Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 3723 svör fundust
Er skógarfíllinn í Afríku sérstök tegund?
Lengi vel var talið að tvær fílategundir væru í heiminum í dag, afríkufíllinn eða afríski gresjufíllinn (Loxodonto africana) og Asíufíllinn (Elephas maximus). Nú álíta fræðimenn hins vegar að skógarfíllinn (Loxodonta cyclotis), sem lifir í Afríku og áður var talinn deilitegund gresjufílsins, sé sérstök tegund. ...
Hvað eru freknur?
Freknur eru litlar skellur af litarefninu melaníni í húðinni. Þær eru mjög mismunandi á stærð, oftast álíka stórar og títuprjónshaus en geta runnið saman og þá orðið stærri. Freknur myndast við sams konar ferli og þegar við verðum sólbrún (sjá svar sama höfundar við spurningunni Hvers vegna verðum við brún af því ...
Gáta: Hvernig komast mannfræðingarnir rétta leið?
Mannfræðingar tveir héldu til frumskóga Bakteríu þar sem þeir ætluðu að rannsaka ættbálk sem hafði fram að þessu verið einangraður frá umheiminum. Fólkið í ættbálki þessum var sagt búa yfir einstakri góðmennsku og réttsýni og lifði í sátt og samlyndi við umhverfi sitt. Það var einnig þeim eiginleikum búið að geta ...
Hver er ævisaga Bobs Marleys?
Bob Marley eða Robert Nesta Marley eins og hann hét fullu nafni, fæddist 6. febrúar 1945 á eyjunni Jamaíku í Karabíska hafinu. Þekktastur er hann fyrir framlag sitt til reggítónlistar, en hann gerði lög eins og 'No woman no cry' og 'I shot the sheriff' ódauðleg. Faðir Marleys var hvítur plantekrustjóri að nafni...
Hvenær má borgari handtaka mann?
Heimildir til að handtaka menn er að finna í lögum nr. 19/1991, um meðferð opinberra mála. Þar segir í 97. gr.:Lögreglu er rétt að handtaka mann ef rökstuddur grunur er á að hann hafi framið brot sem sætt getur ákæru, enda sé handtaka nauðsynleg til að koma í veg fyrir áframhaldandi brot, tryggja návist hans og ör...
Hvað getið þið sagt mér um fyrstu nunnurnar á Íslandi?
Meira en 300 ár liðu frá því að Ingólfur Arnarson steig hér á land árið 874 og þar til fyrsta nunnuklaustrið var stofnað á Íslandi. Samt sem áður greina ýmsar heimildir frá þessu tímabili frá konum, oft ekkjum, sem kusu að helga sig kristinni trú og bænahaldi, stundum eftir stormasama ævi. Þannig segir Laxdæla að ...
Hvernig virka fjögurra blaða smárar? Fær maður ósk sína uppfyllta eða eru þeir bara fyrir heppni?
Fjögurra blaða smári er eitt útbreiddasta happatákn í okkar heimshluta og hann hefur lengi verið talinn með áhrifaríkustu jurtum til verndar gegn göldrum og öllu illu. Venjulega hefur smárinn aðeins þrjú lauf en talan þrír er almennt álitin happatala. Af þeirri ástæðu einni er skiljanlegt að smárinn hafi fengið á ...
Hvað gerðu konur á víkingaöld og hvernig klæddu þær sig? Hver var staða þeirra?
Í hugum margra er víkingaaldarkonan komin yfir miðjan aldur, skörungslynd en valdamikil. Hún ræður oft örlögum eiginmanns síns með eftirtektarverðum ákvörðunum. Þannig hafa einhverjar þeirra eflaust verið en rannsakendur gefa sífellt meiri gaum þeirri breidd sem manneskjan býr yfir miðað við aldur, kyn, kynhneigð ...
Er satt að maður geti orðið geðveikur af því að spila á glerhörpu?
Margir þekkja að hægt er að láta syngja í glasi með því að strjúka eftir brún þess með blautum fingri. Svipuðu máli gegnir um svokallaða glerhörpu þar sem fá má fram ólíka tóna með því að renna fingri eftir misstórum glerskálum (sjá Hvað er glerharpa?). Hljómblær tónanna sem myndast þegar leikið er á glös eða gler...
Hvað stendur á Rósettusteininum?
Á Rósettusteininn er letraður sami texti á þremur mismunandi ritmálum: híeróglýfum (e. hieroglyphic) eða helgrúnum sem notaðar voru fyrir trúarleg efni, alþýðuletri (e. demotic) og loks grísku sem yfirstéttin talaði. Textinn er ritaður af prestum frá Memfis (e. Memphis) í Egyptalandi árið 196 f. Kr. og er Ptólemaí...
Hvað veldur jarðskjálftum?
Ysta lag jarðarinnar, jarðskorpan, er samsett úr mörgum flekum sem hreyfast hver miðað við annan. Flekarnir ýmist nuddast saman á hliðunum, eins og til dæmis á Suðurlands- og Tjörnesbrotabeltunum, ýtast hvor frá öðrum, þannig að ný skorpa myndast, samanber gosbeltin, eða þrýstast hver undir annan þannig að gömul s...
Hver var Gaston Julia?
Gaston Maurice Julia (1893 - 1978) var franskur stærðfræðingur sem rannsakaði mengi sem tengjast ítrunum á ákveðnum föllum. Hann fæddist í Alsír, sem var undir yfirráðum Frakka á þessum tíma, og barðist í fyrri heimstyrjöldinni. Hann misst nefið í árás Þjóðverja og allt frá því bar hann leðurpjötlu á andlitinu í s...
Hvað getur þú sagt mér um Skaftafell og hver er saga þjóðgarðsins þar?
Skaftafell er gömul bújörð og vinsæll áfangastaður ferðamanna í Öræfum í Austur-Skaftafellssýslu. Nafnið er dregið af fjallsrana sem gengur til suðurs úr Vatnajökli. Skriðjöklar falla fram beggja vegna Skaftafells og setja sterkan svip á umhverfið. Yfir þeim gnæfa tignarleg og brött fjöll þar sem Hvannadalshnúk í ...
Hversu miklar líkur eru á að þessari spurningu verði svarað rétt? A: 25%, B: 50%, C: 75%, D: 25%
Þessi spurning er ein þeirra fjölmörgu sem skýtur annað slagið upp kollinum í netheimum og víðar og virðast til þess fallnar að valda þrætum. Hún birtist líka í öðrum myndum, til dæmis þar sem svarmöguleikarnir eru gefnir sem 25%, 50%, 0% og 25%. Ef til vill er sú mynd jafnvel áhugaverðari en hún verður skoðuð neð...
Hvað er „vortices“ í heimspeki, eða heimsmynd, Descartes? Og hvaða íslenska orð hefur verið notað um þetta hugtak?
Því miður hefur lítið verið skrifað um náttúruspeki franska heimspekingsins René Descartes (1596–1650) á íslensku. Í inngangi sínum að Orðræðu um aðferð eftir Descartes skrifar Þorsteinn Gylfason: [Descartes] hafði þar með sýnt fram á það að um himneska hluti giltu sömu lögmál og gilda um jarðneska hluti. Í öllu ...