Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust

category-iconHeimspeki

Er illu best aflokið?

Það er margt sem bendir til þess að illu sé einmitt best aflokið. Eins og til dæmis að skrifa loksins þetta svar fyrir Vísindavefinn við spurningu sem barst vefnum fyrir löngu. Nokkur sannindi virðast yfirleitt felast í málsháttum. Sykurvíma páskaeggjaneyslu gæti vissulega spilað inn í sannfæringarkraft þeirra en ...

category-iconLífvísindi: almennt

Af hverju er skurnin á sumum soðnum eggjum föst á en ekki á öðrum?

Flestir sem tekið hafa utan af soðnum eggjum kannast við að miserfitt getur verið að ná skurninni af. Stundum nánast flettist skurnin af með örfáum handtökum en í öðrum tilfellum er hún nánast föst við hvítuna þannig að það þarf að kroppa hana af í litlum bitum og oft fylgir hluti af hvítunni með. Á egginu til...

category-iconStærðfræði

Hvað er staðalfrávik?

Staðalfrávik (e. standard deviation) er algengasta mæling á dreifingu talna, það er hversu ólíkar þær eru. Því hærra sem það er þeim mun ólíkari eru tölurnar. Til þess að reikna staðalfrávik tiltekinna talna þarf fyrst að reikna meðaltal þeirra og síðan að draga hverja tölu frá meðaltalinu, og sá mismunur kall...

category-iconEfnafræði

Af hverju er stundum vond lykt af heita vatninu?

Hér er einnig svarað spurningunum:Af hverju er mismikil lykt af heitu vatni? Hvaðan og hvers vegna kemur ákveðin lykt sem ferðamenn tala alltaf um þegar þeir fara í sturtu? Margir finna vonda lykt af heitu vatni á Íslandi, lykt sem minnir á ónýt egg, prump eða þá hverasvæði. Lyktin stafar af lofttegundinni bre...

category-iconStjarnvísindi: alheimurinn

Er hægt að búa til svarthol á tilraunastofu?

Hér er einnig að finna svar við spurningunni:Er það satt að vísindamönnum hafi tekist að búa til örsmá svarthol ? Uppskriftin af heimagerðu svartholi er í raun afskaplega einföld: Taktu einhvern hlut sem þig langar til að breyta í svarthol.Þjappaðu honum saman þar til geisli hlutarins er minni en Schwarzschild...

category-iconHeimspeki

Er hægt að segja að talan 0 sé eining, öllu heldur sem eitthvað, jafnvel áþreifanlegt?

Elstu menningarþjóðirnar, Forn-Egyptar, Majar, Kínverjar og Súmerar, virðast hafa haft hugtakið "núll", en sérstakt tákn var þó ekki notað fyrir það nema stundum til að gefa til kynna eyðu á milli annarra tölustafa. Fyrsta notkun á tölustafnum "0" (það er samsvarandi tákni) á sama hátt og hann er notaður í dag kem...

category-iconHeimspeki

Hver setti fram þá tilgátu að hreyfing væri ekki til? Er hún sönn?

Þá tilgátu að ekkert geti hreyfst má rekja til Parmenídesar frá Eleu, sem var grískur heimspekingur á fimmtu öld fyrir Krist. Parmenídes setti kenningu sína um að hreyfing og raunar öll breyting væri ómöguleg fram í löngu kvæði sem enn er varðveitt að hluta. Og þótt kenningin gangi í berhögg við daglega reynslu al...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvaða áhrif hefur öldrun á meltingarkerfið?

Meltingarkerfi er það sem oftast er kallað meltingarfæri á gamalgróinni íslensku og táknar meltingarveginn með þeim líffærum sem tengjast honum og leggja til meltingarsafa. Meltingarvegurinn nær frá munni að endaþarmi. Í öndverðu er talið að einfrumungar hafi þróað með sér fæðugöng þar sem fæðan var tekin inn ...

category-iconUmhverfismál

Hvað eru sáðskipti?

Sáðskipti er það kallað þegar land er unnið (plægt og herfað) árlega eða með fárra ára millibili og sáð nýrri tegund nytjajurta hvert sinn. Hingað til hefur hugtakið sáðskipti verið nánast óþekkt hérlendis Ástæðan er meðal annars sú að fáar nytjajurtir geta vaxið að gagni hér á landi. Ræktun á Íslandi hefur snú...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Eru nanólegur til?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Eru til nanólegur, væri hægt að smíða þær og hvernig væri viðnámið í þeim miðað við venjulegar legur, til dæmis rúllulegur?Það er ekki einfalt mál að svara þessum spurningum. Í stuttu máli eru margir vísindamenn að leita ýmissa tæknilegra lausna á smáum lengdarskala, oft með...

category-iconJarðvísindi

Er hægt að eyðileggja jörðina með mengun?

Þessa spurningu má skilja á ýmsa vegu en áhugaverðast er að skoða eftirfarandi tvær spurningar, nánar tiltekið: Getur mannkynið eyðilagt allt líf á jörðinni með mengun eða öðrum ráðum? Getur mannkynið gert jörðina óbyggilega mönnum?Eins og við er að búast þekkir enginn svarið við fyrri spurningunni fyrir víst; þ...

category-iconFöstudagssvar

Af hverju er allt svona mikið vesen?

Það er af því að einu sinni var uppi maður að nafni Murphy. Hann setti fram lögmál sem við hann er kennt og nefnist lögmál Murphys. Lögmálið er yfirleitt dregið saman í eina setningu: Allt sem getur farið úrskeiðis gerir það, fyrr eða síðar. Út frá lögmálinu má meðal annars leiða eftirfarandi reglur: Allt te...

category-iconHeimspeki

Af hverju þurfa menn að heita eitthvað? Af hverju ekki bara þú, hún eða hann?

Þegar við tölum um hluti og segjum eitthvað um þá, til dæmis „þessi bíll þarna er Volvo“, þurfum við að vísa til þeirra. Þannig tengjum við orð okkar og hugsanir við raunveruleikann, og tryggjum að það sé þessi hlutur en ekki einhver annar sem verið er að tala um. Tungumálið hefur yfir ýmiss konar orðum að ráða...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hver er stærsta þekkta frumtalan?

Frumtölur eru þær náttúrlegu tölur sem eru aðeins deilanlegar með 1 og sjálfri sér. Fyrstu frumtölurnar eru 2, 3, 5, 7 og 11. Þegar þetta er skrifað er stærsta þekkta frumtalan talan 232.582.657 - 1 og til að skrifa hana út í tugakerfinu þarf tæpa 10 milljón tölustafi. Það var staðfest að þessi tala væri frumtal...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað er herma og hvernig er hægt að brjóta gler með henni?

Herma (e. resonance) er það kallað þegar hlutur er sérstaklega næmur fyrir sveiflum sem eru á þröngu tíðnibili og svarar þeim á einhvern tiltekinn hátt. Ef lesandinn tekur sér í hönd lóð í bandi eða bara ílangan hlut og lætur hann sveiflast með því að hreyfa höndina, þá sér hann fljótt að stærð sveiflunnar er alge...

Fleiri niðurstöður