Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 717 svör fundust

category-iconTölvunarfræði

Hvað hefur vísindamaðurinn Gunnar Stefánsson rannsakað?

Gunnar Stefánsson er prófessor í tölfræði við Háskóla Íslands. Hann hefur áhuga á líkanagerð og tölfræði, sérstaklega á sviði kennslu, en einnig öðrum fagsviðum. Eftir hann liggja alþjóðlegar ritrýndar greinar í tímaritum á sviði fiskifræði, menntunar, líffræði, sálfræði og rafmynta. Gunnar starfaði í mörg ár v...

category-iconUnga fólkið svarar

Hvernig starfaði spænski rannsóknarrétturinn?

Spænski rannsóknarrétturinn var tilraun rómversk-kaþólsku kirkjunnar og spænsku krúnunnar til að stöðva útbreiðslu trúvillu. Á miðöldum voru margir mismunandi trúarhópar á Spáni, þá sérstaklega kaþólikkar, múslímar og gyðingar. Kirkjan hafði þó mestar áhyggjur af nýkristnum mönnum sem tekið höfðu kristna trú a...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Deyr loðna eftir hrygningu eins og á við um laxinn?

Já það er rétt að nær öll loðna drepst að hrygningu lokinni. Helstu hrygningarsvæði loðnunnar hér við land eru með suður- og vesturströndinni, allt frá Hornafirði að Ísafjarðardjúpi. Hrygningin hefst í febrúar og stendur fram í apríl og maí en dæmi er um hrygningu hjá loðnunni eitthvað inn í sumarmánuðina. Loðn...

category-iconBókmenntir og listir

Hvað varð um Manna, bróður Jóns Sveinssonar (Nonna)?

Nonnabækur Jóns Sveinssonar (1857-1944) komu út á árunum 1913-1944 og eru tólf talsins. Bækurnar fjalla um ævintýri Jóns Sveinssonar og ferðalög hans, bæði á æsku- og fullorðinsárum. Aðalpersónan er Nonni sjálfur en Manni, yngri bróðir Nonna, leikur einnig stórt hlutverk. Þetta á einkum við um bókina Nonni og Mann...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvaða traustu heimildir eru til um morðin á Sjöundá og hvað er hægt að lesa úr þeim?

Stutta svarið Umfjöllun um morðin á Sjöundá hefur hingað til ekki byggt á frumriti um réttarhöldin heldur aðeins endurgerð sem ekki er hægt að treysta. Í frumritinu er þó ekkert að finna sem bendir til annars en að játning Bjarna Bjarnasonar og Steinunnar Sveinsdóttur, um morðin á Jóni Þorgrímssyni og Guðrúnu E...

category-iconHugvísindi

Hvað var vistarbandið?

Vistarband má skilgreina á þessa leið:Ef karl og kona réðu ekki eigin búi skyldu þau vera hjú á heimili bónda og eiga þar grið. Venjan var sú að fólk réði sig í ársvist í senn. (Gísli Gunnarsson, 1987, kafli 2.7).Bóndi réði allri vinnu hjúa sinna og fékk af henni allan arð hvort sem vinnan var unnin á heimili hans...

category-iconFélagsvísindi almennt

Hvað hefur vísindamaðurinn Jón Gunnar Bernburg rannsakað?

Jón Gunnar Bernburg er prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands og snúa núverandi rannsóknir hans að fjöldamótmælum í samtímanum. Jón Gunnar hefur reyndar komið víða við í rannsóknum og spanna verk hans fjölmörg svið félagsfræðinnar. Doktorsverkefni hans skoðaði áhrif afbrotastimplunar á lífshlaupið, en rannsók...

category-iconSálfræði

Hvað hefur vísindamaðurinn Árni Gunnar Ásgeirsson rannsakað?

Hvers vegna er svona erfitt að finna reiðhjól á evrópskri járnbrautarstöð? Hvaða áhrif hefur það á minni okkar ef við erum hrædd, uppveðruð eða reið? Getum við veitt fleiri en einu áreiti eftirtekt samtímis? Hvað er að gerast í heilanum þegar athygli okkar er dregin frá vinnunni og að blikkandi ljósi eða sírenuvæl...

category-iconHugvísindi

Hvað er að segja um siðaskipti á Íslandi og hlutverk Jóns Arasonar í því ferli?

Árið 1537 var lútherstrú lögleidd í Danmörku. Danakonungur var þó ekkert að flýta sér að þröngva henni upp á Íslendinga, en biskupinn í Skálholti, Ögmundur Pálsson, varð óvart til þess að flýta þeirri þróun. Þegar hann bjó sig undir að láta af embætti valdi hann sem væntanlegan eftirmann sinn Gissur Einarsson. Gis...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvers vegna klæjar mann?

Kláði er tilfinning sem kemur fram á ákveðnu svæði á húðinni og vekur hjá fólki löngun til að klóra sér á þessu svæði. Kláði getur stafað af ýmsum orsökum, allt frá þurri húð til krabbameins. Helsta efnasambandið sem kemur við sögu þegar mann klæjar er histamín. Það myndast í svokölluðum mastfrumum undir húðin...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hvað er svínainflúensa?

Svínainflúensa er bráð sýking í öndunarvegum svína af völdum inflúensu A-veiru. Dánartíðnin er lág í svínum og þau ná sér venjulega á 7–10 dögum frá upphafi veikinda. Þessar veirur er einnig að finna í villtum fuglum, fiðurfé, hestum og mönnum. Svínainflúensa berst afar sjaldan milli dýrategunda. Fram til þessa ha...

category-iconNæringarfræði

Hver var Gunnar sem majónesið er kennt við?

Gunnar sem Gunnars-majónes er kennt við, hét fullu nafni Gunnar Jónsson. Hann fæddist í Reykjavík 3. september 1920 og lést 6. júlí 1998. Gunnar var búfræðingur að mennt og lauk síðan prófi í viðskipta- og hagfræði frá háskólanum í Minneapolis í Bandaríkjunum. Eftir búfræðinámið á Hvanneyri rak hann meðal annars e...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvernig er hægt að rækta krækling?

Kræklingur (Mytilus edulis) er skeldýrategund sem tilheyrir flokki samlokna (Bivalvia). Tegundin er mjög útbreidd og finnst á kaldtempruðum svæðum, bæði á norður- og suðurhveli jarðar. Hún er algeng allt í kringum Ísland nema við suðurströndina þar sem skilyrði eru honum víðast óhagstæð. Kræklingur finnst í ...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvað nákvæmlega er hrossaþari og hvar vex hann?

Hrossaþari (Laminaria digitata) er brúnþörungur af ættinni Laminariaceae en brúnþörungar eru stærstir og mest áberandi af öllum botnþörungum. Hrossaþari vex neðst í fjöru og út í sjó, allt niður á 20 metra dýpi. Hann getur myndað þaraskóg neðansjávar þar sem ýmsar smærri þörungategundir og fjölbreytt dýralíf fær þ...

category-iconHugvísindi

Hvernig fundu þeir sem vinna á vefnum um Íslendingabók allar þessar upplýsingar um Íslendinga?

Upphaflegur grunnur ættfræðiforritsins Íslendingabókar eru fjórar skrár:manntalið 1703manntalið 1801manntalið 1910Þjóðskrá frá árinu 1967 til dagsins í dag.Í þessum heimildum eru meðal annars upplýsingar um búsetu og aldur nafngreindra einstaklinga og einnig er hægt að sjá innbyrðis tengsl þeirra sem búa á sama st...

Fleiri niðurstöður