Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 107 svör fundust
Hvað eru hrúgurök?
Rökin sem þekkjast undir nafninu hrúgan (sorites, dregið af gríska orðinu um hrúgu) eru náskyld svokölluðum fótfesturökum og eru reyndar oft talin til þeirra. Meira má lesa um fótfesturök í svari höfundar við spurningunni Hvað eru sleipurök? Hrúgurökin voru vel þekkt meðal fornmanna. Sagnaritarinn Díogeneas Laertí...
Hvaðan kemur orðið dýflissa?
Upprunalega spurningin var:Hvaðan kemur orðið dýflissa og hver er réttur framburður þess? Orðið dýflissa 'fangelsi, svarthol' er tökuorð úr miðlágþýsku og var rithátturinn dyblissa, dyflissa, dybliza, dyfliza. Í miðlágþýsku er orðið fengið úr slavnesku, samanber fornslavnesku timinica, rússnesku temniza 'fangel...
Hvaða klíðir er átt við þegar einhver er í miðjum klíðum?
Hér er einnig að finna svar við spurningunni: Hvað er klíð eða klíðir eins og í „ég er í miðjum klíðum“ (við tiltekna athöfn) og tengist það eitthvað klíðinu í hveitiklíði? Orðið klíð merkir ‘vefjarstykki, það sem ofið er í einu stykki’. Orðatiltækið í miðjum klíðum merkir þá að ‘hætta við eitthvað í miðju kafi...
Hversu langt er spottakorn?
Engin ákveðin mælieining felst í orðinu spottakorn. Þar er síðari liðurinn –korn smækkunarending sem misst hefur hina eiginlegu merkingu sína og orðið merkir 'stutt vegalengd, stuttur spotti'. Það er eiginlega á mörkum afleiðslu og samsetningar. Í orðunum drengkorn, dúkkorn, kistilkorn, piltkorn og spýtukorn e...
Hvað eru sáðskipti?
Sáðskipti er það kallað þegar land er unnið (plægt og herfað) árlega eða með fárra ára millibili og sáð nýrri tegund nytjajurta hvert sinn. Hingað til hefur hugtakið sáðskipti verið nánast óþekkt hérlendis Ástæðan er meðal annars sú að fáar nytjajurtir geta vaxið að gagni hér á landi. Ræktun á Íslandi hefur snú...
Hver er uppruni orðsins grautur?
Í heild hljóðaði spurningin svona:Hver er uppruni orðsins „grautur“? Tengist það á einhvern hátt flæmska orðinu „gruit“? Orðið grautur kemur fyrir í málinu þegar í fornum heimildum. Það þekkist vel í grannmálunum, í færeysku greytur, nýnorsku graut, sænsku gröt, dönsku grød < *grauti-, eiginlega ‘e-ð mulið, ko...
Hvað getið þið sagt mér um örnefnið Nollur?
Örnefnið Nollur er þekkt sem nafn á þremur stöðum í Þingeyjarsýslu: Bæjarnafn í Grýtubakkahreppi í Suður-Þingeyjarsýslu. Nafnið er ritað Gnollur („af gnoll“) í Auðunarmáldögum 1318 (Íslenskt fornbréfasafn II:447). Eyðikot við Mývatn, einnig Nollsel (Þorvaldur Thoroddsen, Ferðabók I:288). Hvorttveggja segir hann ...
Hvers konar gnit er í Gnitaheiði og Gnitakór?
Orðið gnit í forlið nafnanna gæti verið skylt nýnorsku gnite, sem merkir ‚smástykki sem brotnað hefur af e-u‘, og sænsku mállýskuorði gneta eða gnitu ‚moli, ögn‘, og því gæti Gnitaheiði, þar sem ormurinn eða drekinn Fáfnir var, merkt ‚smágrýtt land‘ (Ásgeir Bl. Magnússon, Orðsifjabók, 1989). Gnitaheiði er ekki ...
Þegar við segjum „nú er mælirinn fullur”, hvaða mæli er þá átt við?
Mælir sá sem vísað er til í orðasambandinu er að öllum líkindum kornmælir, samanber orðatiltækið kornið/dropinn fyllir mælinn. Líkingin er þá sótt til þess er verið var að mæla korn með ákveðinni stærð af mæli (þ.e. mæliíláti eða mælikeri, samanber mæliglas og desílítramál). Þegar mælirinn var fullur komst ekki me...
Hvort er réttara náttúrlega eða náttúrulega?
Í Íslenskri orðabók Eddu (2007) er aðeins að finna atviksorðið náttúrlega ‘vitaskuld, auðvitað, að sjálfsögðu’ en ekki er sýnt atviksorðið náttúrulega. En sýnt er bæði lýsingarorðið náttúrlegur 1. ‘eðlilegur, sjálfsagður’, 2. ‘sem tilheyrir náttúrunni’ og lýsingarorðið náttúrulegur 1. ‘sem tilheyrir náttúrunni’, 2...
Hvaðan koma örnefnin Ljárskógar og Ljárvatn?
Örnefnin eru kennd við ána Ljá í Laxárdal í Dalasýslu. Ýmsar skýringar hafa verið uppi um nafnið. Í Noregi er til Ljå, samanber Ljådal, Ljåmo og fleiri örnefni. Norski fræðimaðurinn K. Rygh taldi nafnið vera skylt orðinu lé eða ljár og væri farvegur árinnar ljálaga. (Norske elvenavne, bls. 46). Ásgeir Bl. Ma...
Hvernig er lífið eftir ragnarök?
Ragnarökum er lýst í Völuspá og Snorra Eddu. Þau eru einnig nefnd ragnarökkur og eru eins konar heimsendir. Í Völuspá segir meðal annars að sól og tungl verði gleypt af úlfum, stjörnur hverfi af himninum, jörð mun skjálfa og allt ferst í eldi, bæði heimur goða og manna. Í ragnarökum losnar Fenrisúlfur úr fjötru...
Hvað merkir bæjarnafnið Vetleifsholt?
Bærinn Vetleifsholt í Ásahreppi í Rangárvallasýslu er nefndur í Landnámabók. (Ísl. fornrit I:367). Í heimildum er ýmist skrifað Vet- eða Vett- í nafninu. Finnur Jónsson taldi forliðinn vera mannsnafnið Véttleifr þar sem vétt merkti ‚dráp‘ (Bæjanöfn á Íslandi, bls. 555). Ásgeir Blöndal Magnússon tekur undir það, ne...
Hvernig lýsir glútenóþol sér?
Hér er einnig svarað spurningunum: Hvað er glúten? Getið þið bent mér á greinargóðar heimildir um glútenóþol (celiac sprue)? Glúten er prótín (eggjahvítuefni) sem finna má í korntegundum eins og hveiti, byggi og rúg. Víða um heim er algengt að matvæli séu merkt sem glútensnauð og margir veitingastaðir bjóða upp...
Hver er munurinn á dýra- og plöntufrumum?
Í svari sama höfundar við spurningunni Hver eru helstu líffæri dýra- og plöntufrumu og hvaða hlutverki gegna þau? er greint frá því hvað dýrafrumur og plöntufrumur eiga sameiginlegt. Nú skal líta á hvað greinir á milli þeirra. Það sem dýrafrumur hafa umfram plöntufrumur eru svokölluð deilikorn í geislaskauti sí...