Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 758 svör fundust

category-iconStærðfræði

Hvernig eru veldi reiknuð í algebru?

Hér er einnig svarað eftirfarandi spurningu: Hvað er 1.000.000.000.000.000 í öðru veldi? Stundum er talað um reikniaðgerðina margföldun sem „endurtekna samlagningu“. Það er vegna þess að í sinni einföldustu mynd er margföldun notuð til að einfalda rithátt þegar sama talan er lögð við sjálfa sig aft...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvert er upphaf algebru og hvenær barst hún til Evrópu?

Þegar flett er upp í ritum um sögu stærðfræðinnar er að finna klausur um algebru meðal menningarþjóða í Egyptalandi, Babýloníu og Kína löngu fyrir daga Krists. Þessar þjóðir fengust við algebru í þeim skilningi að menn leystu til dæmis fyrsta stigs jöfnur með einni eða tveimur óþekktum stærðum, þekktu Pýþagórasarr...

category-iconStærðfræði

Er hægt að setja 'óendanlegt' í annað veldi?

Upphaflega spurningin var sem hér segir:Er hægt að setja endalaust í annað veldi?Þessa spurningu má skilja á fleiri en einn veg en við höfum kosið að skilja hana eins og fram kemur í spurningarreitnum. Vikið er að öðrum kostum í lok svarsins. Svarið er já, og útkoman er aftur „endalaust“ eða óendanlegt. En hér ...

category-iconStærðfræði

Hvers vegna notum við sætiskerfi og hvaða kosti hefur það umfram önnur talnakerfi?

Einfaldasta leiðin til að rita tölur er að skrá strik fyrir hverja einingu. Betri yfirsýn fæst yfir talninguna ef strikunum er raðað í hneppi, til dæmis fimm strik saman eins og oft er gert í spilamennsku. Rómverskur talnaritháttur er skyldur þessum rithætti, en ef til vill þrepi ofar í þróuninni. Þá táknar b...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvað hefur vísindamaðurinn Ása L. Aradóttir rannsakað?

Ása L. Aradóttir er prófessor við Auðlinda- og umhverfisdeild Landbúnaðarháskóla Íslands. Rannsóknir hennar snúa flestar að landgræðslu og þá einkum leiðum til að endurheimta hnignandi og skemmd vistkerfi. Á síðari árum hefur hún einnig beint sjónum sínum að náttúru og líffræðilegri fjölbreytni í þéttbýli. End...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Sjö skólabilar með sjö krökkum hver, hver krakki er með sjö bakpoka, hver bakpoki með sjö köttum, hver köttur hefur sjö kettlinga hver. Hvað eru kettlingarnir margir?

Krakkarnir eru 7 sinnum 7 eða 49. Bakpokarnir eru 7 sinnum sú tala og svo framvegis. Fjöldi kettlinganna er 7∙7∙7∙7∙7 eða sjö í fimmta veldi sem kallað er. Auðvelt er að reikna það á vasareikni eða reiknivél í tölvu, annaðhvort með því að margfalda saman beint eða með því að hefja í v...

category-iconStærðfræði

Af hverju er 1999 skrifað MCMXCIX en ekki MIM?

Eina reglan um ritun rómverskrar talna sem allir notendur þeirra mundu virða og skilja, er sú sem felur eingöngu í sér samlagningu talna sem fara lækkandi eftir röðinni. Samkvæmt henni er talan 1999 skrifuð semMDCCCCLXXXXVIIIISpyrjandi vísar hins vegar til reglunnar um frádrátt ef lægri tala kemur á undan hærri tö...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hvað getið þið sagt mér um L-karnitín sem notað er sem fæðubótarefni?

Karnitín (L-karnitín) er á fyrstu skrefum framleiðslunnar búið til úr amínósýrunum lýsíni og metíoníni í lifur og nýrum Eins og á við um svo mörg efni sem markaðsett eru sem fæðubótarefni þá framleiðir heilbrigður einstaklingur nóg karnitín til að anna eftirspurn. Nokkrar tegundir erfðasjúkdóma geta þó valdið rösk...

category-iconStærðfræði

Hvað eru ferningstölur og teningstölur?

