Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 8550 svör fundust
Getur þú raðað 9 peningum í 10 raðir en í hverri röð verða að vera 3 peningar?
Vilborg lenti í smá vandræðum í stærðfræði í dag. Hún var að raða níu 100 kr. peningum sem hún ætlaði að fara með í verslunarmiðstöðina eftir skóla, en missti þá alla á gólfið með ópum, skarkala og miklum látum. Þetta olli töluverðri truflun í tíma og kennarinn varð afar ósáttur. Hann lét Vilborgu því sitja inni í...
Hvernig var vísinda- og fræðaiðkun háttað í Evrópu á miðöldum?
Á miðöldum mátti finna mikil menntasetur víða um lönd kristinna manna og múslima. Má þar til dæmis nefna Bagdad á 9. öld, en fræðimenn frá öllum löndum streymdu þangað til að gerast hluti af því samfélagi sem myndaðist í kringum „hús viskunnar“ (ar. Bayt al-Hikmah). Í Konstantínópel á 11. öld myndaðist einnig fræ...
Hvenær var holtasóley kosið þjóðarblóm?
Árið 2004 vann starfshópur á vegum landbúnaðarráðherra, í samvinnu við menntamálaráðherra, samgönguráðherra og umhverfisráðherra, að því að velja þjóðarblóm Íslendinga. Tilgangur verkefnisins var að velja blóm sem gæti haft táknrænt gildi og þjónaði hlutverki sem sameiningartákn, blóm sem nýta mætti í kynningar- o...
Hvernig voru píramídarnir í Egyptalandi byggðir?
Hinir fornu píramídar í Egyptalandi hafa vakið undrun margra. Stærstir og frægastir meðal þeirra eru píramídarnir í Giza en þeir voru eitt af hinum svonefndu sjö undrum veraldar til forna. Þeir eru einnig hið eina af undrunum sem stendur enn að mestu. Píramídarnir voru reistir sem grafhýsi fyrir faraóana, konu...
Hvað getið þið sagt mér um dýrið bjór?
Bjór, eða bifur eins og hann er stundum kallaður, er nagdýr (rodentia) af bjóraætt (Castoridae). Til bjóra (Castor spp.) teljast tvær tegundir, evrasíski bjórinn (C. fiber) og kanadíski bjórinn eða norður-ameríski bjórinn (C. canadiensis). Þeir sem lesið hafa gamlar amerískar landnemabækur kannast kannski við...
Hvers vegna fær maður blóðnasir við högg á nefið?
Verði líkaminn fyrir höggi sem nær til mjúku vefjanna undir húð geta litlar bláæðar og háræðar undir húðinni rofnað þannig að úr þeim lekur blóð sem safnast fyrir og marblettur myndast. Innra borð nefsins er mjög æðaríkt. Við högg á nef er hætta á að æðarnar í því rofni en í stað þess að safnast fyrir á blóðið, se...
Hvernig er dýralífið í Sahara?
Sahara-eyðimörkin er sú stærsta í heimi. Hún er um 5.000 kílómetrar frá austri til vesturs og 2.000 kílómetrar frá norðri til suðurs. Sahara nær yfir nánast alla Norður-Afríku og þekur um þriðjung heimsálfunnar. Eyðimörkin nær frá Atlantshafinu í vestri, að Rauðahafinu í austri og frá Atlasfjöllunum og Miðjarðarh...
Getur fólk sem hefur ekki stúdentspróf sótt námskeið við Háskóla Íslands, til dæmis í jarðfræði?
Almennt gildir við Háskóla Íslands að þeir einir mega skrá sig í námskeið við skólann sem lokið hafa stúdentsprófi, en til þess að innritast í námskeið í jarðfræði þurfa menn að hafa lokið stúdentsprófi með minnst 30 einingum í náttúruvísindum og 21 einingu í stærðfræði. Háskólanum er heimilt að veita undanþág...
Hver er merkingin í að 'ryðja sér til rúms'?
Orðasambandið að ryðja sér til rúms er notað í merkingunni 'dreifast, breiðast út, hljóta almenna viðurkenningu'. Það er þekkt þegar í fornu máli í eiginlegri merkingu. Í Flateyjarbók stendur til dæmis:ek spurða þá, hvar ek skyldi sitja. Hann bað mik þar sitja sem ek gæta rutt mér til rúms ok kippt manni ór sæti. ...
Gilda einhverjar reglur um það að konur eigi að sitja vinstra megin í kirkjum?
Engar reglur eru í gildi í þessu efni hér á landi og hafa ekki verið lengi. Það er hins vegar siður í formlegum kirkjubrúðkaupum að kynin sitji hvort sínum megin í kirkjunni og konur þá til vinstri þegar inn er gengið eða norðanmegin í kirkjunni. Þetta er þó alfarið á valdi hjónanna sem í hlut eiga og engin kirkju...
Hvernig verka nifteindasprengjur og hver er munurinn á þeim og hefðbundnum kjarnavopnum?
Í kjarnorkuvopnakapphlaupinu á áttunda og níunda áratug 20. aldar þróuðu risaveldin tvö, Bandaríkin og Sovétríkin, meðal annars svokallaðar nifteindasprengjur. Þeim var ætlað að draga úr þeim ágalla sem "venjuleg" kjarnavopn hafa í augum herforingja að þau valda svo mikilli og varanlegri eyðileggingu kringum spren...
Er heitur reitur undir Íslandi?
Réttari væri spurningin tvíþætt: „Er Ísland heitur reitur?“ og „Hvað veldur því að Ísland er heitur reitur?“ Heitir reitir nefnast staðir á jörðinni sem einkennast í fyrsta lagi af mikilli eldvirkni samanborið við svæðin í kring og í öðru lagi af því að þeir rísa hátt yfir umhverfið. Þannig verður ekki um það dei...
Hvernig er landslagið undir Vatnajökli?
Vatnajökull hvílir á hásléttu í 600 til 800 m hæð. Hæstu fjöll ná 1,900 m en neðst nær botninn 200-300 m niður fyrir sjávarmál undir Breiðarmerkurjökli og Skeiðarárjökli. Mikill dalur er upp af Skeiðarárjökli yfir til Brúarjökuls og nær hann hvergi 700 m hæð yfir sjó. Aðeins um tíundi hluti af botninum rís yfir 1....
Hvernig tala menn undir rós?
Orðasambandið að segja eitthvað eða tala undir rós merkir að ‛víkja að einhverju óbeinum orðum, gefa eitthvað í skyn’ og eru elstu dæmi Orðabókar Háskólans annars vegar úr orðabókarhandriti Jóns Ólafssonar úr Grunnavík frá miðri 18. öld (AM 433 fol.) og hins vegar úr þýðingu hans á Nikulási Klím eftir Ludvig...
Er karlinn í tunglinu til?
Í evrópskri þjóðtrú er oft minnst á karlinn í tunglinu. Hér á landi er til þjóðsaga um karlinn og hann sagður hafa verið bóndi nokkur sem hafi bundið hey sitt á sunnudegi. Guð ákvað að refsa honum fyrir að vinna á hvíldardaginn með því að setja hann upp í tunglið. Í Noregi ber samsvarandi karl hrís í körfu á bakin...