Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Áður en hægt er að svara spurningunni þarf að skilgreina hugtakið glæpatíðni. Í daglegu tali er jafnan talað um afbrot þegar átt er við hegðun sem bönnuð er samkvæmt lögum. Hins vegar má skilja sem svo að glæpur vísi sérstaklega til alvarlegra afbrota og nái því til dæmis ekki yfir það að aka án þess að hafa ökus...
Fyrsti kvenkyns geimfarinn var hin sovéska Valentina Tereshkova.
Tereshkova var ekki flugmaður eins og svo margir af fyrstu geimförunum, heldur starfaði hún áður í textílverksmiðju. Hún var ein fimm kvenna sem valdar voru árið 1962 til þess að taka þátt í geimferðaþjálfun, en Sovétmenn höfðu mikinn áhuga á að ...
Helen Keller er um margt merkileg kona. Hún fæddist 27. júní árið 1880 í Alabama-fylki í Bandaríkjunum. Þegar hún var einungis 19 mánaða gömul veiktist hún hastarlega og í kjölfarið varð hún daufblind, það er bæði blind og heyrnarlaus.
Með aðstoð Alexanders Grahams Bells fékk Keller kennara árið 1887. Kona að n...
Við höfum áður svarað þeirri spurningu hvort það geti rignt fiskum. Svarið við þeirri spurningu er að nokkru leyti játandi: Það getur rignt litlum fiskum við sérstakar aðstæður.
Í svari við spurningunni Getur það gerst að það rigni sjó eða fiskum? segir þetta:Í miklu roki verður mikill öldugangur á sjónum og br...
Það var ekki fyrr en upp úr 1970 að regnskógareyðing fór að verða vandamál í Amasonregnskóginum og þá sérstaklega eftir að 5300 km löng hraðbraut (e. Trans Amazonian Highway) var lögð þvert í gegnum skóginn í Brasilíu árið 1972. Með hraðbrautinni jókst aðgangur manna að skóginum og hraði skógareyðingar margfaldaði...
Stærðfræðin á tvennar rætur. Annars vegar í þörfinni fyrir að telja, halda reiður á hlutunum í kringum sig og eigin eigum. Hins vegar í formunum í umhverfinu.
Þörfin fyrir að telja og talning urðu grundvöllurinn að reikningi. Þegar búið var að telja hóp hér og hóp þar, til dæmis með fimm og sjö, lá næst við að...
Orðið þjóðtrú er notað um trúarviðhorf af ýmsu tagi sem falla að jafnaði utan viðurkenndra trúarbragða en eru þó bundin menningu, siðum og venjum fólks. Oft er þetta trú á yfirnáttúrleg fyrirbæri sem birtist í sambandi við ýmislega reynslu sem fólk skýrir fyrir sér með tilvísun til trúarinnar.
Orðið “þjóð”...
Frankenstein var ekki til í alvörunni. Bæði vísindamaðurinn Victor Frankenstein og skrímslið sem hann skapaði eru persónur í skáldsögunni Frankenstein sem var fyrst gefin út árið 1818 og er eftir breska rithöfundinn Mary Shelley (1797–1851). Algengur misskilningur er að skrímslið í sögunni heiti Frankenstein, en í...
Forfaðir heimiliskattarins, samkvæmt rannsóknum á erfðaefni, er afríski villikötturinn (Felis silvestris lybica). Við getum því útilokað evrópska villiköttinn (Felis silvestris silvestris) í þessu faðernismáli.
Heimildir eru til um ketti í þorpum og borgum Palestínu fyrir sjö þúsund árum og heimiliskötturinn v...
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Hvað heitir lengsta leikrit í heimi, hver skrifaði það og hvað er það langt?Uppfærslur á leikritinu The Warp eftir Neil Oram er iðulega taldar vera lengstu leiksýningarnar. Þær hafa tekið allt frá 18 tímum og upp í 29 klukkustundir í flutningi.
Frumuppfærsla breska leiks...
Dýralíf á Suðurpólnum er ekki sérlega fjölskrúðugt sökum erfiðra lífsskilyrða, svo sem mikils kulda. Þar lifa samt allnokkur dýr, bæði á landi og í sjó.
Suðurpóllinn, eða Suðurskautslandið réttara sagt, er hvað þekktast fyrir að vera heimkynni mörgæsa. Almennur misskilningur er að þær lifi hvergi annars staðar...
Arthur Rimbaud (1854-1891) var franskt ljóðskáld og ævintýramaður. Hann er jafnan talinn vera meðal frumkvöðla á sviði nútímaljóðlistar og þykir eitt áhrifamesta skáld táknsæisstefnunnar (e. symbolism).
Æviferill Rimbaud er óvenjulegur, hann orti af krafti í örfá ár en sneri svo endanlega baki við ljóðlistinni ...
Það er alveg örugglega ekki þannig að alltaf rigni í kvikmyndum þegar eitthvað sorglegt gerist. Í mörgum kvikmyndum gerast sorglegir atburðir innan dyra án þess að áhorfendur fái að sjá hvernig veðrið er úti og í sumum kvikmyndum gerast sorglegir atburðir undir heiðskýrum himni.
Það er hins vegar margt til í þv...
Garnirnar eða þarmarnir eru sá hluti meltingarvegarins sem tekur við af maganum. Þeir eru meginhluti meltingarvegarins. Fyrst koma smáþarmarnir eða mjógirni og svo stórþarmur eða ristill.
Fyrsti hluti smáþarmanna, sem tekur við fæðumaukinu úr maganum heitir skeifugörn. Eins og nafnið bendir til er skeifugörn ...
Grímsvötn eru fyrst nefnd í heimildum 1598, í bréfi á latínu sem Ólafur Einarsson heyrari í Skálholti, síðar prestur í Kirkjubæ í Hróarstungu, skrifaði um Grímsvatnagosið 1598.
Ekki er vitað um neinn mann að nafni Grímur sem Grímsvötn væru kennd við, en í Þjóðsögum Jóns Árnasonar eru Grímsvötn nefnd í sögunni ...
Guðbjörg Linda Rafnsdóttir er prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands og aðstoðarrektor vísinda. Rannsóknir hennar spanna vítt svið innan félagsfræði atvinnulífs og kynja.