Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 4319 svör fundust

Mun ómíkron útrýma delta og öðrum afbrigðum veirunnar?

Frá því að SARS-CoV-2 faraldurinn hófst undir lok árs 2019 hefur veiran dreifst um heimsbyggðina og þróast í ólík afbrigði. Afbrigði myndast hjá veirum þegar nægilega margar og áhrifaríkar stökkbreytingar hafa orðið á erfðaefninu, til að eiginleikar veirunnar breytist miðað við upprunalegu gerðina (eða önnur afbri...

Nánar

Hvers vegna er jörðin með möndulhalla?

Möndulhalli reikistjarna sólkerfisins er mjög mismunandi, allt upp í 90°, og sömuleiðis er möndulsnúningur þeirra ekki allra í sömu áttina. Hins vegar ferðast þær allar í sömu átt kringum sólina. Allt er þetta rakið til myndunar sólkerfisins fyrir 4.600 milljónum ára, þegar reikistjörnurnar og sólin voru að þé...

Nánar

Hvað laðar þorsk að æti?

Þorskur lifir á mjög fjölbreytilegri fæðu. Fyrsta sumarið lifir hann á smágerðum sviflægum krabbadýrum, næstu árin á margvíslegum botnlægum hryggleysingjum en með aukinni stærð verða ýmsar fisktegundir sífellt algengari bráð. Þorskurinn notar sjón, hreyfiskyn, heyrn, lykt og bragð til að finna bráðina. Sjón...

Nánar

Af hverju er orðið refskák dregið?

Refskák er sérstakt tafl sem tveir tefla. Góð lýsing er á leikreglum í bókinni Íslenzkar gátur, skemtanir, vikivakar og þulur sem Jón Árnason og Ólafur Davíðsson söfnuðu til á 19. öld. Refskák er lýst í öðrum hluta verksins á blaðsíðu 298-299. Yfirleitt áttu menn ekki sérstakt taflborð heldur krítuðu á fjöl eð...

Nánar

Hvernig myndast jökulár og af hverju eru þær svona á litinn?

Jökulár eiga upptök sín í jöklum, eins og nafnið bendir til, og oftast má líta á þessar ár sem framlengingu skriðjökla sem frá meginjöklum falla. Jöklarnir eru eins konar forðabúr fyrir vatn – þegar veðurfar er kalt safna þeir vatni í formi íss, en við hlýnandi veðurfar rýrna þeir; meiri ís bráðnar á sumri en svar...

Nánar

Hvaðan kemur r-ið í orðinu „lánardrottinn“? Ætti það ekki að vera „lánadrottinn“, eða jafnvel „lánsdrottinn“?

Upprunalega spurningin var svona: Hvaðan kemur R-ið í orðinu „lánardrottinn“? Samkvæmt Beygingarlýsingu íslensks nútímamáls, er bókstafinn R hvergi að finna í beygingu orðsins „lán“ . Hvernig stendur þá á að þetta er komi upp þarna í orðinu „lánardrottinn“? Ætti það ekki að vera „lánadrottinn“, eða jafnvel „lánsdr...

Nánar

Hversu algengt er frumefnið neon og hversu hættulegt er efnið?

Frumefnið neon (Ne) er það sem kallast eðalgastegund. Það hefur fullskipað rafeindahvolf og hvarfast þess vegna ekki við önnur efni og getur því ekki brunnið. Nánar má lesa um frumefnið í svari Dags Snæs Sævarssonar við spurningunni Hvað er neon? Neon er einungis 0,0018% andrúmsloftsins á jörðinni. Þrátt fyrir ...

Nánar

Hvaða dýr sefur mest?

Fjölmargar dýrategundir eru í svefnástandi stóran hluta ársins sökum óhagstæðra aðstæðna í umhverfinu, svo sem fæðuskorts, kulda eða þurrkar. Bjarndýr eru að öllum líkindum kunnasta dæmið um dýr sem leggjast í langan dvala. Algengt er að bjarndýr safni fituforða seint á sumrin og dæmi eru um að brúnbirnir geti...

Nánar

Af hverju dó dódó-fuglinn út?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Af hverju dó Dódó-fuglinn út og hvað getið þið sagt mér um hann? Dódó-fuglinn (Raphus cucullatus), eða dúdúfuglinn eins og hann nefnist á íslensku, lifði á eyjunni Máritíus á Indlandshafi. Þar sem nokkrar aldir eru liðnar síðan dúdúfuglinn dó út, byggist vitneskja um líffræði...

Nánar

Hvernig lifa slímálar?

Slímálar (e. hagfish, slime-eels) teljast til hringmunna (Cyclostomata) og tilheyra hópi vankjálka (Agnatha). Vankjálkar eru gjarnan taldir til fiska en eru um margt mjög ólíkir fiskum og þróunarfræðingar telja þá vera frumstæðustu hryggdýrin. Eins og nafnið gefur til kynna hafa vankjálkar enga kjálka, ólíkt öllum...

Nánar

Hvernig er dýralíf í Danmörku?

Áður fyrr þöktu skógar um 80-90% af Danmörku og dýrafána landsins einkenndist þess vegna af skógardýrum. Nú er stundaður mjög umfangsmikill landbúnaður í landinu og hafa skógar verið ruddir auk þess sem 95-98% af upprunalegu votlendi hefur verið þurrkað upp á með tilheyrandi fækkun votlendisdýra, svo sem froskdýra...

Nánar

Hvað getið þið sagt mér um beiður?

Beiður (Mantis religiosa, e. Praying Mantis) eða bænabeiður eins og þær eru oftast kallaðar á íslensku eru skordýr af ættinni Mantidae. Bænabeiður eru rándýr og draga nafn sitt af því að þegar þær bíða eftir bráð er líkt og þær liggi á bæn með greipar spenntar. Forngrikkir tengdu eitthvað trúarlegt við þessi dýr o...

Nánar

Er vitað hversu margir loftsteinar hafa fallið á jörðina?

Hér er einnig svarað eftirtöldum spurningum: Hvaða loftsteinar eru taldir þeir stærstu sem fallið hafa á jörðina og hvar féllu þeir? (Guðbjörg Bergsdóttir)Hvað hafa margir loftsteinar rekist á jörðu? (Emil Gunnarsson, f. 1990)Þegar loftsteinn skellur á jörðinni myndast gígur, en hvað verður um loftsteinin sem ger...

Nánar

Hvenær má setja bráðabirgðalög og hvernig er það gert?

Um bráðabirgðalög segir eftirfarandi í stjórnarskránni:Þegar brýna nauðsyn ber til, getur forsetinn gefið út bráðabirgðalög [er Alþingi er ekki að störfum]. Ekki mega þau þó ríða í bág við stjórnarskrána. Ætíð skulu þau lögð [fyrir Alþingi þegar er það er saman komið á ný]. [Samþykki Alþingi ekki bráðabirgðalög...

Nánar

Gætu snæhérar lifað á Íslandi?

Það er ágætt að byrja á því að leiðrétta algengan misskilning á nafngiftum snæhéra. Samkvæmt Dýra- og plöntuorðabók Óskars Ingimarssonar er latneskt heiti snæhérans Lepus timidus. Tegundin Lepus americanus er hins vegar oft nefnd snæheri, en samkvæmt Dýra- og plöntuorðabókinni heitir hún í raun snjóþrúguhéri eða á...

Nánar

Fleiri niðurstöður