Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 5402 svör fundust

Á hvaða reikistjörnu er mesta þyngdartogið?

Athugasemd ritstjórnar: Þegar þetta svar var upphaflega skrifað var Plútó flokkaður sem ein af reikistjörnum sólkerfisins. 24. ágúst árið 2006 samþykkti Alþjóðasamband stjarnfræðinga aftur á móti nýja skilgreiningu á reikistjörnum. Plútó fellur ekki undir hana og telst nú til dvergreikistjarna. Reikistjörnurnar er...

Nánar

Hvernig leit snareðla út og hvenær var hún uppi?

Leifar snareðlu (Velociraptor) hafa fundist í jarðlögum frá efri hluta krítartímabils í Rússlandi, Mongólíu og Kína. Aldur þeirra er talinn vera 80-85 milljónir ára. Fyrstu leifarnar fann H.F. Osborn í Mongólíu árið 1924, en nú eru þekktar leifar að minnsta kosti 12 dýra. Snareðla tilheyrir skriðdýraættbálknum...

Nánar

Af hverju fá leikarar í Ameríku hærri laun en hér?

Það er rétt að kvikmyndastjörnur í Hollywood fá margfalt hærri laun en starfsystkin þeirra á Íslandi, jafnvel meira fyrir eina kvikmynd en bílfarmur af íslenskum leikurum fær fyrir alla starfsævina. Hins vegar er ekki þar með sagt að leikarar í Ameríku fái almennt hærri laun en hérlendis. Það eru ekki allir stjörn...

Nánar

Skynjum við hið rétta eðli heimsins með skilningarvitunum?

Til að geta svarað þessari spurningu þurfum við að vita tvennt: hvað það er sem við skynjum með skilningarvitum okkar og hvert hið rétta eðli heimsins er. Hið fyrrnefnda hafa heimspekingar átt í nokkrum vandræðum með að koma sér saman um en þó getum við gert okkur vonir um að finna svarið með því að rýna nógu miki...

Nánar

Hvenær og hvers vegna hófst byggð í Grímsey?

Í Landnámabók kemur Grímsey ekki við sögu. Bókin var líklega skráð um tveimur til þremur öldum eftir lok þess tíma sem er kallaður landnámsöld og er vafalaust að talsverðu leyti reist á arfsögnum, en ekki er hægt að treysta því að hún fari alls staðar með rétt mál um landnám. En sennilegast verður að teljast að fó...

Nánar

Hvenær byrja börn að ljúga?

Til þess að hægt sé að segja að barn sé að skrökva verður að ganga út frá því sem vísu að það geri greinarmun á því sem er satt og ekki satt. Sömuleiðis þarf barnið að gera sér grein fyrir því hvað aðrir vita. Á síðustu 20 árum hefur þetta efni orðið sérstaklega vinsælt í tengslum við nýtt rannsóknarsvið sálfr...

Nánar

Er hægt að eyðileggja jörðina með mengun?

Þessa spurningu má skilja á ýmsa vegu en áhugaverðast er að skoða eftirfarandi tvær spurningar, nánar tiltekið: Getur mannkynið eyðilagt allt líf á jörðinni með mengun eða öðrum ráðum? Getur mannkynið gert jörðina óbyggilega mönnum?Eins og við er að búast þekkir enginn svarið við fyrri spurningunni fyrir víst; þ...

Nánar

Hver eru einkenni stýrikerfa með myndrænu notendaviðmóti?

Allur hugbúnaður hefur einhvers konar viðmót. Annað forrit eða notandi getur haft samskipti við hugbúnaðinn um viðmótið. Í fyrra tilfellinu er talað um forritsviðmót en í því síðara um notendaviðmót. Stýrikerfi gegnir því hlutverki að stjórna afli tölvunnar og veita notendaforritum aðgang að því. Stýrikerfi er ...

Nánar

Ef einhver strákur er leiðinlegur, hvað á ég þá að gera?

Sálfræði hefur leitt til þekkingar sem hægt er að nýta til að reyna að leysa það vandamál sem þú spyrð um. B.F. Skinner var upphafsmaður ákveðnar tilraunahefðar sem kallast atferlisgreining. Sú tilraunahefð hefur leitt til skilgreiningar á námslögmálum eða atferlislögmálum sem hafa gagnast við að leysa ýmis vandam...

Nánar

Hver var fyrsti drekafræðingur í heiminum?

Eins og við höfum áður fjallað um á Vísindavefnum þá eru drekar eins og við þekkjum þá úr þjóðsögum, ævintýrum og goðsögum, ekki til í raunveruleikanum. Um þetta er hægt að lesa í svari við spurningunni Eru drekar til? Vísindagrein sem fjallar um dreka sem veruleika er þess vegna ekki til, en auðvitað geta vísi...

Nánar

Hvað getið þið sagt mér um svifíkorna?

Í reynd teljast 43 tegundir til ættbálks (e. tribe) svokallaðra svifíkorna sem á fræðimáli nefnist Pteromyini og heyrir undir ætt íkorna (Sciuridae). Samkvæmt heimildum eru svifíkornar flokkaðir niður í 15 ættkvíslir (e. genus). Tegundaríkust þessara ættkvísla er ættkvísl pokasvifíkorna (Petaurista) en til henn...

Nánar

Notaðist Hómer við stuðlasetningu?

Í stuttu máli er svarið nei, stuðlasetning er ekki sérstakur þáttur í bragarhætti Hómers Kviður Hómers eru ortar undir sexliðahætti (hexametri), sem er líka stundum nefnt hetjulag á íslensku af því að frægustu kvæði sem ort hafa verið undir þessum hætti eru söguljóð (eða epískur kveðskapur), sem fjalla gjarnan ...

Nánar

Hver er uppruni og merking orðanna uppstúfur og jafningur?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hver er uppruni og merking orðanna uppstúfur og jafningur? Þessi orð eru notuð yfir hvíta sósu gerða úr mjólk og hveiti og þykir ómissandi með hangikjöti og bjúgum. Orðin uppstúfur, uppstúf og uppstú eru notuð um hvíta sósu eins og nefnt er í fyrirspurninni. Þau eru a...

Nánar

Af hverju erum við „með grátstafinn“ í kverkunum?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svo:Af hverju erum við „með grátstafinn“ í kverkunum? Hvaðan kemur orðið grátstafur? Orðið stafur hefur fleiri en eina merkingu. Algengust er merkingin ‘stöng, prik’ en aðrar merkingar eru ‘stoð, leggur á fjöður, leturtákn, geisli, geislarák, landræma milli gilja, klettar, klet...

Nánar

Fleiri niðurstöður