Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 941 svör fundust

Hvaðan fær Keflavík nafn sitt?

Nafnið Keflavík er vafalítið dregið af orðinu kefli í merkingunni ‚rekaviðarbútur‘. Allir kannast við Keflavík sem nafn á þéttbýli á Reykjanesi en Keflavíkur eru víðar á landinu, ein á Hellissandi á Snæfellsnesi, önnur vestan við Rauðasand í Vestur-Barðastrandarsýslu, þriðja við Galtarvita í Vestur-Ísafjarðars...

Nánar

Geturðu frætt mig um orðið 'hlaupastelpa'?

Orðið 'hlaupastelpa' hefur þrenns konar merkingu. Í fyrsta lagi er það notað um léttúðuga stelpu og stelpu sem mikið er á ferðinni. Merkingin er þá vanalega heldur niðrandi. Í öðru lagi er orðið notað um ákveðinn hlut í rokk, það er stöng sem tengir saman fótafjölina og rokksveifina. Þessi stöng er einnig ne...

Nánar

Úr hverju er oblátan sem við fáum þegar við fermumst?

Obláta er brauð sem er notað við altarisgöngu. Orðið er tökuorð úr latínu, oblata merkir eiginlega 'fórn' eða 'hið framborna'. Á vefnum kvi.annáll.is er ýmis konar fróðleikur um altarisbrauð. Þar er meðal annars að finna uppskrift af oblátum fyrir 60-70 manns. Í henni kemur fram að oblátur eru gerðar úr heilhveiti...

Nánar

Eru til svör við öllu?

Þessa spurningu mætti skilja á tvo vegu, eftir því hvort áherslan er á "svör" eða á "öllu". Í fyrra tilfellinu er vandinn: "Hvað er svar?", en í því seinna er hann: "Ef við vitum hvað 'allt' er, og við vitum hvað telst fullnægjandi 'svar' við því, er þá til svar við hverju atriði úr þessu "öllu"?". Fyrst skulum...

Nánar

Hver var Michel Foucault og hvert var hans framlag til vísindanna?

Michel Foucault (1926–1984) var franskur heimspekingur, en verk hans hafa haft mikil áhrif á margar greinar hug- og félagsvísinda, langt út fyrir svið heimspekinnar. Foucault fæddist í Poiters í Frakklandi 15. október 1926. Hann stundaði nám í París við École normale supérieure og lauk þaðan prófum í heimspeki og ...

Nánar

Hvað heita kertin fjögur á aðventukransinum?

Orðið aðventa er dregið af latnesku orðunum Adventus Domini, sem þýða „koma Drottins“ og hefst hún á 4. sunnudegi fyrir jóladag. Þessi árstími var löngum - og er reyndar víða enn - kallaðar jólafasta, sem helgast af því að fyrr á öldum mátti þá ekki borða hvaða mat sem var, til dæmis ekki kjöt. Aðventukransinn ...

Nánar

Hver var Évariste Galois og hvert var framlag hans til stærðfræðinnar?

Sannleikurinn er stundum ótrúlegri en nokkur skáldskapur. Kannski er það ástæðan fyrir því að enginn hefur enn gert kvikmynd um líf franska stærðfræðingsins Évariste Galois (1811-1832); ótti við að fólk trúi sögunni einfaldlega ekki. Galois er einn af frumlegri stærðfræðingum sögunnar. Hann gjörbylti algebru me...

Nánar

Eru til skráð dæmi um orðatiltækið "að fá snert af bráðkveddu"?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Er skráð orðatiltækið að fá snert af bráðkveddu, það er í merkingunni að bregða eða verða mikið um eitthvað? Orðabók Háskólans á þrjú dæmi um nafnorðið bráðkvedda, öll frá miðbiki 20. aldar. Í tveimur þeirra kemur fyrir "snertur af bráðkveddu". Annað dæmið er úr tímaritinu He...

Nánar

Hvenær gaus Askja síðast?

Askja í Ódáðahrauni hefur ekkert gosið á þessari öld, en á 20. öld gaus hún alls átta sinnum. Síðasta gos varð árið 1961, en öll hin gosin urðu á þriðja áratugnum: 1921, 1922 (tvö gos), 1923, 1924, 1927 og 1929. Þessi gos voru öll frekar smávægileg, en 28. mars 1875 hófst aftur á móti mikið öskugos í Öskju sem hra...

Nánar

Hvaða mis og -indi er átt við hjá misindismönnum?

Orðið misindi 'hættulegur, slæmur eiginleiki' er sett saman úr tveimur liðum, forskeytinu mis- og viðliðnum –indi. Það er oft fyrri liður samsettra orða sem tákna eitthvað neikvætt eins og misindismaður, misindisfólk, misindislýður, misindishátterni sem öll vísa til ills innrætis. Forskeytið mis- er stendur með na...

Nánar

Er til íslenskt orð yfir "nonprofit organisation?"

Ekki virðist samkomulag um eitt orð yfir „nonprofit organisation“. Þýðingamiðstöð utanríkisráðuneytisins hefur þýtt þetta með orðasambandinu „stofnun sem er ekki rekin í hagnaðarskyni“. Alþjóðasjóður villtra dýra (World Wildlife Fund, WWF) er stofnun sem ekki er rekin í hagnaðarskyni. Hún tilheyrir því þriðja...

Nánar

Er hægt að tala um að hafa tvö tungumál sem fyrsta mál?

Hugtakið fyrsta mál er oftast notað í þeim tilvikum þegar barn byrjar að læra eitt mál sem fyrsta mál. Önnur mál sem barnið byrjar að læra síðar eru þá annað og þriðja mál og svo framvegis og barnið getur orðið tví- og þrítyngt. Hins vegar er það mjög algengt að börn læri tvö eða fleiri tungumál samtímis frá by...

Nánar

Er vændi ólöglegt á Íslandi eða bara í gegnum þriðja aðilann?

Í 1. mgr. 206. gr. hegningarlaga er kveðið á um að hver sem greiði eða heiti „greiðslu eða annars konar endurgjaldi fyrir vændi“ skuli sæta sektum eða fangelsi allt að 1 ári. Sé um að ræða barn undir 18 ára aldri, eru sektir eða allt að tveggja ára fangelsisvist. Í 3. mgr. segir að hver sem hafi atvinnu eða við...

Nánar

Hvað er Stóridómur?

Stóridómur er samþykkt um siðferði sem gerð var á alþingi sumarið 1564 að frumkvæði beggja lögmanna og æðsta fulltrúa konungs á Íslandi, Páls Stígssonar hirðstjóra. Konungur staðfesti dóminn árið eftir. Skammt var frá siðaskiptum og stemningin sú að herða á viðurlögum við hvers kyns lauslæti í samfélaginu. Það var...

Nánar

Fleiri niðurstöður