Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 3424 svör fundust

Hver var A.R. Radcliffe-Brown?

Alfred Reginald Radcliffe-Brown (1881-1955) er einn áhrifamesti mannfræðingur sem uppi hefur verið. Hann var helsti forvígismaður virknishyggju (structural-functionalism) innan mannfræðinnar og einn helsti kenningasmiður greinarinnar. Ef segja má að Bronislaw Malinowski hafi lagt grunninn að breskri mannfræði með ...

Nánar

Af hverju fá leikarar í Ameríku hærri laun en hér?

Það er rétt að kvikmyndastjörnur í Hollywood fá margfalt hærri laun en starfsystkin þeirra á Íslandi, jafnvel meira fyrir eina kvikmynd en bílfarmur af íslenskum leikurum fær fyrir alla starfsævina. Hins vegar er ekki þar með sagt að leikarar í Ameríku fái almennt hærri laun en hérlendis. Það eru ekki allir stjörn...

Nánar

Hvað er 'paradigm'?

Enska orðið paradigm er dregið af gríska orðinu paradeigma, sem merkir sönnun, dæmi, mynstur, líkan eða frummynd. Í málfræði er það notað um beygingarmynstur. Hjá Platoni er paradeigma meðal annars notað um einstakt dæmi einhvers almenns eiginleika, eða um fyrirmynd, mælikvarða eða mynstur, samanber frummyndakenni...

Nánar

Hvað eru heildun og deildun og hvernig nýtast þær í leik og starfi?

Heildun (e. integration) og deildun (differentiation) eru aðgerðir á stærðfræðilegum föllum (e. functions). Fall er eins konar lýsing á samhengi stærða. Ef um tvær stærðir er að ræða er önnur stærðin, sem nefnd er frumbreytan (e. independent variable; fleiri íslensk orð eru til), gjarnan sett á láréttan ás, x-ás, ...

Nánar

Hversu gamall er elsti peningur á Íslandi?

Rómverskir peningar Elsti peningur sem fundist hefur á Íslandi – svo ekki verði brigður bornar á – er rómverskur koparpeningur sem sleginn var í borginni Cyzicus í Litlu-Asíu á árunum 270-75 e. Kr. Hann fannst í húsarústum á Bragðavöllum í Hamarsfirði árið 1933 en 1905 hafði fundist þar annar rómverskur peningu...

Nánar

Er karlinn í tunglinu til?

Í evrópskri þjóðtrú er oft minnst á karlinn í tunglinu. Hér á landi er til þjóðsaga um karlinn og hann sagður hafa verið bóndi nokkur sem hafi bundið hey sitt á sunnudegi. Guð ákvað að refsa honum fyrir að vinna á hvíldardaginn með því að setja hann upp í tunglið. Í Noregi ber samsvarandi karl hrís í körfu á bakin...

Nánar

Af hverju er allt svona mikið vesen?

Það er af því að einu sinni var uppi maður að nafni Murphy. Hann setti fram lögmál sem við hann er kennt og nefnist lögmál Murphys. Lögmálið er yfirleitt dregið saman í eina setningu: Allt sem getur farið úrskeiðis gerir það, fyrr eða síðar. Út frá lögmálinu má meðal annars leiða eftirfarandi reglur: Allt te...

Nánar

Er það ekki örugglega rétt að við notum aðeins 10% heilans?

Nei það er ekki rétt. Sú sögusögn að fólk noti aðeins lítinn hluta heilans virðist hins vegar ætla að verða ansi lífseig. Óhætt er samt að segja að hún er fjarri sannleikanum. Heilinn er allur meira eða minna virkur, hvort sem fólk vakir eða sefur. Hægt er að benda á ýmis gögn því til stuðnings að fólk noti all...

Nánar

Hver er saga brjóstahaldara? Hvenær var byrjað að nota þá?

Brjóstahaldarar eru notaðir til að halda brjóstum stöðugum og lyfta þeim eða móta á annan hátt. Einnig segja sumir að brjóstahaldarar geti komið í veg fyrir að brjóstin sígi með aldrinum, en þetta er þó ekki vel staðfest. Stórbrjósta konum finnst oft nauðsynlegt að vera í brjóstahaldara þar sem hann veitir stu...

Nánar

Hvar og hvernig voru grísku guðirnir dýrkaðir til forna?

Spurninguna um hvar grísku guðirnir voru dýrkaðir má skilja á ýmsa vegu. Eitt svarið er að grísku guðirnir voru dýrkaðir í Grikklandi hinu forna. Það liggur eflaust í augum uppi en þó má segja að þeir hafi líka verið dýrkaðir utan Grikklands. Í fyrsta lagi kom fyrir að aðrar þjóðir tækju upp dýrkun grísku guðanna....

Nánar

Hvaða stríð hafa verið á Íslandi?

Svarið við spurningunni fer eiginlega eftir skilgreiningunni á því hvað er stríð. Samkvæmt íslenskri orðabók hefur orðið stríð nokkrar merkingar. Stríð merkir til dæmis „styrjöld, vopnuð stórátök þjóða (eða fjölmennra hópa)“. Þau stríð sem við heyrum oftast um í fréttum, til dæmis stríðið í Írak, Afganistan, Sómal...

Nánar

Fleiri niðurstöður