Ferningstala er heiltala sem er jöfn annarri heiltölu eða sjálfri sér í öðru veldi. Með öðrum orðum er heiltala $a$ ferningstala ef skrifa má $b^2=b\cdot b=a$, þar sem $b$ er heiltala. Eins má segja að heiltala $a$ sé ferningstala ef kvaðratrótin af $a$, $\sqrt{a}$, er heiltala. Lesa má um veldi og rætur á vef ísl...

category-iconStærðfræði

Hver eru rökin fyrir því að x í núllta veldi sé alltaf 1, sama hvað x stendur fyrir?

Reglurnar um veldisvísa í algebru eru byggðar upp skref fyrir skref með því að byrja til dæmis á því að skilgreina $x$ í öðru veldi: $x^2=x\cdot x$ (Lesið: $x$ í öðru veldi er sama sem $x$ sinnum $x$ eða $x$ margfaldað með sjálfu sér)Fyrir heilar plústölur $n$ skilgreinum við síðan $x^n=x\cdot...\cdot x$...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Er það satt að fyrir allar náttúrulegar tölur k > 2 þá sé þversumma k í veldinu k oddatala?

Nei. Þetta gildir um tölurnar 3,4, ... ,11, en ekki um 12, 13, 14, og ekki heldur um margar fleiri tölur, til dæmis 16, 17 og 18. Sem dæmi má nefna að 12 í veldinu 12 er sama sem 8.916.100.448.256, sem hefur þversummuna 54. Ef þetta er skoðað fyrir tölurnar frá einum og upp í hundrað er erfitt að sjá nokkra reglu ...

category-iconLandafræði

Af hverju skrifa Íslendingar Pólland með tveimur L-um?

Spurning Önnu hljóðaði svona í heild sinni: Afhverju skrifa Íslendingar Pólland með tveimur L-um? Dregur ekki landið nafnið af ánni Po? Það er ekkert L í Po hvaðan kemur þetta auka L? Rótin í fyrri hluta landsheitisins er Pól-. Hún er rakin til frumslavneskrar rótar, *pol’e með merkinguna „opið svæði, slétta...

category-iconHugvísindi

Hver var Alexander mikli og fyrir hvað er hann þekktur?

Alexandros III af Makedóníu, betur þekktur sem Alexander mikli, var sonur Filipposar II, konungs í Makedóníu. Hann er af mörgum talinn einn snjallasti herforingi allra tíma og er þekktur fyrir að hafa lagt undir sig eitt mesta stórveldi fornaldar. Alexander fæddist 20. júlí árið 356 f.Kr. Sem unglingur nam han...

category-iconSagnfræði: mannkynssaga

Af hverju var Þýskaland kallað þriðja ríkið?

Hér er svarað eftirfarandi spurningum: Af hverju heitir/hét Þýskaland þriðja ríkið?Af hverju kallaði Hitler sig „þriðja ríkið“?Af hverju var nasistaríki Adolfs Hitlers kallað þriðja ríkið?Af hverju hét Þýskaland Þriðja ríkið í seinni heimstyriöldinni? Þriðja ríkið er íslenskun á þýska heitinu Drittes Reich, se...

category-iconHugvísindi

Hvað réðu Rómverjar yfir mörgum löndum þegar veldi þeirra var mest?

Rómaveldi var stærst snemma á annarri öld eftir Krist. Þá tilheyrði stærstur hluti Vestur-Evrópu eins og við þekkjum hana í dag veldi Rómverja, auk landsvæða í Litlu-Asíu og Norður-Afríku. Þetta sést best á korti. Kort af Rómaveldi.Smellið til að skoða stærri útgáfu. Frekara lesefni á Vísindavefnum: Hvenær...

Fleiri niðurstöður