Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 2566 svör fundust

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað er gullinsnið?

Nokkrar spurningar hafa borist um gullinsnið: Hvað er "Gullna sniðið"? (Róbert og María). Hvað er gullinsnið, til hvers er það notað, hver fann það upp og hvers vegna eru ýmis líffæri í mannslíkamanum í sömu hlutföllum og það? (Súsanna). Gullinsnið er hlutfall, nánar tiltekið hlutfallið \[\left(\frac{1}{2}+...

category-iconHugvísindi

Í Hávamálum er sagt að margur verði af aurum api. Hefur höfundurinn vitað hvað api var?

Það er ekki útilokað að höfundur þessara orða hafi vitað eitt og annað um apa. Sennilegra er samt að þarna sé bara verið að nota niðrunarorðið api (í merkingunni „auli, fífl, þurs“) á líkan hátt og Íslendingar lærðu seinna að kalla hver annan asna án þess að hafa nein persónuleg kynni af því ágæta hófdýri. Þeir hö...

category-iconHugvísindi

Hvað eru líkindarök og þagnarrök í sagnfræði?

Þegar sagnfræðingur talar um líkindarök á hann við rök sem duga til að gera ályktun eða niðurstöðu sennilega, en þó ekki óyggjandi. Rök, sem eru meira en líkindarök, ættu eiginlega að fela í sér sönnun á niðurstöðunni. En sönnunarhugtakið vill verða loðið og vandmeðfarið í sagnfræði, þar sem venjulega þarf að líta...

category-iconBókmenntir og listir

Eru þjóðsögur byggðar á sönnum atburðum?

Einfaldasta svarið við þessari spurningu er að þjóðsögur eru yfirleitt ekki byggðar á sönnum atburðum, en engu að síður er hægt að lesa ýmislegt úr slíkum sögum um veruleikann. Þjóðsögum má skipta í ævintýri og sagnir. Ævintýri er löng formúlukennd frásögn sem oft er óbundin stað og tíma og gerist í ímynduðum ...

category-iconHeimspeki

Er bölsvandinn marktækur í kristni þar sem loforð Guðs um útrýmingu alls böls er til staðar?

Bölsvandinn er þverstæða sem samanstendur af fjórum fullyrðingum. Guð er algóðurGuð er alviturGuð er almáttugurÞað er böl í heiminum Fyrstu þrjár fullyrðingarnar eru hluti af kenningum kristindómsins, fjórða fullyrðingin er byggð á reynslu. Menn hafa hugsað sem svo: Ef Guð er algóður þá vill hann útrýma öllu bö...

category-iconMannfræði

Eru líkur á því að maðurinn blandist svo mikið á næstu 2 – 300 árum að á endanum verði bara til einn ljósgulbrúnn kynþáttur?

Spyrjandi virðist vilja vita hvort líkur séu á að smám saman verði til eitt mannkyn sem er eins að litarhætti, og væntanlega ýmsu öðru er lýtur að útliti. Hvort mannkyn framtíðarinnar verði einsleitt og án sérkenna staðbundinna hópa. Mannkynið er ein tegund þó að nokkur munur sé á útliti, einkum hörundslit. Fól...

category-iconBókmenntir og listir

Er bókin The Clay Marble byggð á sönnum staðreyndum?

Bókin The Clay Marble er skrifuð af taílenska rithöfundinum Minfong Ho. Bókin segir sögu tveggja stúlkna, Döru og Jantu, og gerist í Kambódíustríðinu sem geisaði 1979-1989. The Clay Marble nálgast því skilgreiningu sögulegrar skáldsögu, þar sem hún segir frá afdrifum persóna sinna í sögulegu umhverfi, raunverulegu...

category-iconLandafræði

Hvað er hægt að segja um Egyptaland?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Hver er fólksfjöldinn í Egyptalandi í dag? Hverjir eru helstu atvinnuvegir í landinu og hvernig er skipting mannafla milli greina? Hver er efnahagsstaða Egypta?Samkvæmt nýlegum tölum búa rúmlega 70 milljónir manna í Egyptalandi. Flestir þeirra búa í Nílardalnum, við Níl...

category-iconLæknisfræði

Hvernig var meðferð við berklum háttað fyrir tilkomu sýklalyfja?

Áður en berklalyf komu til sögunnar voru sjúklingar gjarnan „teknir úr umferð“, það er að segja komið fyrir á sérstökum stofnunum (berklahælum), oft og tíðum fjarri ættingjum og vinum. Þetta var gert eftir að ljóst varð að berklar voru smitsjúkdómur. Í venjulegu ástandi eru lungun loftfyllt, en tæmist lunga af ...

category-iconUnga fólkið svarar

Hvað tekur margar mínútur að fara til Úranusar?

Í spurningunni er ekki tekið fram hvernig ferðast skuli til Úranusar, þannig að við skulum skoða nokkra möguleika, fáránlega jafn sem hugsanlega, til þess. Til að stytta ferðalagið verður að stefna á að hitta á Úranus þegar hann er næstur jörðu, en þá er fjarlægðin um 2.721.390.000 km. Ef við ætluðum okkur...

category-iconFöstudagssvar

Hvernig er hægt að veiða eitthvað með þráðlausu neti?

Þrátt fyrir rækilega leit og víðfeðmar fyrirspurnir tókst okkur því miður ekki að finna opinberar upplýsingar um veiðar með þráðlausu neti. Við gerum þó ráð fyrir að kvótakerfi gildi um slíkar veiðar eins og allar alvöru veiðar nú á dögum. Einnig höldum við að möskvastærð í þráðlausu neti sé í grófari kantinu...

category-iconTrúarbrögð

Hvers vegna er Tómasarguðspjall ekki í Biblíunni?

Sögulegar ástæður Nú mætti færa fyrir því ýmis söguleg rök hvers vegna Tómasarguðspjall er ekki í Biblíunni. Það mætti til dæmis halda því fram að guðspjöll sem byggja á frásögum eins og guðspjöll Nýja testamentisins (að Jóhannesarguðspjalli meðtöldu) hafi notið vaxandi vinsælda á kostnað eldri rita sem þá ha...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Finna skordýr til?

Hér er einnig svar við spurningunni:Hafa ormar tilfinningar? Öllum dýrum er lífsnauðsynlegt að skynja umhverfi sitt. Án skynjunar væri þeim voðinn vís þar sem þau gætu ekki skynjað hættur í umhverfinu og forðast þær. Jafnvel einföldustu dýrin, sem eru aðeins ein fruma (einfrumungar), skynja aðstæður í umhve...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvenær var lúpínan flutt til Íslands og hver var tilgangurinn?

Elstu heimildir um alaskalúpínu (Lupinus nootkatensis) hér á landi eru frá árinu 1885 en þá sáði Georg Schierbeck landlæknir til hennar í Reykjavík. Hann var helsti hvatamaður að stofnun Garðyrkjufélags Íslands og gerði tilraunir með ræktun fjölmargra erlendra plantna á því 11 ára skeiði sem hann bjó hér á landi. ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað geta margar mismunandi stöður komið upp í einni skák?

Að meðaltali má gera ráð fyrir að hver skák sé í kringum 40 leikir, því komi upp um 80 ólíkar stöður hver á eftir annarri. Á alþjóðlegum skákmótum er mjög sjaldgæft að skákir verði lengri en 150 leikir. Þegar tveir menn setjast að tafli er því ólíklegt að fleiri en 300 ólíkar stöður komi upp á borðinu. Líka má...

Fleiri niðurstöður