Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 2648 svör fundust
Hvað er starfsstjórn og hvaða reglur gilda um hana?
Starfsstjórn er ríkisstjórn sem starfar áfram að beiðni forseta Íslands eftir að forsætisráðherra hefur beðist lausnar fyrir hennar hönd. Á Íslandi gildir svokölluð þingræðisregla. Það þýðir að meirihluti þingmanna getur á hverjum tíma vikið ríkistjórninni frá völdum með því að lýsa yfir vantrausti sínu á hana....
Hvaðan koma íslensk heiti yfir keilusnið, eins og breiðbogi og fleygbogi?
Stutta svarið við spurningunni er að íslensk heiti yfir keilusnið koma úr þýðingu Jónasar Hallgrímssonar á stjörnufræðibók eftir danska stjörnu- og stærðfræðinginn Georg Frederik Ursin (1797-1849). Lengra svar Ferlar eins og hringur, sporbaugur, fleygbogi og breiðbogi, hafa verið viðföng stærðfræðinga frá fo...
Hvaða áhrif hafði Thomas Malthus á hagfræðina?
Bókin sem gerði Thomas Malthus (1766-1834) frægan heitir Ritgerð um lögmál sem stýra mannfjölda (An Essay on the Principle of Population).1 Hún spratt af spjalli hans við föður sinn Daniel Malthus (1730-1800) um bók Williams Godwins (1756-1836),2 Rannsókn á pólitísku réttlæti (Enquiry Concerning Political Justice...
Hvað er apabóla?
Apabóla er sjaldgæfur smitsjúkdómur sem er landlægur í nokkrum löndum mið- og vesturhluta Afríku. Flest tilfelli á síðustu áratugum hafa greinst í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó (e. Democratic Republic of the Congo, DRC) og Nígeríu. Sjúkdómurinn er vegna veirusýkingar en orsakaveiran kallast apabóluveira (e. monkeypo...
Hvort er hagstæðara að taka húsnæðislán í erlendri eða íslenskri mynt?
Helsti kosturinn við húsnæðislán í erlendri mynt er að hægt er að fá talsvert lægri vexti en af lánum í krónum. Helsti ókosturinn er hins vegar gengisáhætta. Ef gengi krónunnar veikist þá hækka greiðslur af erlendum lánum í íslenskum krónum. Styrkist gengi krónunnar minnka hins vegar greiðslur af erlendu lánunum....
Hver gaf tölunum upprunalega nafn á íslensku? Hvaðan koma nöfnin á þeim?
Upprunalega spurningin hljóðaði svo:Hver er það sem gefur tölustöfum nafn á íslensku? Nú geri ég ráð fyrir því að að ekki öllum tölum hafi verið gefið nafn og því væri gaman að geta nefnt sína eigin tölu og fengið það skráð! Elstu heimildir um ritað mál á Íslandi eru frá 12. öld, um 300 árum eftir landnámið. Þæ...
Hver skrifaði fyrstu biblíuna í kristinni trú?
Þessari spurningu er vart hægt að svara þar sem ekki er hægt að tala um fyrstu, aðra eða þriðju Biblíu. Ef við hins vegar spyrjum „Hver skrifaði Biblíuna“, þá má svara því á þann veg að ekki er um einn höfund að ræða heldur eru hin mörgu og mismunandi rit Biblíunnar rituð af fjölmörgum höfundum sem flestir eru óþe...
Hvaða dýr er mestri útrýmingarhættu af öllum dýrum?
Margar dýrategundir standa mjög höllum fæti og geta í fyrirsjáanlegri framtíð horfið af yfirborði jarðar, eða að minnsta kosti úr villtri náttúru. Það er hins vegar afar erfitt að ætla að tilgreina hvaða dýr er í mestri hættu af öllum þeim dýrategundum sem eiga á hættu að deyja út. Á Vísindavefnum er þegar að finn...
Hvað eru margar tegundir villtra spendýra á Íslandi og hvað heita þær?
Hér er einnig að finna svar við spurningu Harðar Guðjónssonar Hvert er sjaldgæfasta spendýr Íslands? Tófa (Alopex lagopus). Alls eru sex tegundir villtra landspendýra á Íslandi auk þess sem tvær tegundir sela kæpa meðfram ströndum landsins. Tegundirnar eru:Tófa (Alopex lagopus) Minkur (Mustela vison) Hr...
Hvert er lengsta leikrit í heimi?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Hvað heitir lengsta leikrit í heimi, hver skrifaði það og hvað er það langt?Uppfærslur á leikritinu The Warp eftir Neil Oram er iðulega taldar vera lengstu leiksýningarnar. Þær hafa tekið allt frá 18 tímum og upp í 29 klukkustundir í flutningi. Frumuppfærsla breska leiks...
Af hverju eru afbrot kvenna sjaldgæfari en afbrot karla?
Ef opinberar afbrotafræðiskýrslur eru skoðaðar kemur í ljós að konur fremja að jafnaði ekki nema um 10-20% af öllum afbrotum, en hlutfallið er reyndar svolítið breytilegt eftir brotaflokkum. Hvers vegna er tíðnin lægri? Margar kenningar hafa verið settar fram til að skýra hvers vegna konur fremja síður glæpi en ka...
Hvaðan kemur orðið TAXI fyrir leigubíla?
Orðið taxi, í merkingunni leigubíll, kom fyrst fram í ensku í samsetta orðinu taxicab. Þetta var á þeim árum þegar bíllinn var að taka við af hestinum og forskeytið taxi-forskeytið hafði tengst leiguakstri þegar Þjóðverjinn Wilhelm Bruhn fann upp gjaldmælinn árið 1891 og kallaði hann taximeter. Bruhn setti hugtaki...
Eru endurvinnslustöðvar fyrir pappír umhverfismengandi?
Endurvinnslustöðvar fyrir pappír eru jafn mismunandi eins og þær eru margar. Í hinum vestræna heimi eru í gildi strangar reglur sem kveða á um meðhöndlun mengandi efna og ber pappírsframleiðendum, eins og öðrum, að fara þeim. Hér á landi er enginn pappírsiðnaður og því sendir til dæmis SORPA dagblöð, tímarit og sk...
Af hverju fær maður kökk í hálsinn þegar maður grætur?
Gráti fylgir oft tilfinningalegu uppnámi eins og sorg, reiði, hræðslu eða sársauka. Þessar og reyndar fleiri tilfinningar koma af stað ferli í líkama okkar sem kallast "flótta- eða árásarviðbragð" (fight or flight response). Þá verða ýmsar breytingar á starfsemi líkamans sem allar miða að því að koma honum í viðbr...
Hvernig get ég lært taugavísindi og orðið taugavísindamaður á Íslandi?
Í háskólum á Íslandi er sem stendur engin sérstök taugavísindadeild. Vilji menn stunda framhaldsnám í greininni verða þeir að gera það utan Íslands. Sem betur fer eru taugavísindi mjög þverfagleg og taugavísindamenn hafa gjarnan bakgrunn í öðrum greinum. Taugavísindum má gróflega skipta í tvennt eftir aðferðafr...