úr risastóru gas- og rykskýi. Í svari Þorsteins Vilhjálmssonar við spurningunni Hvernig varð sólin til? segir að höggbylgja frá stjörnusprengingum í skýinu hafi komið róti á það sem varð til þess að það féll saman og snerist sífellt hraðar. Þar segir ennfre...

Nánar

Hvernig eru stjörnur og reikistjörnur á litinn?

Hér er svarað eftirfarandi spurningum: Hvernig eru stjörnur á litinn? (Þórhildur) Hvernig eru reikistjörnur á litinn? (Stella Rut) Þegar maður horfir upp í himinninn á stjörnubjartri nóttu lægi ef til vill beint við að álykta að stjörnur séu hvítar á litinn; þannig koma þær allavega okkur flestum fyrir sjón...

Nánar

Hver fann upp litina?

Litirnir eru ekki uppfinning í sama skilningi og saumavélin eða ljósaperan. Eins og segir í svari við spurningunni Hvað eru litir? verða litirnir til í "samspili milli tíðnidreifingar í ljósinu kringum okkur og sjónskynjunarinnar sem fer fram bæði í auga, sjóntaug og heila." Sólarljósið er í raun hvítt ljós sem...

Nánar

Hver var fyrsta heimasíðan og hvar er hægt að finna hana?

Internetið var fundið upp árið 1969 af varnarmálaráðuneytinu í Bandaríkjunum. Fyrsta heimasíðan leit hins vegar dagsins ljós árið 1991. Það var tölvunarfræðingurinn Tim Berners-Lee sem bjó til fyrstu vefsíðuna í Evrópsku rannsóknarstöðinni í öreindafræði, CERN í Sviss. Hann var þá yfirmaður verkefnisins ENQUIRE. S...

Nánar

Er nautablóð notað til að fá rauða litinn í rauðvín?

Við framleiðslu á rauðvíni eru notuð dökk vínber. Hýði berjanna er látið gerjast, ásamt aldinkjötinu, safanum og steinunum. Ljós vínber eru hins vegar notuð til að búa til hvítvín; þá er hýðið vanalega skilið frá og það sem eftir stendur er látið gerjast. Eiginleikar ólíkra rauðvína koma úr vínberjunum og er le...

Nánar

Nýttist Hubblessjónaukinn til annars en að taka myndir af geimnum?

Eins og fram kemur í svari eftir sama höfund við spurningunni Af hverju virkaði Hubblessjónaukinn ekki almennilega í byrjun? uppgötvaðist skekkja í spegli Hubble eftir að hann var prófaður í geimnum. Í ljós kom að safnspegillinn hafði verið slípaður á rangan hátt svo skeikaði 10 nanómetrum. Þetta olli svonefndri k...

Nánar

Má gefa garðfuglum steiktan lauk?

Nokkrar tegundir matvæla hafa mjög óæskileg áhrif á heilsu fugla. Það á meðal annars við um lauk og skiptir þá litlu máli hvort hann er hrár eða steiktur. Éti fuglar lauk getur það leitt til ástands sem dýralæknar nefna á fræðimáli hemolytic anemia eða blóðleysi. Í lauk eru brennisteinssambönd sem valda því að rau...

Nánar

Hvers vegna er skammtafræðin svona ólík klassískri eðlisfræði?

Hér er einnig svarað spurningum Birgis Haukssonar: Hvernig er kenningin í skammtafræði um að hlutur geti verið á 2 stöðum á sama tíma? Hvaða rit eru til á íslensku, á mannamáli, um skammtafræði? Skammtafræði er í grundvallaratriðum frábrugðin klassískri eðlisfræði. Það helgast af því að þessar tvær kenningar...

Nánar

Fleiri niðurstöður