Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust
Geta tilskipanir ESB tekið gildi á Íslandi án þess að vera samþykktar af hérlendum yfirvöldum?
Í 7. grein EES-samningsins er kveðið á um skyldu Íslands og annarra EFTA/EES-ríkja til að taka afleidda löggjöf Evrópusambandsins, reglugerðir og tilskipanir, upp í landsrétt sinn á þeim sviðum sem EES-samningurinn nær til. Engar gerðir Evrópusambandsins verða þó skuldbindandi að íslenskum rétti nema með samþykki ...
Af hverju er forsögu mannsins skipt upp í tímabil eins og steinöld, bronsöld og járnöld?
Spurningin í fullri lengd hljóðar svona: Af hverju er sögunni skipt upp í tímabil eins og steinöld, bronsöld og járnöld og hvenær byrjuðu menn á þessu? Það er hentugt að gefa ákveðnum tímabilum nafn svo hægt sé að tala um þau. Fræðimenn reyna oft að greina megindrætti lengri eða styttri tímabila og skipta þ...
Af hverju bjóðum við ekki 'góðan morgun' líkt og gert er í öðrum germönskum málum?
Öll spurningin hljóðaði svona: Af hverju bjóðum við Íslendingar ekki hvor öðrum góðan morgun líkt og gert er í öllum öðrum germönskum málum? Oft eru engin svör til við því af hverju eitthvað verður að vana og annað ekki. Það er vissulega rétt að grannar okkar bjóða góðan morgunn fram til klukkan tólf eða e...
Hafa rannsóknir sýnt að andlitsgrímur komi í veg fyrir að fólk smitist af COVID-19?
Öll spurningin hljóðaði svona: Hafa rannsóknir sýnt að andlitsgrímur komi í veg fyrir að fólk smiti og/eða smitist af COVID-19? Og skiptir þá máli hvernig grímur eru notaðar? Stutta svarið við fyrri spurningunni er einfaldlega já. Rannsóknir hafa sýnt, án nokkurs vafa, að andlitsgrímur geta komið í veg fyri...
Hvernig eru jöklar flokkaðir og af hverju eru sumir jöklar úr snjó frekar en ís?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Jöklar eru flokkaðir í þíðjökla og gaddjökla/hjarnjökla. Af myndum að dæma af brotsárum jökla á Grænlandi eða Suðurheimskautinu þá er ekki þar um ís að ræða heldur sampressaðan snjó? Þegar jöklar hérlendis kelfa er greinilega um ís að ræða. Hvað er rétt í þessu? H...
Af hverju syngjum við Adam átti syni sjö og Þyrnirós var besta barn um jólin?
Upprunalegu spurningarnar voru: Af hverju syngjum við Adam átti syni sjö á jólunum? Þar er hvorki talað um jólasveina né Jesúbarnið. Af hverju er lagið Adam átti syni sjö jólalag? Hver er uppruni lagsins Þyrnirós var besta barn og af hverju tengist það sérstaklega jólunum? Ýmsir erlendir söngvaleikir, svo sem ...
Af hverju fellur á kopar og hvernig er hægt að koma í veg fyrir það?
Hér er einnig svarað spurningunni:Hvað er það nákvæmlega sem á sér stað: ‘við myndun spanskgrænu á kopar og þegar ‘fellur á silfur’’ Kopar er frumefni númer 29 í lotukerfinu og hefur efnatáknið Cu sem er skammstöfun á latneska heiti þess cuprum. Rauð-appelsínuguli/rauð-brúni litur kopars er einkennandi fyrir má...
Af hverju gýs ekki við Svartsengi þar sem kvikan safnast fyrir og landrisið er mest?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hversu stórt er svæðið við Svartsengi sem er að rísa og hníga á víxl? Af hverju kemur ekki kvika upp þar? Land rís nú við Svartsengi í níunda sinn síðan 2020. Flest bendir til þess að risið stafi af söfnun kviku á um 4-5 km dýpi og virðist safnstaðurinn vera sá sami í ...
Af hverju hreyfast vínglös stundum án snertingar ef þau eru lögð á hvolf eftir uppvask?
Einnig var spurt: Hvaða töfrar eru að verki þegar vínglös færast sjálfkrafa til á eldhúsborði eftir að vera þvegin upp? Ef við höldum glasi undir heitu vatni í smá stund og hvolfum því svo á borð liggur vatn upp að barmi glassins að utan og innan á mörgum stöðum, jafnvel allt um kring. Til þess að glasið ge...
Hvert er hlutfall launakostnaðar af heildarútgjöldum fyrirtækja annars vegar og opinberra stofnana hins vegar, að meðaltali?
Þjóðhagsstofnun hefur áætlað að árið 1998 hafi útgjöld vegna launa verið 69% af útgjöldum hins opinbera til þess sem kallað er samneysla. Samneysla er í grófum dráttum kaup hins opinbera (ríkis og sveitarfélaga) á vörum og þjónustu þannig að í þessu eru ekki öll ríkisútgjöld. Skiptir mestu að útgjöld vegna ýmiss k...
Af hverju höldum við jólin í desember ef sagt er að Jesús hafi fæðst í júlí?
Ekki er vitað hvenær Jesús fæddist en þó er ljóst að það var ekki 25. desember. Jól voru haldin hátíðleg í Róm til forna (Saturnalia-hátíðin) og tengd heiðnum sólarguði, það er að segja að menn héldu upp á að daginn fór að lengja á ný. Dagana 17.-23. desember gáfu Rómverjar hver öðrum gjafir. Heiðnir norrænir ...
Hver er uppruni orðatiltækisins „að komast upp með eitthvað”, og af hverju er sagt „komast upp”?
Ekki er ljóst hversu gamalt orðasambandið komast upp með e-ð er í málinu. Það virðist ekki koma fyrir í fornu máli og dæmi Orðabókar Háskólans eru fremur ung. Þó hefur það verið notað alla síðustu öld. Sagnarsambandið koma e-u/e-m upp er þekkt í fornu máli í fleiri en einni merkingu. Það getur til dæmis merkt ...
Af hverju eru þeir sem búa í Þýskalandi kallaðir „Þjóðverjar”? Eru þeir eitthvað „þjóðlegri” en aðrir?
Fyrri liður orðsins Þjóðverji er sama orðið og þjóð: 'stór hópur fólks sem (oftast) á sér sameiginlega tungu og menningarerfðir og býr (oftast) á samfelldu landsvæði.' Þjóðin talar þýsku og sá sem telst Þjóðverji er þýskur. Í fornmáli hét tungan þýð(v)erska og íbúinn var þýð(v)erskur og var Þýðverji. Þýð- í þes...
Í Hávamálum er sagt að margur verði af aurum api. Hefur höfundurinn vitað hvað api var?
Það er ekki útilokað að höfundur þessara orða hafi vitað eitt og annað um apa. Sennilegra er samt að þarna sé bara verið að nota niðrunarorðið api (í merkingunni „auli, fífl, þurs“) á líkan hátt og Íslendingar lærðu seinna að kalla hver annan asna án þess að hafa nein persónuleg kynni af því ágæta hófdýri. Þeir hö...
Hvenær og af hverju var kannabis bannað á Íslandi? Eða eru engin lög sem banna það?
Með lögum nr. 65/1974 um ávana- og fíkniefni er allur innflutningur, sala og meðferð kannabisefna bönnuð hér á landi. Ástæðurnar fyrir banni við kannabisefnum eru í reynd þær sömu og ástæður fyrir banni við öðrum fíkniefnum. Löggjafinn vill leitast við að koma í veg fyrir skaðleg áhrif efnisins bæði á einstakli...