Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust
Af hverju höldum við jólin í desember ef sagt er að Jesús hafi fæðst í júlí?
Ekki er vitað hvenær Jesús fæddist en þó er ljóst að það var ekki 25. desember. Jól voru haldin hátíðleg í Róm til forna (Saturnalia-hátíðin) og tengd heiðnum sólarguði, það er að segja að menn héldu upp á að daginn fór að lengja á ný. Dagana 17.-23. desember gáfu Rómverjar hver öðrum gjafir. Heiðnir norrænir ...
Er talan núll talin til sléttra talna?
Er talan núll talin til sléttra talna? Já. Slétt tala er tala sem er tvisvar sinnum einhver heil tala. Núll er tvisvar sinnum heila talan núll. Heilar tölur eru tölurnar ..., -3, -2, -1, 0, 1, 2, 3, 4, ... Í þessu felst að sléttar tölur hafa þá sérstöðu að þeim má skipta í tvo jafna hluta sem eru hei...
Hver fann upp blýantinn?
Árið 1565 lýsti þýsk-svissneski náttúrufræðingurinn Conrad Gesner fyrstur manna skriffæri þar sem grafíti var komið fyrir í tréhólki. Grafít var þá talið vera ein tegund blýs og mun það vera ástæða þess að blýanturinn er enn kenndur við þann málm og við tölum um "blýið" í blýantinum. Gesner varð fyrstur til að lýs...
Hvaða frumulíffæri eru í lifrarfrumu og hvernig starfa þau?
Flestar frumur líkamans hafa að miklu leyti sömu frumulíffæri en fjöldi þeirra og umfang er mismunandi og háð starfsemi og sérhæfingu frumunnar. Lifrin er helsta efnaverksmiðja líkamans og frumulíffærin í lifrarfrumum endurspeglar þessa starfsemi. Kjarninn er stór og hnöttóttur með laust pökkuðu litni og áberan...
Hvers vegna verður maður eins og sveskja á puttum og tám eftir heitt bað?
Náttúruleg olía sem kallast sebum þekur húð okkar. Olían er framleidd í fitukirtlum sem liggja nálægt hársekkjunum. Sebumolían verndar húðina, gefur henni raka og gerir hana vatnshelda ef svo má að orði komast. Ef við erum lengi í heitu eða köldu baði skolast sebumolían af. Þá er yfirborð húðarinnar ekki lengu...
Er betra fyrir tannheilsuna að neyta sykurskertra gosdrykkja í stað sykraða, þá í sambandi við tannátu?
Tannáta er það sama og tannskemmd. Tennur skemmast vegna þess að bakteríur í munni gerja sykurinn í matvælum sem við neytum og mynda sýru sem brýtur tönnina niður. Sykurlausir drykkir eru því betri fyrir tennurnar með tilliti til tannskemmda. Hins vegar er annar tannsjúkdómur sem er að ryðja sér til rúms og ne...
Hvenær verður næsti sólmyrkvi? Hvenær sést hann næst frá Íslandi?
Samkvæmt vefsetri NASA um sólmyrkva verður næsti sólmyrkvi sunnudaginn 23. nóvember 2003 og hann er almyrkvi. Hann verður sýnilegur á hluta af suðurhveli jarðar. Almyrkvinn mun fyrst sjást á Indlandshafi en hann færist síðan yfir Suðurskautslandið, Ástralíu, Nýja-Sjáland og syðsta hluta Argentínu og Chile. Hér s...
Hvers vegna er bókstafurinn F fyrir framan tölustafina 1-12 efst á lyklaborðinu?
Stafurinn F fyrir framan tölustafina stendur fyrir enska orðið 'function' sem í þessu sambandi mætti þýða sem aðgerð og takkana þá aðgerðahnappa. Lyklaborðið sem þetta svar er skrifað með, aðgerðahnappar í rauðum kassa Nafnið er tilkomið vegna þess hlutverks takkanna að veita notendum aðgang að séraðgerðum í...
Hverjir eru tartarar og hvar eru þeir núna?
Tatarar, einnig kallaðir tartarar, eru hópur fólks sem talar tungumál af tyrkneska málastofninum, en til þessa stofns má telja um 30 tungumál. Á síðari hluta 20. aldar voru tatarar yfir 10 milljónir. Þeir búa flestir í Austur-Evrópu og Mið-Asíu, þar á meðal í Rússlandi, Úkraínu, Póllandi, Búlgaríu, Kína, Rúmeníu o...
Hvað er þetta 'kas' þegar konur eru kasólettar?
Forliðurinn kas- er notaður í fáeinum orðum samkvæmt ritmálsskrá Orðabókar Háskólans. Þessi orð eru kasbomm, kasheitur, kashlaðinn og kasmekktur, auk kasóléttur. Kasbomm er notað í sömu merkingu og kasóléttur, það er um konu sem komin er langt á leið, en bomm er í óformlegu tali notað um barnshafandi konu. K...
Af hverju heitir fjallið Hekla kvenkynsnafni?
Spurningin í heild hljóðar svona:Hvað þýðir nafnið Hekla (fjallið)? Er til útskýring á því hvers vegna fjöll hafa kvenkyns nöfn svo sem Katla, Esja og svo framvegis? Nafnið Hekla hefur oft verið talið merkja ‚kápa með hettu‘ en einnig ‚kambur til að kemba hör eða lín‘. Á þeim tíma sem fjallið fékk nafnið hefur þa...
Hvernig líta hrefnur út?
Hrefnan (Balaenoptera acutorostrata) er ein sex hvalategunda sem tilheyra ætt reyðarhvala (Balaenopteridae), en reyðarhvalir eru í undirættbálki skíðishvala (Mysticeti). Útliti hrefnunnar er kannski best lýst með mynd. Hrefnan er svipuð öðrum reyðarhvölum að vexti. Litur hennar er yfirleitt svartur eða dökkgr...
Hvor er stærri, írski úlfhundurinn eða stórdani?
Bæði þessar hundakyn eru mjög hávaxin og líklega þau hávöxnustu sem þekkjast. Samkvæmt stöðlum Bandaríska hundaræktarsambandsins (American Kennel Club) er æskileg hæð yfir herðakamb á stórdanahundum um 81 cm og á tíkum 76 cm. Þyngd hundanna er um 80-85 kg. Hér sést írskur úlfhundur til vinstri og stórdani til h...
Af hverju hafa apar kynfæri?
Eitt af einkennum allra lífvera er að þær geta af sér afkvæmi og kallast það æxlun. Í lífríkinu eru tveir meginflokkar æxlunar, annars vegar kynæxlun og hins vegar kynlaus æxlun eins og fjallað er um í svari Jóns Más Halldórssonar við spurningunni Hver er munurinn á kynæxlun og kynlausri æxlun? Þar kemur...
Hvað merkir Gr á Alt Gr-hnappinum á lyklaborðinu?
Hnappurinn Alt Gr sem er hægra megin við bilstöngina (e. space bar) á flestum PC-lyklaborðum, er notaður til að fá fram ýmis sértákn. Á lyklaborðum sem eru stillt til að skrifa íslensku er til dæmis hægt að skrifa táknið @ með því að halda niðri Alt Gr og ýta á lykilinn Q. Skammstöfunin Alt stendur fyrir 'alter...