Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 8085 svör fundust

Af hverju fær maður höfuðverk?

Höfuðverkur er sennilega algengasta sjúkdómseinkenni sem við þekkjum. Oftast er hann fylgifiskur sjúkdóma eða sótthita og er einungis örsjaldan merki um alvarlegan sjúkdóm í höfði. Höfuðverkur getur stafað frá ýmsum líffærahlutum, utan höfuðkúpu sem innan. Hann getur átt uppruna sinn í vöðvum og liðum á hálsi, kin...

Nánar

Hver er sjávardýpt á norðurpólnum?

Dýpi Íshafsins á norðurpólnum er um 4130 m. Þessi tala segir okkur að mikið dýpi sé undir hafísnum þar en hún segir hins vegar ekki margt um botnlögun Norður-Íshafsins. Upplýsingar um dýpi í Norður-Íshafi hafa smám saman safnast saman, frá ísbrjótum sem og öðrum skipum og frá mælingum sem gerðar eru frá ísey...

Nánar

Hvað táknar rauði liturinn í íslenska fánanum?

Rauði liturinn á að tákna eld, blái liturinn hafið og himininn og hvíti liturinn jökla. Rautt og hvítt táknar þannig eld og ís. Rauði liturinn var settur í íslenska fánann að beiðni danskra stjórnvalda en Íslendingar höfðu fyrst valið sér bláhvítan fána. Meginröksemd Dana var sú að bláhvíti fáninn væri allt of ...

Nánar

Hvernig í ósköpunum hefur Mongólía getað haldið landamærum í öll þessi ár á móti Rússlandi í norðri og Kína í suðri?

Hér er átt við það landsvæði sem myndar nú ríkið Mongólíu. En Mongólíu er – og einkum var – að finna á miklu stærra svæði. Núverandi Mongólía hét í upphafi Ytri Mongólía. Hún kom undir vernd Rússakeisara seint á 19. öld. Fyrir sunnan og austan Ytri Mongólíu er Innri Mongólía sem hélt áfram að njóta verndar keisara...

Nánar

Hafa minningar raunverulega eitthvað með fortíðina að gera?

Já. Hefði verið spurt hvort fótspor sé örugglega eftir fót hefði svarið líka verið já. Spor sem ekki er eftir fót er ekki fótspor þótt það líti ef til vill alveg eins út og ef mig minnir eitthvað sem aldrei var, þá er það ekki minning heldur misminni. Allt sem er í kollinum á mér getur verið eins hvort sem um r...

Nánar

Er Satan til?

Ekki í þeirri persónulegu mynd sem við þekkjum hann úr teiknimyndum eða rómantískum bókmenntum, nei. Sem persónugervingur þess sem er andstætt manninum er hann til -- sem tilbúin persóna utan um freistingar og syndir.Hér er einnig svarað spurningu Hjálmars Baldurssonar, sama efnis. Orðið eða nafnið Satan er heb...

Nánar

Hvernig myndast stuðlaberg?

Stuðlaberg myndast vegna samdráttar í kólnandi efni. Þegar basaltbráð kólnar er hún orðin fullstorkin við um 1000°C hita. „Eftir það kólnar bergið smám saman og dregst við það saman og klofnar í stuðla sem tíðum eru sexstrendir. Stuðlar standa ávallt hornréttir á kólnunarflötinn. Þeir standa því lóðréttir í hraunl...

Nánar

Er alveg víst að himnaríki sé til?

Nei. Orðið himnaríki merkir yfirleitt stað utan þess heims eða þess hluta heimsins sem við þekkjum, þar sem allir menn eða einhver hópur manna hafnar eftir jarðlífið, og verður eilíflega hamingjusamur. Spyrjandi hefur væntanlega þessa merkingu í huga. Himnaríki er þannig sett fram sem eins konar andstæða...

Nánar

Er erfitt að læra?

Já. Við þurfum ekki annað en að fylgjast með börnum til að sjá þetta. Það er erfitt að læra að skríða og ganga, að skilja og tala, að stjórna líkamsstarfseminni, að framkvæma sífellt flóknari hreyfingar, að lesa og skrifa, reikna og smíða, að skilja lífið kringum sig, að kunna á náttúruöflin, að kunna á mannleg...

Nánar

Er vitað hvaðan enska orðtakið „the whole nine yards“ er komið?

Orðatiltækið „the whole nine yards” mun vera bandarískt að uppruna og hefur verið notað frá miðjum 7. áratug 20. aldar. Merking þess er „allt”, „allt saman” eða „allt heila klabbið.” Uppruni orðatiltækisins er óþekktur þótt ekki vanti getgáturnar um hann. Margar tilraunir hafa verið gerðar til að varpa ljósi ...

Nánar

Hver er veiðitækni hvíthákarlsins?

Hvíthákarlinn (Carcharodon carchartas) er mjög útbreiddur á miðlægum breiddargráðum þótt kunnustu búsvæði hans séu undan ströndum Suður-Afríku, Ástralíu og Kaliforníu þar sem stofnar sæljóna eru stórir. Hvíthákarlar eru geysistórir, venjulega verða þeir frá 3 til 6 metrum á lengd og vega venjulega um 1200 kg (dæmi...

Nánar

Hvað er átt við með intraneti? Hver er munurinn á því og innra neti?

Internetið er oft kallað Alnetið á íslensku. Alnetið er samtenging margra neta um allan heim. Sú samtenging er byggð á IP-nettækninni, þar sem IP stendur fyrir Internet Protocol, samskiptastaðal Alnetsins. IP-nettæknin er óháð vélbúnaði; menn hafa jafnvel útfært IP-net með bréfdúfum! IP-nettæknin er nú orðin ek...

Nánar

Fleiri niðurstöður