Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 191 svör fundust

Er hægt að skyggnast inn í framtíðina?

Er ekki í raun ómögulegt að spá fyrir um tækniframfarir? Ekki er gerlegt að spá fyrir um breytingar á mjög afmörkuðum sviðum eða í einstökum tilvikum. Hins vegar má spá fyrir um heildarútkomu flókinnar þróunar í tæknimálum. Fólk gerir óafvitandi ráð fyrir að núverandi hraði framfara haldist um alla framtíð....

Nánar

Eru karlar líklegri til að beita líkamlegu ofbeldi en konur?

Einfalda svarið við þessari spurningu er já. Ef við tökum allt líkamlegt ofbeldi alls staðar í heiminum þá eru karlar mun líklegri til að vera gerendur en konur. En hér þarf marga fyrirvara. Ein af ástæðum þess að karlar eru líklegri til að beita líkamlegu ofbeldi er einfaldlega að víða eru þeir (en ekki konur) þj...

Nánar

Hvað hefur vísindamaðurinn Halldór G. Svavarsson rannsakað?

Halldór G. Svavarsson er dósent við Tækni- og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík. Rannsóknaviðfangsefni hans hafa spannað vítt svið, frá steinsteypu og keramíks til smáþörunga og örtækni. Undanfarinn áratug hefur meginviðfangsefni hans verið þróun nýrra kynslóða sólarsella og ljósnema sem byggir á því að móta ef...

Nánar

Hvaða rannsóknir hefur Ásdís Egilsdóttir stundað?

Ásdís Egilsdóttir er prófessor emerita við Íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands. Ásdís hefur lagt áherslu á ýmis minna þekkt svið íslenskra miðaldabókmennta, svo sem heilagra manna sögur, helgikvæði, fornaldar- og riddarasögur. Meðal mikilvægustu rita Ásdísar má telja útgáfu hennar á biskupasögunum Hungu...

Nánar

Hvað hefur vísindamaðurinn Jón Gunnar Bernburg rannsakað?

Jón Gunnar Bernburg er prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands og snúa núverandi rannsóknir hans að fjöldamótmælum í samtímanum. Jón Gunnar hefur reyndar komið víða við í rannsóknum og spanna verk hans fjölmörg svið félagsfræðinnar. Doktorsverkefni hans skoðaði áhrif afbrotastimplunar á lífshlaupið, en rannsók...

Nánar

Hver er Hélène Cixous og hvert er hennar framlag til fræðanna?

Franski rithöfundurinn og fræðikonan Hélène Cixous fæddist í Oran í Alsír árið 1937. Hún ólst upp í fjölþjóðlegu og fjöltyngdu umhverfi þar sem þýska og franska voru talaðar á heimilinu, en arabíska og spænska á götum úti. Fjölskylda hennar í báða leggi voru gyðingar. Móðir hennar flúði nasismann með því að flytja...

Nánar

Hver var Sun Tzu eða Sunzi og hvers konar rit um hernað skrifaði hann?

Sunzi (eða Sun Tzu samkvæmt annarri umritunarhefð sem nú þykir að mestu úrelt), á íslensku Meistari Sun, hét réttu nafni Sun Wu og herma elstu heimildir að hann hafi fæðst árið 535 f.Kr. þar sem nú er héraðið Shandong í Kína. Sagt er að hann hafi ritað stórvirki sitt, Hernaðarlistina eða á frummálinu Sunzi bingfa ...

Nánar

Hvað er átt við með hugtakinu „siðferðileg heppni“?

Yfirleitt lítum við svo á að siðferðilegt réttmæti gjörða fólks sé ekki háð tilviljunum heldur því sem viðkomandi ætlar sér. Þegar við dæmum athöfn einhverrar manneskju sem rétta eða ranga leggjum við áherslu á að dæma út frá því sem viðkomandi hafði stjórn á og teljum ekki með þá hluti sem hún hafði enga stjórn á...

Nánar

Hvers vegna hlæjum við að óförum annarra?

Í því skyni að svara þessari spurningu er tilvalið að leita til franska heimspekingsins Henri Bergsons (1859-1941). Hann setti fram kenningar sínar um hlátur um aldamótin 1900, í frægri ritgerð sem einfaldlega heitir Hláturinn (Le Rire). Enn í dag eru hugmyndir hans mikilvægar, þó ekki sé nema vegna þess hversu mi...

Nánar

Hvað eru heildun og deildun og hvernig nýtast þær í leik og starfi?

Heildun (e. integration) og deildun (differentiation) eru aðgerðir á stærðfræðilegum föllum (e. functions). Fall er eins konar lýsing á samhengi stærða. Ef um tvær stærðir er að ræða er önnur stærðin, sem nefnd er frumbreytan (e. independent variable; fleiri íslensk orð eru til), gjarnan sett á láréttan ás, x-ás, ...

Nánar

Er líklegt að mönnum takist að framleiða greind vélmenni?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Er líklegt að framleitt verði vélmenni sem mun hafa greind til að taka ákvarðanir út frá mati á manngerðu og náttúrulegu umhverfi? Stutta svarið er að slík vélmenni eru þegar til. Langa svarið er svo auðvitað aðeins lengra. Þegar spurt er hvort eitthvert fyrirbæri, í þessu...

Nánar

Af hverju er oft sagt að Rómverjar hafi unnið ýmis verkfræðiafrek?

Svarið er einfalt, það er vegna þess að mörg af mannvirkjum þeirra geta vart talist annað en verkfræðiafrek, ekki síst þegar haft er í huga að Rómverjar bjuggu ekki yfir sömu tækni og við: engir byggingarkranar, engar jarðýtur eða aðrar vinnuvélar og þar fram eftir götunum. Samt gátu þeir reist stórfengleg mannvir...

Nánar

Fleiri niðurstöður