Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 609 svör fundust

Á hvaða hugmyndafræði byggir Bræðralag múslíma?

Bræðralag múslíma (ar. al-Ikhwan al-Muslimun) er íslömsk hreyfing sem stofnuð var í Egyptalandi árið 1928. Fjallað er nánar um tilurð hennar í svari sama höfundar við spurningunni Hvað er Bræðralag múslíma og hvenær var það stofnað? Hugmyndafræði Bræðralags múslíma byggist á íslömskum gildum. Kjarninn í íslam e...

Nánar

Af hverju er Norður-Írland ekki sjálfstætt?

Hér er einnig svarað spurningunni: Hvað veldur deilunni á Norður-Írlandi og hvað eru IRA og Sinn Fein? Í stuttu máli má segja að það hefur einfaldlega ekki verið krafa neinna meginaðila átakanna á Norður-Írlandi að Norður-Írland verði sjálfstætt ríki. Vissulega hafa slíkar raddir heyrst en hugmyndir í þessa veru ...

Nánar

Er Suður-Afríka næstríkasta land í heimi?

Hægt er að nota ýmsa mælikvarða til að leggja mat á það hve ríkt land er og því misjafnt eftir mælikvörðum hvaða lönd teljast ríkust. Því fer þó fjarri að Suður-Afríka geti talist meðal ríkustu landa í heimi, sama hvaða mælikvarði er notaður. Frá Höfðaborg í Suður-Afríku. Efnahagur Suður-Afríku stendur þokka...

Nánar

Hvaða munur er á ljósu og dökku hári?

Hér er einnig svarað spurningunum: Af hverju eru sumir rauðhærðir? Hvers vegna er hárið mitt ljóst? Hárlitur stafar af litarefninu melaníni sem er myndað af litfrumum í merg hársekks. Eftir myndun færist melanínið í hárrótina, það er að segja þann hluta hárs sem er undir húðþekju og síðan upp í hárstilkinn eða þ...

Nánar

Tilheyrir Mallorca Spáni?

Eyjan Mallorca tilheyrir Spáni og hefur gert það síðan snemma á 18. öld. Í aldir þar á undan tilheyrði eyjan konungdæminu Aragóníu sem nú er hluti Spánar. Því má segja að hún hafi mjög lengi tilheyrt sama ríki og spænska meginlandið sem er næst henni. Mallorca er stærst Balear-eyja, en svo nefnist eyjaklasi í v...

Nánar

Hver er höfuðborg Bretlands? Hve margir búa þar og hve stór er hún?

Eins og segir í svari EDS við spurningunni Er Bretland land eða heiti á mörgum löndum saman? er „Bretland heiti á ríki sem nær yfir svæðin England, Skotland, Wales og Norður-Írland auk eyja í grennd.“ Breska konungsfjölskyldan hefur aðsetur í Buckingham-höll. Höfuðborg Bretlands heitir London eða Lundúnir en b...

Nánar

Fyrir hvað stendur OECD og hver er tilgangur stofnunarinnar? - Myndband

OECD stendur fyrir Organisation for Economic Co-operation and Development eða Efnahags- og framfarastofnunin. Upphaf stofnunarinnar má rekja allt aftur til 1948 en þá undir nafninu OEEC, Organisation for European Economic Co-operation, eða Efnahagsstofnun Evrópu. Upphaflegt markmið stofnunarinnar var að úthluta...

Nánar

Hvað kallast fólkið frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum á íslensku?

Sameinuðu arabísku furstadæmin kallast United Arab Emirates á ensku og á því tungumáli er orðið Emiratis notað þegar vísað er til þegnanna. Íslenskan virðist hins vegar ekki eiga neitt orð yfir íbúa landsins ef marka má lista yfir ríkjaheiti sem er að finna á vef Árnastofnunar. Listi þessi var tekinn saman af...

Nánar

Hvað eru stjórnmál?

Til eru ýmsar skilgreiningar á stjórnmálum, en samkvæmt flestum þeirra fjalla stjórnmál um ákvarðanatöku. Þó eru ekki allar ákvarðanir stjórnmál. Ákvarðanir einstaklinga sem fyrst og fremst varða þá sjálfa eru til dæmis ekki stjórnmál. Því er iðulega bætt við skilgreininguna að ákvörðunartakan varði tiltekinn hóp,...

Nánar

Hver er munurinn á efri og neðri deild Bandaríkjaþings?

Bandaríkjaþingi er skipt í tvær deildir, öldungadeild og fulltrúadeild. Um þær er gjarnan talað sem efri og neðri deildir þótt þær séu ekki skilgreindar þannig í stjórnarskrá Bandaríkjanna. Í fyrstu grein stjórnarskrárinnar er löggjafarvaldið sett í hendur þingsins og því skipt í tvær deildir. Báðar deildirnar þur...

Nánar

Hvenær urðu Bandaríkin það stórveldi sem þau eru í dag?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Hvenær byrjuðu Bandaríkin að beita sér á heimsvettvangi og hvenær urðu Bandaríkin það stórveldi sem þau eru í dag? Bandaríkin urðu til sem nýtt, fullvalda ríki með sigri í sjálfstæðisstríðinu (1775-1783) gegn Bretlandi. Nýja ríkið var sambandsríki. Hvert og eitt ríki B...

Nánar

Börðust blökkumenn í Þrælastríðinu?

Stutta svarið er einfaldlega já, en þó ekki í upphafi Þrælastríðsins. Tildrög borgarastríðs Bandaríkjanna, eða Þrælastríðsins, voru meðal annars ósætti landbúnaðarríkja sunnanmegin í landinu við skattlagningu ríkisins á ýmsar vörur sem iðnvæddu ríkin norðar í landinu gátu framleitt sjálf en Suðurríkin ekki. Að ...

Nánar

Af hverju heldur Alþingi hátíðarfund á Þingvöllum 18. júlí í sumar?

Hátíðarfundur Alþingis á Þingvöllum miðvikudaginn 18. júlí er liður í því að minnast aldarafmælis sjálfstæðis og fullveldis Íslands. Hinn 1. desember 2018 verða hundrað ár liðin frá því að Ísland varð fullvalda ríki. Hefð er fyrir því að Alþingi minnist merkra tímamóta í sögu landsins með því að funda á Þingvö...

Nánar

Fleiri niðurstöður