Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 2436 svör fundust

category-iconLandafræði

Eru fleiri kindur en mannfólk í heiminum?

Hér er einnig svarað spurningunni:Hæ hæ, ég heyrði eitt sinn að fjöldi kinda væri mun meiri en fjöldi manna hér á Íslandi. Vitið þið nákvæmar tölur? Samkvæmt upplýsingum frá Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO) var áætlað að árið 2016 hafi sauðfé í heiminum talið rúmlega 1,17 milljarða. Á sam...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Liggja bæði karl- og kvenfugl svartþrastarins á eggjum?

Svartþröstur (Turdus merula) er nýlegur landnemi á Íslandi en fyrsta staðfesta varp hans hér á landi var árið 1969. Til að byrja með var varpið nokkuð óreglulegt en um 1991 voru svartþrestir farnir að verpa reglulega á höfuðborgarsvæðinu. Stór hópur kom hingað vorið 2000 og eftir það tók varpstofninn að eflast og ...

category-iconBókmenntir og listir

Hver var fyrsta íslenska skáldkonan og hvað orti hún?

Steinunn Finnsdóttir er fyrsta nafngreinda konan í íslenskri bókmenntasögu sem mikið liggur eftir af kveðskap. Lengsta samtímaheimild sem til er um hana er stuttur vitnisburður sem Brynjólfur Sveinsson gaf henni árið 1662. Eftir fimm ára dvöl í biskupsgarði fær hún þann vitnisburð að hafa „meinlausliga og lastalau...

category-iconJarðvísindi

Hvað eru blakkahraun?

Blakkahraun eru ein helsta byggingareining eldkeila og hafa yfirleitt andesít-samsetningu, þótt dæmi séu um slík hraun úr dasíti.[1] Þau einkennast af karga sem er brotinn upp í blokkir og svipar til apalhrauna í uppbyggingu og formi, þótt þau séu almennt þykkri og styttri. Myndunarferlin eru líka svipuð, og blakk...

category-iconMálvísindi: íslensk

Tengdamóðir mín sagði: "Það er helvítis garður í honum," hvað á hún við?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Tengdamóðir mín sagði um sjóinn við Sæbrautina þegar við keyrðum þar framhjá í dag, "Það er helvítis garður í honum." Ég finn hvergi neitt á netinu um þetta. Sjórinn var með mikið af hvítum öldutoppum. Tengdamóðir mín, fædd 1925, bjó öll sín ár í Álftafirði við Dj...

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju er sagt það „styttir upp“ þegar hættir að rigna?

Öll spurningin hljóðaði svona: Af hverju er sagt það „styttir upp“ þegar hættir að rigna og hvaðan kemur orðasambandið? Sögnin að stytta merkir ‘að gera eitthvað styttra’ eins og stytta flík. Þegar konur gengu daglega í síðum pilsum og þurftu að fara til dæmis yfir blautt gras eða þýft landslag styttu þær s...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hver er rökstuðningur þeirra sem segja að örbylgjuofn sé mjög skaðlegur?

Ekki hefur tekist að sýna fram á í rannsóknum að matur sem eldaður er í örbylgjuofni sé óhollari en matur sem eldaður er á hefðbundin hátt. Það er meira að segja svo að matur sem eldaður er i örbylgjuofni heldur almennt eftir fleiri næringarefnum en matur sem eldaður er á hefðbundin hátt. Líklega er þessi hræðs...

category-iconUmhverfismál

Hvernig myndast ósonlagið og er talið að það muni einhvern tímann eyðast?

Ósonlagið og myndun þess Óson er sameind gerð úr þremur súrefnisfrumeindum (O3) og myndast í andrúmsloftinu við samruna súrefnisfrumeinda (O) og súrefnissameinda (O2). Við yfirborð jarðar er gnægð súrefnissameinda (O2) en mjög lítið af súrefnisfrumeindum (O). Því myndast lítið af ósoni með þessum hætti niðri vi...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Af hverju byggjast tölvur upp á 1 og 0?

Aðalástæðan fyrir því að tölvur byggjast upp á tvíundakerfinu er tæknileg. Í mjög einfölduðu máli er það vegna þess að auðvelt er að greina á milli þess hvort það sé straumur í straumrásum tölvunnar (táknað 1) eða enginn straumur (táknað 0). Ef framleiða ætti tölvu sem ynni jafneðlilega í tugakerfinu þyrfti að gre...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvers vegna fær fólk hrukkur?

Húð okkar er gerð úr þremur lögum. Ysta lagið, það sem við horfum á, nefnist húðþekja (e. epidermis), þar fyrir innan er leðurhúðin (e. dermis) og innsta lagið nefnist undirhúð (e. subcutaneous layer). Öll vinna þessi lög saman að því að halda húð okkur í góðu ástandi. Eins og lesa má um í svari Stefáns B. S...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvað getið þið sagt mér um fornbakteríur?

Fornbakteríur (archaea) eru að öllum líkindum elsti hópur lífvera á jörðinni og nokkuð víst að þær hafi komið fram fyrir að minnsta kosti 3,5 milljörðum ára. Sennilega hafa eiginlegar bakteríur (eubacteria) þróast einhvern tímann í fyrndinni út frá fornbakteríum. Fornbakteríur eru dreifkjörnungar líkt og eigin...

category-iconStjarnvísindi: almennt

Hvað heitir stjörnumerkið sem er eins og W í laginu?

Stjörnumerkið sem minnir á gleitt "W" eða "M" á himninum heitir Kassíópeia. Í grískri goðafræði var Kassíópeia kona Sefeusar og móðir Andrómedu. Kassíópeia þótti falleg og montin og hafði lofað dóttur sinni að hún fengi að giftast Perseusi en fékk bakþanka. Hún sannfærði Agenor, son Póseidons, um að trufla brúðkau...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað gerist í líkamanum við áreynslu?

Við líkamlega áreynslu verða töluverðar breytingar á allri líkamsstarfsemi. Þessar breytingar miða meðal annars að því að búa líkamann undir aukna notkun beinagrindarvöðva á súrefni og orkuefnum og losa þá við koltvísýring (CO2), önnur úrgangsefni og varma. Öndun eykst verulega við áreynslu, úr 5-7 lítrum á mín...

category-iconLæknisfræði

Hvers vegna er snákur notaður sem tákn læknisfræðinnar?

Það er rétt hjá spyrjanda að snákur eða slanga er einkennistákn læknisfræðinnar. Oft er slangan sýnd hringa sig utan um staf. Stafurinn tilheyrir Asklepíosi sem var grískur guð læknislistarinnar. Hann var sonur Apollons. Asklepíos kemur fyrir í Ilíonskviðu Hómers en þar er hann ekki talinn af guðakyni. Nokkrar ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað veldur jarðskjálftum?

Ysta lag jarðarinnar, jarðskorpan, er samsett úr mörgum flekum sem hreyfast hver miðað við annan. Flekarnir ýmist nuddast saman á hliðunum, eins og til dæmis á Suðurlands- og Tjörnesbrotabeltunum, ýtast hvor frá öðrum, þannig að ný skorpa myndast, samanber gosbeltin, eða þrýstast hver undir annan þannig að gömul s...

Fleiri niðurstöður