Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 4349 svör fundust

category-iconLífvísindi: almennt

Geta eplatré vaxið á Íslandi?

Já. Mörg dæmi eru um að fólk hafi ræktað eplatré með ágætum árangri hér á landi. Eplatré eru að vísu flest ættuð frá svæðum þar sem sumur eru lengri og hlýrri en hér gerist og því eru þau fremur illa aðlöguð íslensku veðurfari. Einkum vaxa þau lengi fram eftir hausti og verða því fyrir skemmdum í íslenskum ha...

category-iconStjarnvísindi: alheimurinn

Af hverju sogar svartholið til sín?

Svarthol verða til þegar kjarnar stjarna falla saman undan eigin þunga. Allur massi stjörnunnar er þá samankominn á örlitlu svæði. Í kringum þetta svæði er þyngdarsviðið svo öflugt að ekkert sleppur þaðan, ekki einu sinni ljós. Þyngdarsvið svarthola er svo gífurlegt að það sýgur allt efni í sig sem fer of nálæg...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaðan er orðið ponta komið?

Orðið ponta er notað í fleiri en einni merkingu. Það er notað um íbjúgt, oddlaga tóbaksílát, brunnfötu, ræðustól, lítinn þorskhaus og sem gæluyrði um krakka, einkum litlar stelpur. Talað er um að stíga í pontu þegar farið er í ræðustól. Ásgeir Blöndal Magnússon telur orðið líklegast tökuorð en að óvíst sé hvað...

category-iconLandafræði

Ef allir jarðarbúar tækju sig saman og mynduðu hring um jörðina, hve marga hringi kæmumst við?

Þegar þetta er skrifað, í október 2006, er talið að mannkynið allt sé um 6,6 milljarðar. Ef við gefum okkur að allt þetta fólk stæði nokkuð þétt saman, héldist í hendur og myndaði keðju þar sem hver einstaklingur tæki að meðaltali um 50 cm eða 0,5 m yrði sú keðja 3.300.000.000 m eða 3.300.000 km löng. Ummál j...

category-iconUnga fólkið svarar

Úr hverju er Mars?

Kjarni reikistjörnunnar Mars er seigfljótandi og líklega að mestu úr járni en einnig brennisteini. Utan um kjarnann er svo möttull úr sílíkötum. Yfirborð Mars er að mestu talið vera úr basalti. Þó eru vísbendingar um að yfirborðið sé kísilríkara en venjulegt basalt, líkt og andesít á jörðinni. Stór hluti yfir...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað er nostalgía?

Hér er einnig svarað spurningunum:Hvað merkir orðið nostalgía og í hvaða samhengi er það notað? Hvaðan er orðið nostalgía upphaflega komið og er til íslenskt orð yfir fyrirbærið? Aðrir spyrjendur eru: Viðar Valdimarsson, Ilmur Gísladóttir og Marteinn Marteinsson. Orðið nostalgía er aðkomuorð í íslensku annað ...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvort er meira af beini eða brjóski í nefinu?

Ytri hluti nefs eða sá hluti þess sem skagar út í loftið er bæði gerður úr beini og brjóski. Beinhlutinn er harður og samanstendur aðeins af tveimur smágerðum nefbeinum ofarlega sitt hvoru megin við miðlínu nefs að framanverðu. Að öðru leyti er nefið úr brjóski sem tekur við af nefbeinunum að framan. Brjóskhlutinn...

category-iconTölvunarfræði

Hvað er rekill eða driver í tölvum og hvaða hlutverki gegnir hann?

Rekill (e. driver) sér um samskipti við vélbúnað í tölvum. Allur vélbúnaður sem er tengdur við tölvuna þarf á rekli að halda svo hægt sé að nota hann. Allur vélbúnaður sem er tengdur við tölvuna þarf á rekli að halda. Fjölmargir reklar eru til staðar í stýrikerfi tölvunnar. Þegar nýr hlutur er tengdur við tölvu ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Ég rakst á orðið hjartlendi í texta fyrir skömmu. Ég þekki ekki þetta orð og langar að vita hvað það merkir.

Orðið hjartlendi virðist nýleg tökumyndun í íslensku og er fyrirmyndin orðið heartland í ensku. Fyrri liðurinn í ensku heart merkir ‛hjarta’ og samsetta orðið ‛kjarni lands eða byggðar, mikilvægt landsvæði’. Íslenska orðið er myndað á sama hátt. Það er enn það ungt í málinu að það finnst ekki í Íslensk...

category-iconHugvísindi

Hvað þýðir 'baðm' í orðinu baðmull?

Orðið baðmull er íslenskun á danska orðinu bomuld frá 19. öld. Eldri íslensk mynd er bómull sem þekkist frá því á 17. öld. Bómull hefur sjálfsagt þótt of dönskuskotið orð og því hefur orðið baðmull verið búið til, sett saman af baðmur ‛tré’ og ull. Baðmull vex á runnum, ekki trjám.Ástæða þess að baðmur var...

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju kallast auli stundum aulabárður? Hvaðan kemur orðið?

Orðið aulabárður er samsett úr auli ‛kjáni, flón; (afkastalítill) vesalingur’ og hugsanlega karlmannsnafninu Bárður. Annað orð sambærilegt er klaufabárður ‛klaufi’. Aulabárður þekktist þegar í lok 18. aldar í þeirri merkingu sem notuð er nú. Líklegast er að einhver saga um Bárð, sem þótti kjáni, liggi ...

category-iconLæknisfræði

Er hægt að smitast tvisvar af COVID-19?

Upprunalega spurningin var: Ef einstaklingur hefur smitast af kórónuveirunni 2019-nCOV. Getur hann fengið hana aftur og aftur eða? Núverandi heimsfaraldur COVID-19 (e. coronavirus disease-2019), vegna veirunnar SARS-CoV-2 (e. severe acute respiratory syndrome coronavirus 2), hefur vakið upp fjölmargar spurn...

category-iconHeimspeki

Oft er sagt að allt sé afstætt, en er svo í raun?

Þegar einhver segir: “Það er alltaf rigning um helgar” skiljum við að viðkomandi meinar í raun og veru að sér finnist oft rigna um helgar en ekki að það rigni allan sólarhringinn um hverja einustu helgi. Á sama hátt má ætla að fullyrðingin “Allt er afstætt” geti þýtt að margt sé afstætt en ekki að bókstaflega allt...

category-iconFélagsvísindi

Hvers vegna hafa Bandaríkjamenn og aðrar þjóðir ekki viðurkennt þjóðarmorð Tyrkja á Armenum á fyrri hluta 20. aldarinnar?

Spurningunni má svara á einfaldan hátt: Öllum er sama um Armena, nema Armenum sjálfum. Og þeir hafa ekki verið nógu áhrifamiklir til að fá ríkisstjórnir veraldar til að viðurkenna fjöldamorðin (þar sem spyrjandi talar um „þjóðir“ á hann áreiðanlega við ríki). Hitler hitti naglann á höfuðið þegar hann sagði: „Hver ...

category-iconBókmenntir og listir

Hverjir hönnuðu nótnaskrift upphaflega og hvernig hefur hún breyst síðan?

Vitað er að Forn-Grikkir skráðu nótnaheiti með bókstöfum og almennt er talið að innan kirkjunnar hafi fyrstu tilraunir til að skrásetja tónlist hafist á 6. öld. Margs konar tilraunastarfsemi átti sér stað áður en það kerfi sem þekkist í dag mótaðist, en grunnurinn að því kom fram innan kirkjunnar á 9. öld. Ekki...

Fleiri niðurstöður