Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 217 svör fundust

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hver var Bríet Bjarnhéðinsdóttir og hvert var framlag hennar til kvenréttindabaráttu á Íslandi?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona:Ég er að gera ritgerð um kosningabaráttu kvenna og Bríeti Bjarnhéðinsdóttur en mér gengur svolítið illa. Getið þið sent mér einhverjar upplýsingar um þetta? Bríet Bjarnhéðinsdóttir stóð í mörgu gegnum ævina: Hún stofnaði og ritstýrði Kvennablaðinu, átti frumkvæði að stofnun...

category-iconHeimspeki

Af hverju þurfa menn að heita eitthvað? Af hverju ekki bara þú, hún eða hann?

Þegar við tölum um hluti og segjum eitthvað um þá, til dæmis „þessi bíll þarna er Volvo“, þurfum við að vísa til þeirra. Þannig tengjum við orð okkar og hugsanir við raunveruleikann, og tryggjum að það sé þessi hlutur en ekki einhver annar sem verið er að tala um. Tungumálið hefur yfir ýmiss konar orðum að ráða...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Voru einhverjir krakkar á Þingvöllum 17. júní 1944?

17. júní 1944 er einn merkasti dagur í sögu Íslendinga. Þá var lýðveldið Ísland stofnað á Þingvöllum. Fjölmenni var saman komið þennan gleðiríka dag á Þingvöllum og víðar á landinu að fagna fengnu frelsi við endalok hartnær sjö alda skeiðs erlendra yfirráða. Þeir sem hafa séð myndir af hátíðinni á Þingvöllum t...

category-iconHeimspeki

Ættu framhaldsnemar að læra siðfræði vísinda og rannsókna?

Hvers vegna ættu framhaldsnemar við Háskóla Íslands að læra undirstöðuatriði í siðfræði vísinda og rannsókna?[1] Þegar leitað er svara við þessari spurningu tel ég rétt að minna á meginmarkmið háskólamenntunar. Það er hlutverk menntunar að gera nemendum kleift að öðlast þekkingu í þeirri fræðigrein sem þeir hafa v...

category-iconHugvísindi

Hvenær varð fyrst vart við rottur á Íslandi?

Við fornleifagröft á Bessastöðum á Álftanesi hafa fundist rottubein í mannvistarlagi sem talið er frá 17. öld, og mun þó ekki öruggt að það sé eldra en frá 18. öld. Á vissan hátt er líklegra að þessi rotta sé frá 18. öld, því að hún er brúnrotta (Rattus norvegicus), og þeirra verður tæpast vart í Evrópu fyrr en þá...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað er rafhleðsla?

Spyrjandi segir í skeyti til svarshöfundar:Ég var að lesa svar þitt við spurningunni: Hvað er rafmagn? á Vísindavefnum. Ég þakka svarið en fannst þú ekki komast að kjarnanum í spurningunni vegna þess að í svarinu gerir þú ráð fyrir að rafhleðslur séu staðall. Spurningin var hins vegar um hvað þetta fyrirbæri sé. Þ...

category-iconÞjóðfræði

Er karlinn í tunglinu til?

Í evrópskri þjóðtrú er oft minnst á karlinn í tunglinu. Hér á landi er til þjóðsaga um karlinn og hann sagður hafa verið bóndi nokkur sem hafi bundið hey sitt á sunnudegi. Guð ákvað að refsa honum fyrir að vinna á hvíldardaginn með því að setja hann upp í tunglið. Í Noregi ber samsvarandi karl hrís í körfu á bakin...

category-iconHeimspeki

Er sannleikurinn alltaf sagna bestur?

Spurningin tengist augljóslega uppeldismálum, samanber spurninguna hvort það sé siðferðilega rétt að segja börnum sínum að jólasveinar séu til. Þorsteinn Gylfason skilgreindi sannleika einu sinni í fyrirlestri þannig að „sannleikurinn sé sá sem við kennum börnum okkar að segja“1. Sannleikurinn er líklega ætíð sagn...

category-iconStærðfræði

Ég veðjaði við yfirmann minn og fæ launahækkun ef ég hef rétt fyrir mér: Er tvinntalan $i$ tala?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Góðan dag. Ég er í veðmáli við yfirmann minn og ef ég hef rétt fyrir mér þá fæ ég launahækkun. Spurningin mín er þessi: Er tvinnTALAN $i$, tala? Eins og þegar við tölum um kvaðratrótina af -1 þar sem svarið er $i$. Kærar þakkir. Vísindavefurinn er stundum beðinn um ...

category-iconLæknisfræði

Hvað var gert við geðsjúklinga á Íslandi fyrr á öldum?

Öll spurningin hljóðaði svona: Hvað var gert við geðsjúklinga (t.d. fólk með geðklofa) á Íslandi fyrr á öldum? Voru til einhvers konar hæli þar sem þeir voru „geymdir" eða voru þeir bara heima hjá fjölskyldum sínum? Geðsjúkt eða sinnisveikt fólk á Íslandi bjó við jafn misjöfn kjör og þau voru mörg fram til ...

category-iconStjarnvísindi: almennt

Er það satt sem Express.co.uk segir að svarthol sé að koma til jarðar?

Spurningin í heild sinni var svona: Ég er að stressa mig útaf Express.co.uk sem segir að svarthol sé að koma til jarðar en stjúpmamma mín segir að þau hagi sér ekki þannig, er það satt? Stjúpmamma þín hefur alveg rétt fyrir sér. Engar líkur eru á því að svarthol komi og gleypi jörðina nokkurn tímann. Raunar...

category-iconLæknisfræði

Hvernig hljómar eiðurinn sem læknar sverja?

Hippókrates, sem nefndur hefur verið faðir læknisfræðinnar, var uppi frá um 460 til um 375 fyrir Krist og er kenndur er við grísku eyjuna Kos þar sem hann starfaði. Hann var menntaður sem læknir og er sennilega ein þekktasta persónan í sögu læknisfræðinnar. Hippókrates hafnaði hjátrú, hindurvitnum og galdralækning...

category-iconSálfræði

Dreymir fólk virkilega í svart-hvítu?

Hér er reynt að svara eftirfarandi spurningum: Sumir halda því fram að okkur dreymi í svarthvítu. Er það satt og ef svo, hvers vegna? Dreymir okkur (mennina) í svarthvítu eða lit? Það fyrsta sem vert er að velta fyrir sér er af hverju fólk hefur yfirleitt þörf fyrir að spyrja spurningar sem þessarar. Engi...

category-iconÞjóðfræði

Getið þið sagt mér einhverjar þjóðsögur um hrafninn?

Þjóðsögur af hröfnum í íslenskum þjóðsagnasöfnum og ritum um þjóðlegan fróðleik eru flestar tengdar spásagnargáfu hrafnsins og fjalla um hann sem feigðarboða. Mikil hjátrú er bundin við fuglinn og víðast hvar í heiminum er hann talinn illur fyrirboði, en það er þó ekki algilt. Mörg grundvallarminni í íslenskum...

category-iconHugvísindi

Er rökrétt að fullyrða að landnámsmenn á Íslandi hafi verið víkingar?

Upprunalega, þegar Norðmenn og Íslendingar fóru að nota ritmál, var orðið víkingur notað um norræna karlmenn sem fóru í ránsferðir á skipum. Í sögu Egils Skallagrímssonar segir frá því að sex ára gamall drap hann tíu eða ellefu ára gamlan strák. Móðir Egils brást þannig við að hún „kvað Egil vera víkingsefni ok kv...

Fleiri niðurstöður