Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 483 svör fundust

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað er á tjá og tundri?

Nafnorðið tjá er aðeins notað í orðasambandinu á tjá og tundri ‘í ruglingi, í óreiðu’. Í Íslenskri orðsifjabók (1989:1046) stendur: Líklegast er að tjá sé upphaflega kvk.-orð, og tundur merkir vísast kveikiþráð eða ljóskveik, tákngildið ‘sprengiefni’ kemur naumast til greina. Nafnorðið tjá er aðeins notað í ...

category-iconMenntunarfræði

Hvaða rannsóknir hefur Brynja Elísabeth Halldórsdóttir stundað?

Brynja Elísabeth Halldórsdóttir (Gudjonsson) er lektor í uppeldis- og menntunarfræðum við Menntavísindasvið. Brynja hefur stundað rannsóknir á öllum skólastigum og í ólíkum menntakerfum. Kjarninn í rannsóknum hennar er líðan og reynsla minnihlutahópa af menningu og samfélagi og viðhorf til ýmissa menningarlegra hó...

category-iconStærðfræði

Hver er munurinn á að deila með og að deila í?

Rétt er að segja deilt sé í teljara með nefnara. Það er að segja að $\frac{2}{3}$ er talan sem fæst þegar deilt er í tvo með þremur. Stærðfræðinni og stærðfræðingum er til happs að í greininni ríkir nokkuð samhæft, alþjóðlegt ritmál. Hvar sem ég mæti stærðfræðingi annars staðar í heiminum, jafnvel aðeins grunns...

category-iconMannfræði

Hvers konar menning er í Mósambík? Hver er saga landsins?

Hér er einnig svarað spurningunni:Hvenær lauk borgarastríðinu í Mósambík? Grunnupplýsingar Mósambík er sjálfstætt lýðveldi í Suðaustur-Afríku og liggur austurströnd þess að Indlandshafi. Landamæri Mósambíkur liggja að Tansaníu norðan megin, Suður-Afríku og Svasílandi sunnan og suðvestan megin, og að Simbabve, Sa...

category-iconStærðfræði

Hver gaf tölunum upprunalega nafn á íslensku? Hvaðan koma nöfnin á þeim?

Upprunalega spurningin hljóðaði svo:Hver er það sem gefur tölustöfum nafn á íslensku? Nú geri ég ráð fyrir því að að ekki öllum tölum hafi verið gefið nafn og því væri gaman að geta nefnt sína eigin tölu og fengið það skráð! Elstu heimildir um ritað mál á Íslandi eru frá 12. öld, um 300 árum eftir landnámið. Þæ...

category-iconMálvísindi: almennt

Er hægt að læra álfamál Tolkiens í íslenskum háskólum?

Nei, íslenskir háskólar bjóða ekki upp á nám í álfamálunum Quenya eða Sindarin sem koma fyrir í skáldskap Tolkiens. Á netinu er hins vegar hægt að nálgast ýmislegt efni um þessi tilbúnu tungumál, til að mynda þessi þrjú orðasöfn: Dictionary of the Elvish LanguagesElvish to English DictionaryQuenya-English Di...

category-iconBókmenntir og listir

Hvað hefur Astrid Lindgren skrifað margar bækur?

Í svari Ólafs Páls Jónssonar við spurningunni Hvenær fæddist Astrid Lindgren og hvað hefur hún skrifað margar bækur? kemur fram að barnabækur hennar eru samtals 40 auk þess sem hún gerði fjöldann allan af myndabókum. Emil í Kattholti að tálga einn af sínum mörgu spýtukörlum. Um 40 kvikmyndir og sjónvarpsþæt...

category-iconHugvísindi

Af hverju heitir spilið bridds þessu nafni?

