Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1013 svör fundust

Hvað kallast kvenfugl og karlfugl rjúpunnar?

Rjúpa (Lagopus muta) er fugl af orraætt, staðfugl á Íslandi og víðar á norðurslóðum. Heitið getur líka vísað til annarra skyldra fugla sem að jafnaði finnast ekki hér á landi, svo sem dalrjúpu og lyngrjúpu. Til aðgreiningar frá þeim er sú tegund sem finnst hér á landi nefnd fjallrjúpa. Karri (kerri, keri, rjúpk...

Nánar

Hvað er sleglatif?

Hjartað skiptist í fjögur hólf. Efri hólfin tvö kallast gáttir og þau taka við blóðinu frá líkamanum. Neðri hólfin tvö kallast sleglar eða hvolf og þaðan er blóðinu dælt út í líkamann. Tvö efri hólf hjartans kallast gáttir. Þau taka við blóðinu frá líkamanum. Neðri hólfin tvö kallast sleglar eða hvolf og þau sj...

Nánar

Hvernig myndast svartaraf?

Svartaraf (algengara samheiti: tálgukol (hk), kolið) er mjög hörð tegund af „koli“ sem hægt er að gljáslípa og nota í skartgripi. Það greinist þó frá eiginlegum kolum í því að venjuleg kol eru mynduð undir hita og þrýstingi en svartaraf kalt undir þrýstingi í vatni; mjúkt svartaraf í ferskvatni, hart í saltvatni. ...

Nánar

Um hvaða mávategund er ort í ljóðinu um fuglinn í fjörunni?

Fuglinn í fjörunni hann heitir már. Silkibleik er húfan hans og gult undir hár. Er sá fuglinn ekki smár, bæði digur og fótahár, á bakinu svartur, á bringunni grár. Bröltir hann oft í snörunni, fuglinn í fjörunni. „Fuglinn í fjörunni“ er gömul alþýðuvísa eða þula sem skáldkonan Theódóra Thoroddsen (1863-1954)...

Nánar

Hver var Michel Foucault og hvert var hans framlag til vísindanna?

Michel Foucault (1926–1984) var franskur heimspekingur, en verk hans hafa haft mikil áhrif á margar greinar hug- og félagsvísinda, langt út fyrir svið heimspekinnar. Foucault fæddist í Poiters í Frakklandi 15. október 1926. Hann stundaði nám í París við École normale supérieure og lauk þaðan prófum í heimspeki og ...

Nánar

Hver er stofnstærð kóalabjarna og hvað er gert til að vernda dýrin?

Upphaflega hljóðaði spurningin svona:Geti þið sagt mér allt um kóala, svo sem verndun og útrýmingarhættu, einnig fæðu og æviskeið? Kóalabirnir eða pokabirnir (Phascolarctos cinereus) eru pokadýr (marsupia) af pokabjarnaætt (Phascolarctidae) og eina núlifandi tegund ættar sinnar. Kóalabirnir lifa villtir í ilmv...

Nánar

Eru leðurblökur á Íslandi?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Eru leðurblökur á Íslandi? Hafa leðurblökur sést eða fundist á Íslandi?Leðurblökur tilheyra ættbálkinum Chiroptera og skiptast í tvo undirættbálka, annars vegar flughunda eða stórblökur og hins vegar smáblökur sem eru hinar eiginlegu leðurblökur (Microchiroptera). Alls eru þ...

Nánar

Hvaða dýr sefur mest?

Fjölmargar dýrategundir eru í svefnástandi stóran hluta ársins sökum óhagstæðra aðstæðna í umhverfinu, svo sem fæðuskorts, kulda eða þurrkar. Bjarndýr eru að öllum líkindum kunnasta dæmið um dýr sem leggjast í langan dvala. Algengt er að bjarndýr safni fituforða seint á sumrin og dæmi eru um að brúnbirnir geti...

Nánar

Eru líkur á því að maðurinn blandist svo mikið á næstu 2 – 300 árum að á endanum verði bara til einn ljósgulbrúnn kynþáttur?

Spyrjandi virðist vilja vita hvort líkur séu á að smám saman verði til eitt mannkyn sem er eins að litarhætti, og væntanlega ýmsu öðru er lýtur að útliti. Hvort mannkyn framtíðarinnar verði einsleitt og án sérkenna staðbundinna hópa. Mannkynið er ein tegund þó að nokkur munur sé á útliti, einkum hörundslit. Fól...

Nánar

Hvernig myndast nornabaugar eða nornahringir í mosa?

Svokallaðir nornabaugar eða sveppabaugar verða til vegna áhrifa frá þráðum svepps sem liggur í jarðvegi undir mosanum og verður til þess að mosinn yfir sveppnum vex illa eða jafnvel drepst. Þá sést hringur af dauðum eða veikluðum mosa í mosabreiðunni. Á baugnum eða við hann ber sveppurinn síðan aldin sín og eru þ...

Nánar

Hvað eru berklar?

Berklar eru smitsjúkdómur, sem berst manna á milli um öndunarfæri. Meinvaldurinn er „baktería“ (sýkill). Sýklarnir komast inn í líkamann við öndun en berast frá öndunarfærum um líkamann með blóðrás. Berklasýklar geta hreiðrað um sig á ýmsum stöðum í líkamanum, svo sem: nýrum, beinum eða miðtaugakerfi. Algengast er...

Nánar

Hvað getið þið sagt mér um Homotherium-ættkvíslina?

Homotherium er ættkvísl útdauðra stórkattardýra sem talin eru hafa verið á ferli á stóru meginlöndunum fyrir þremur milljónum ára og dáið út fyrir um 500 þúsund árum. Steingervingafræðingar hafa lýst alls um níu tegundum þessarar ættkvíslar og hafa steingerðar leifar þeirra fundist í Afríku, Evrasíu og Norður-Amer...

Nánar

Hvernig er dýralíf í Danmörku?

Áður fyrr þöktu skógar um 80-90% af Danmörku og dýrafána landsins einkenndist þess vegna af skógardýrum. Nú er stundaður mjög umfangsmikill landbúnaður í landinu og hafa skógar verið ruddir auk þess sem 95-98% af upprunalegu votlendi hefur verið þurrkað upp á með tilheyrandi fækkun votlendisdýra, svo sem froskdýra...

Nánar

Fleiri niðurstöður