Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1268 svör fundust
Hvað er hægt að segja um Egyptaland?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Hver er fólksfjöldinn í Egyptalandi í dag? Hverjir eru helstu atvinnuvegir í landinu og hvernig er skipting mannafla milli greina? Hver er efnahagsstaða Egypta?Samkvæmt nýlegum tölum búa rúmlega 70 milljónir manna í Egyptalandi. Flestir þeirra búa í Nílardalnum, við Níl...
Hverjar eru helstu uppeldis- og menntahugmyndir Jerome S. Bruners?
Kennismiðir innan uppeldis- og menntunarfræða hafa sjaldan komið fram með árangursríkar og hagnýtar hugmyndir um kennslu. Yfirleitt hafa þeir haldið sig við kenningarnar. Undantekning var þó Þjóðverjinn Jóhann Friedrich Herbart sem kynnti til sögunnar kennsluaðferðir á 19. öld, sem grundvölluðust á formfestu. John...
Hvers vegna heyrist í jarðskjálfta áður en hann kemur?
Hljóðið sem við heyrum frá jarðskjálftum kemur frá skjálftabylgjunum undir fótum okkar. Okkur finnst það stundum berast á undan skjálftanum vegna þess að fyrstu jarðskjálftabylgjurnar eru þá of veikar til að við finnum þær glöggt en hins vegar nógu sterkar til að mynda hljóð í loftinu, enda er eyrað býsna næmt mæl...
Hefði átt að skrifa gísl með z-u eða er tannhljóðið í gidsel síðara tíma innskeyti í dönsku?
Orðið gísl er samgermanskt. Í dönsku er notað gidsel og gissel, í fornsænsku gísl, fornensku gīs(e)l, fornsaxnesku gīsal, fornháþýsku gīsal, nútímaþýsku Geisel. Heimildir eru einnig um það úr keltnesku, samanber fornírsku gíall í sömu merkingu. Orðið gísl er af sumum fræðimönnum rakið til indóev...
Hversu hratt fara jarðskjálftabylgjur frá upptökum til mælistaðar?
Hraði jarðskjálftabylgju í jarðlögum fer bæði eftir því af hvaða tegund hún er og í hvaða efni hún berst, þar á meðal eftir dýpi hennar í jörðinni. Hraðinn vex yfirleitt með dýpi. Þess vegna getur bylgja sem fer djúpt í jörð verið fljótari milli tveggja staða nálægt yfirborði jarðar en önnur sömu tegundar sem fylg...
Ég er með 100 Mb/s einstaklingsnettengingu. Hvað þýðir það nákvæmlega?
Nettengingar eru æði misjafnar og því er von að spurningar vakni um hraða þeirra, sérstaklega ef einingarnar bitar og bæti eru ekki alveg á hreinu. Í svari Hauks Más Helgasonar við spurningunni Hvað er eitt terabæti mörg megabæti? segir meðal annars:Minnsta eining upplýsinga í tölvu er biti. Biti hefur ýmist gi...
Af hverju er smámæli kallað þessu nafni?
Elstu heimildir um orðið smámæli í Ritmálsskrá Orðabókar Háskólans sýna merkinguna ‘lítilsvert málefni’ og sú elsta er frá árinu 1635: ad þeir a kialarnese hiellde ad Alfdys Jonsdotter hefde tilberan ad erfdum teked af modur sinne [ [...]] huad mier virdest ecke smämæle. Notkunin um framburð er eitthvað yngr...
Hvers vegna er eitt en ekki tvö -s í Ægisíða og Landspítali?
Í íslensku er hægt að mynda samsetningar á þrjá vegu:Fast samsett orð Laust samsett orð Bandstafssamsetning Með fast samsettu orði er átt við að notaður sé stofn fyrri liðar án beygingarendingar. Sem dæmi mætti nefna: snjó-bretti, hest-vagn, sól-bruni, borð-fótur. Í laust samsettu orði stendur fyrri liður ...
Af hverju byrja flest orð í orðabókum á s, í pétrískri orðabók líka?
Ástæða þess að svo mörg orð geta hafist á s- er líklegast sú að s, sem er óraddað önghljóð (blísturshljóð), getur staðið í framstöðu á undan öllum sérhljóðum og allmörgum samhljóðum. Þannig geta orð hafist á sérhljóðunum:sa- (saga), sá- (sál), se- (sef), sé- (séður), si- (siður), sí- (sía), so- (sog), só- (sól...
Hvað getið þið sagt mér um grænvængja-arann (Ara chloroptera) og blágula arann (Ara aracuna)?
Grænvængja-arinn (Ara chloroptera) Grænvængja-arinn, sem einnig er nefndur rauðgræni arinn, er sú tegund sem í hugum flestra er hinn dæmigerði páfagaukur, enda afar vinsæl og útbreidd gæludýr. Hann er stærstur og algengastur af stóru páfagaukunum í hinni tegundaauðugu ættkvísl ara (Ara). Kjörlendi grænvængja-...
Hvað eru 10 m/s mikið í km/klst, og hver eru tengslin við gömlu vindstigin?
Auðvelt er að reikna út hvað 10 m/s er mikill hraði í km/klst eða km/h; 'h' er alþjóðleg skammstöfun fyrir klukkustund (samanber frönsku 'heure' og ensku 'hour'). Við vitum að í einum kílómetra eru 1000 metrar og í klukkustund eru 3600 sekúndur. Því reiknum við:10 m/s · 3600 s/h · 0,001 km/m = 36 km/h.Þennan útrei...
Hvernig ganga reikistjörnur um sólir í tvístirna sólkerfum?
Tvístirni samanstendur af tveimur sólstjörnum sem snúast um sameiginlega massamiðju sína. Mögulegar brautir reikistjarna í tvístirnum fer mikið eftir fjarlægðinni á milli sólstjarnanna sem getur verið allt frá því að vera minni en braut jarðar um sólu upp í mörg hundruð sinnum sú fjarlægð. Tvær tegundir af bra...
Hvað er tvíliðustuðullinn C(n,k) og hvers vegna er fjöldi tvíundastrengja af lengd n með k ása einmitt C(n,k)?
Formlega er tvíliðustuðullinn $C(n,k)$ skilgreindur sem fjöldi $k$ staka hlutmengja í $n$ staka mengi. Óformlega þýðir þetta að $C(n,k)$ er fjöldi möguleika á að velja $k$ hluti úr safni af $n$ hlutum, þar sem ekki skiptir máli í hvaða röð þessir $k$ hlutir eru valdir. Ef til dæmis velja á $5$ einstaklinga úr $10$...
Getið þið sagt mér hvað spunatala er?
Spuni (e. spin) er grundvallareiginleiki allra einda sem byggja upp kraftsvið. Hann er einnig grundvallareiginleiki öreinda sem allt efni í alheiminum er sett saman úr, en það eru eindir á borð við ljóseindir, róteindir eða atómkjarnar. Spunatala er tala sem ákvarðar stærð og stefnu viðkomandi spunaeiginleika. ...
Frumefni í stafrófsröð eftir íslenskum heitum
Tafla sem sýnir frumefnin í stafrófsröð eftir íslensku heitunum. nr.efnatákn enskt heitiíslenskt heitiatómmassi (g/mól) 89Ac *actinium aktín [227,0278] 95Am *americium ameríkín [243,0614] 51Sb antimony (stibium)antímon121,760 18Ar argon argon 39,948 33As arsenic arsen 74,9216 85At *astatine astat [209,9871] ...