Uppruni orðsins bridds (bridge) er ekki fullljós. Helst er giskað á að spilið hafi orðið til í löndunum fyrir botni Miðjarðarhafs þar sem einhver afbrigði þess hafa þekkst lengi í Austurlöndum nær. Nafnið hefur helst verið tengt rússneska orðinu birič, biruč, ‘sá sem lætur vita, hrópar eitthvað upp’. Það...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Er hægt að hafa tígrisdýr sem gæludýr?

Upprunalega spurningin var: Getur maður átt tígrisdýr sem gæludýr? Ef svo er væri hægt að treysta þeim? Tígrisdýr geta aldrei verið gæludýr í sama skilningi og fólk heldur hunda eða ketti, auk þess sem yfirvöld myndu aldrei gefa leyfi fyrir slíku hér á landi. Talið er að allt að tíu þúsund tígrisdýr séu ...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Getur það skaðað mann að fara í gegnum röntgenvélar sem eru á flugvöllum?

Undanfarin ár hefur notkun röntgengeislunar við öryggiseftirlit á flugvöllum aukist mjög mikið, sérstaklega í Bandaríkjunum. Árið 2007 var byrjað að nota röntgengeisla til öryggisskimunar á fólki á leið í flug. Myndirnar sem þarna eru teknar eru þó allt annarrar gerðar en röntgenmyndir sem flestir þekkja. Tæknin ...

category-iconLífvísindi: almennt

Er það rétt að nóvemberkaktus blómstri alltaf í nóvember?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Er það rétt að nóvemberkaktus blómstri alls staðar í heiminum í nóvember og ef svo er hvernig veit hann hvaða mánuður er? Nóvemberkaktus er ræktunarafbrigði sem tilheyrir ættkvíslinni Schlumbergera. Náttúruleg heimkynni þessarar ættkvíslar er skóglendi við strendur Suðaustur-B...

category-iconNæringarfræði

Hvað hefur vísindamaðurinn Rósa Jónsdóttir rannsakað?

Rósa Jónsdóttir matvælafræðingur er faglegur leiðtogi á Rannsókna- og nýsköpunarsviði Matís. Faghópurinn sem Rósa leiðir vinnur meðal annars að rannsóknum og þróun á lífvirkum efnum og matvælum, rannsóknum á nýtingu vannýttra afurða, til dæmis þörunga og loðnu og rannsóknum á heilnæmi matvæla og stöðugleika matvæl...

category-iconLæknisfræði

Væri hægt að framleiða dópamín sem verkjalyf í staðinn fyrir morfín?

Í heild hljóðaði spurningin svona: Náttúruleg „verkjalyf“ líkamans eins og dópamín virðast hvorki hafa eitrunar- né ávanabindandi áhrif, eins og t.d. morfín. Svo hvers vegna er dópamín þá ekki bara framleitt sem lyf til sölu, í staðinn fyrir hættulegu, ávanabindandi gerviefnin? Taugaboðefni eru sameindir, oft...

category-iconLífvísindi: almennt

Hafa einhverjir ávextir vaxið hér án íhlutunar mannsins?

Á Íslandi eru ræktaðar ýmis konar jurtir sem bera ávexti, ýmist í gróðurhúsum eða úti við. Sem dæmi má nefna epli, perur, plómur, sítrónur og banana. Náttúruleg skilyrði á Íslandi eru þó erfið fyrir vöxt flestra ávaxtatrjáa og því lítið um að hér vaxi jurtir, án allrar íhlutunar og aðstoðar mannsins, sem bera ávex...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvers vegna eru tíðir eins og skildagatíð, atburðaþátíð og lýsingaþátíð ekki kenndar í íslenskri málfræði, myndi það ekki gagnast okkur við annað tungumálanám?

Það er rétt að traust og góð kunnátta í móðurmáli getur gagnast fólki við að læra önnur tungumál. Í framhaldsskólum er reynt að treysta þekkingu nemenda í íslensku. Markmið móðurmálsnáms eru margþætt. Móðurmálsnám stuðlar að því að nemendur verði öruggari og betri málnotendur, geti betur komið skoðunum sínum á fra...

Fleiri niðurstöður