Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 100 svör fundust

Hvaða textar eru í Flateyjarbók og hvenær var hún skrifuð?

Hér er einnig að finna svar við spurningunni: Hver er stærst íslenskra skinnbóka og hvar er hún geymd? Flateyjarbók er stærst íslenskra miðaldahandrita og telur 225 blöð alls, fallega skrifuð og lýst (myndskreytt). Í gerð bókarinnar tóku þátt tveir skrifarar, prestarnir Jón Þórðarson og Magnús Þórhallsson s...

Nánar

Hvað eru mörg lönd i Afríku?

Samkvæmt lista á heimasíðu Sameinuðu þjóðanna eru 56 lönd í Afríku. Átján þeirra teljast til Austur-Afríku, sautján tilheyra Vestur-Afríku, níu lönd mynda Mið-Afríku, sjö eru í Norður-Afríku og sunnanverð Afríka rekur lestina en fimm lönd tilheyra þeim hluta heimsálfunnar. Á heimasíðunni Global Geografia er ...

Nánar

Hvert er stærsta skordýr í heimi?

Lengsta núlifandi skordýr sem mælst hefur er af ætt förustafa, og er þá miðað við heildarlengd. Lengsti búkurinn er hins vegar á Herkúlesbjöllu af ættkvísl nashyrningsbjalla. Þyngsta bjallan er golíatsbjallan af sömu ættkvísl. Stærsta skordýr sem lifað hefur á jörðinni er tröllaslenja af ættbálki drekaflugna. Þ...

Nánar

Tilheyrir Mallorca Spáni?

Eyjan Mallorca tilheyrir Spáni og hefur gert það síðan snemma á 18. öld. Í aldir þar á undan tilheyrði eyjan konungdæminu Aragóníu sem nú er hluti Spánar. Því má segja að hún hafi mjög lengi tilheyrt sama ríki og spænska meginlandið sem er næst henni. Mallorca er stærst Balear-eyja, en svo nefnist eyjaklasi í v...

Nánar

Eru til risakanínur? Hvaða kanínutegund er stærst?

Tuttugu og átta tegundir kanína eru þekktar í heiminum í dag og tilheyra þær ættinni Leporidea ásamt hérum. Stærsta villta kanínutegundin er norður-amerísk mýrarkanína af tegundinni Sylvilagus aquaticus. Hún getur orðið 53 cm á lengd og vegið nærri 3 kg. Ræktaðar kanínur eða heimiliskanínur geta þó orði...

Nánar

Geta kolkrabbar étið menn?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Hvað geta kolkrabbar orðið stórir? Geta þeir étið menn?Í mörgum þekktum ævintýramyndum eru sýnd atriði þar sem risakolkrabbar ráðast á heilu skipin og kippa þeim niður í hafdjúpið. Þetta eru myndir á borð við Tuttugu þúsund mílur neðan sjávar (20,000 Leagues Under the Sea, 1...

Nánar

Hvaða dýr hefur stærstu augu í heimi?

Risasmokkfiskarnir, sem lifa á miklu hafdýpi, hafa stærst augu allra dýra. Þau geta orðið meira en 38 cm í þvermál. Samsvarandi mál fyrir augu stærstu stórhvela eru um 10-12 cm, og 2,5 cm fyrir mannsauga. Þessi lindýr, sem eru stærstu hrygglausu dýrin, nást ekki oft. Einn risasmokkfiskur mældist 16 metra langu...

Nánar

Hvað heitir stærsta pláneta í heimi?

Þessari spurningu getur enginn svarað eins og hún er fram sett. En stærsta plánetan sem við þekkjum vel heitir Júpíter og er langstærsta reikistjarnan í sólkerfi okkar. Menn hafa hins vegar lengi getað gert sér í hugarlund að reikistjörnur væru líka við aðrar sólstjörnur eða fastastjörnur. Á síðasta áratug eða s...

Nánar

Hvað eru margar steypireyðar til í heiminum?

Steypireyður er stærst hvala og stærsta dýr jarðarinnar. Vegna ofveiði hefur steypireyðum fækkað gífurlega á síðustu 60 árum. Tegundin er nú nánast útdauð í Norður-Atlantshafi og heildarfjöldi steypireyða er einhverstaðar á bilinu 6500 til 14000. Sem betur fer eru þær nú alfriðaðar. Steypireyðurin étur aðalle...

Nánar

Hvað getið þið sagt mér um hamstra?

Hamstrar eru algeng gæludýr um allan heim. Þeir geta lifað í allt að 12 ár en oftast drepast þeir 5-7 ára. Algengustu sjúkdómar hamstra eru augnsýkingar, maurar og lýs, kvef og lungnasýkingar. Hamstrar éta nýtt gras, hey, hrátt grænmeti og ávexti (athugið að dýrin hér á Vísindavefnum borða ekki, það eru bara menn ...

Nánar

Hver er stærsti stálframleiðandi í heimi og hvað framleiðir hann mikið?

Suður-kóreskt fyrirtæki, sem nefnist Pohang Iron & Steel Company eða Posco á ensku, mun vera umsvifamest allra í stálframleiðslu. Frá stálbræðslum þess koma um 26 milljónir tonna af stáli árlega. Posco var stofnað af suður-kóreska ríkinu árið 1968 í hafnarborginni Pohang. Fyrirtækið er nú að mestu í einkaeigu. Næs...

Nánar

Hvað er demantsskellinaðra?

Rúmlega 30 tegundir teljast til ættkvíslar skröltorma eða skellinaðra (Crotalus). Tvær þessara tegunda mætti kalla demantsskellinöðrur, demantsskellur eða demantsbak út frá enska heiti þeirra, annars vegar er það vestræni demantsbakurinn eða texasskella (Crotalus atrox, e. Western diamondback rattlesnake, Texas di...

Nánar

Hver fann Majorku?

Ekki er vitað hver fann eyjuna Majorku vegna þess að landnám þar hófst á forsögulegum tíma eða áður en ritaðar heimildir urðu til. Þess vegna verður aldrei hægt að ákvarða hver nákvæmlega fann Majorku Á eyjunni er þó víða að finna mannvistarleifar frá liðnum öldum. Majorka er hluti af eyjaklasa í vestanverðu Mi...

Nánar

Fleiri niðurstöður