Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 3425 svör fundust

Á hvaða forsendum var munntóbak bannað hér um árið?

Í 1. mgr. 8. gr. laga nr. 74/1984 segir að bannað sé að flytja inn, framleiða og selja fínkornótt neftóbak og munntóbak, að undanskildu skrotóbaki. Þá segir í 2. gr. rg. nr. 251/1997 um bann við sölu á munntóbaki og fínkornóttu neftóbaki: Með skrotóbaki er átt við munntóbak sem er tuggið, er í bitum en ekki kornum...

Nánar

Hvernig dó Arkímedes?

Arkímedes dó annað hvort árið 211 eða 212 f. Kr. Þá var hann 75 eða 76 ára gamall. Hann var drepinn í umsátrinu um borgina Sýrakúsu af rómverskum hermanni. Til eru nokkrar frásagnir af dauða Arkímedesar. Ein er á þá leið að þegar Rómverjar réðust inn í Sýrakúsu hafi Arkímedes verið niðursokkinn í stærðfræðileg...

Nánar

Fyrir hvað er rómverski rithöfundurinn Júvenalis frægur?

Spurningin hljóðar í heild sinni svona:Fyrir hvað er rómverski rithöfundurinn Juvenalis frægur? Hvenær var hann uppi, hver eru frægustu rit hans og kannski eitthvað fleira ef þið finnið? Rómverski rithöfundurinn sem hér um ræðir hét fullu nafni Dekímus Júníus Júvenalis (lat. Decimus Junius Juvenalis). Hann fæddis...

Nánar

Er rangt að hafa samtengingu í upphafi setningar?

Aðalhlutverk samtengingar er að vera tengiliður milli einstakra orða, orðasambanda eða setninga. Í setningunni Jón og Gunna eru systkin er og samtenging, sömuleiðis í setningunni mennirnir gengu að húsinu og börðu að dyrum. Samtengingum er gjarnan skipt í aðaltengingar og aukatengingar. Aðaltengingar eru yfirl...

Nánar

Hvað er best að læra ef maður stefnir á fornleifafræðinám?

Fornleifafræði er mjög þverfagleg grein sem byggir á aðferðum hugvísinda, raunvísinda og félagsvísinda. Fornleifafræði lætur sér fátt mannlegt og náttúrulegt óviðkomandi og því má segja að sem mest af öllu sé bestur undirbúningur undir nám í fornleifafræði. Fornleifafræðingar starfa þó að mjög ólíkum verkefnum ...

Nánar

Hvernig verða halastjörnur til?

Halastjörnur eru úr ís, gasi og ryki og urðu til á svipuðum tíma og sólkerfið í heild sinni. Þær eru því nokkurs konar leifar frá myndun þess. Halastjörnur skiptast í tvo hópa eftir umferðartíma, það er að segja hve lengi þær eru að ferðast einn hring í kringum sólina. Halastjörnur með stuttan umferðartíma (in...

Nánar

Hvað eru fjárlög?

Í 42. grein stjórnarskrárinnar kemur fram að fyrir hvert reglulegt Alþingi skal, þegar það er saman komið, leggja frumvarp til fjárlaga fyrir það fjárhagsár, sem í hönd fer, og skal í frumvarpinu fólgin greinargerð um tekjur ríkisins og gjöld. Í 41. grein kemur jafnframt fram að ekkert gjald má greiða af hendi, ne...

Nánar

Af hverju var Leifur skírður Leifur?

Ég reikna með að spyrjandi eigi við Leif heppna Eiríksson sem sagður er hafa komið til Ameríku fyrstur evrópskra manna, eða kringum árið 1000. Af hverju hann var svo nefndur þessu nafni en ekki einhverju öðru er erfitt að segja. Samkvæmt vefsetrinu Mannanöfn.com [skoðað 6.10.2006] er 'Leifur' dregið af nafnorði...

Nánar

Hver er munurinn á hvítum og venjulegum tígrisdýrum?

Eini munurinn á hvítum tígrisdýrum og tígrisdýrum sem hafa hinn venjulega appelsínugula grunnlit, er sá að hvít tígrisdýr hafa í báðum genasætum víkjandi gen sem ræður litafari þeirra. Til þess að glöggva sig betur á þessu er gott að hafa mendelska erfðafræði í huga. Um Gregor Mendel og erfðafræði er meðal anna...

Nánar

Hvað er Hallgrímskirkja há?

Turn Hallgrímskirkju er 74,5 metra hár. Eftir því sem næst verður komist er hann sjötta hæsta mannvirki á Íslandi. Hæst er mastur á Gufuskálum á Snæfellsnesi sem er 412 m hátt en það er notað fyrir langbylgjuútsendingar Ríkisútvarpsins. Þetta mastur er jafnframt hæsta útvarpsmastur í Vestur-Evrópu. Hallgrímskir...

Nánar

Er fiðrildi samsett orð og hvaðan kemur það?

Fiðrildi er viðskeytt orð, þar sem seinni liðurinn er viðskeytið -ildi. Orðið er notað um ættbálk skordýra sem nefnist á latínu Lepidoptera en það þýðir hreisturvængjur og vísar til þess að hár á vængjum hafa umbreyst í hreistur. Elsta norræna mynd orðsins er líklega fifildri. Í Íslenskri orðsifjabók segir að o...

Nánar

Af hverju slokknar eldur ef maður sprautar vatni á hann?

Eins og flestir vita hentar vatn yfirleitt vel til þess að slökkva eld. Ástæðan er sú að vatnið kælir bæði eldinn og eldsmatinn ákaflega vel og einnig hindrar vatnið aðgang súrefnis að eldinum. Mikla orku þarf til að breyta vatni í gufu. Það geta allir reynt með því að setja pott með lítra af vatni á eldavélarh...

Nánar

Hverjir voru Frosti og Fjalar sem koma fyrir í Gunnarshólma?

„Gunnarshólmi“ er ljóð eftir Jónas Hallgrímsson (1807-1845). Ljóðið birtist fyrst í Fjölni árið 1838. Þriðja þríhenda ljóðsins er svona: Beljandi foss við hamrabúann hjalar á hengiflugi undir jökulrótum, þar sem að gullið geyma Frosti og Fjalar. Frosti og Fjalar eru dvergar sem koma fyrir í svokölluðu dvergata...

Nánar

Hvað er strengjafræði?

Strengjafræði er kenning í eðlisfræði sem byggir á grunni skammtafræði og skammtasviðsfræði en á sér einnig rætur í almennu afstæðiskenningunni. Nafnið dregur kenningin af því að hún lítur á smæstu einingar efnisheimsins ekki sem punktlaga agnir heldur sem örsmáa einvíða strengi. Í svari við spurningunni Hverni...

Nánar

Eru til staðfest dæmi þess að geimverur séu til? - Myndband

Svarið er nei. En vísindamenn gera eftir sem áður fyllilega ráð fyrir því að líf sé að finna utan jarðar. Galdurinn er bara að finna lífverurnar og sannfærast um tilvist þeirra. Af þeim stöðum sem við höfum þekkt til skamms tíma eru aðstæður á reikistjörnunni Mars einna líkastar þeim sem ríkja hér á jörðinni. Þ...

Nánar

Fleiri niðurstöður