Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 5924 svör fundust
Er vitað hvar aldingarðurinn Eden var?
Þessari spurningu má svara á margan hátt eftir því hvað spyrjandi og lesendur hafa í huga, meðal annars hvort eða hvernig þeir trúa á Biblíuna eða fyrstu Mósebók þar sem sagt er frá Eden. Þannig er til dæmis ljóst að sá sem trúir alls ekki á Biblíuna telur spurninguna óþarfa og hið sama gildir líklega einnig um ma...
Geta vísindin spáð eldgosum?
Reynsla hér á landi og erlendis sýnir að í mörgum tilfellum má segja til um eldgos. Oft er talsverður aðdragandi að gosum. Fyrirboðar eldgosa geta verið margvíslegir og mikilvægt er að leggja mat á sem flesta þeirra. Algengustu fyrirboðarnir eru aukin jarðskjálftavirkni, landris á eldfjöllum, aukin jarðhitavirkni ...
Ef hvítt tígrisdýr og venjulegt tígrisdýr eignast afkvæmi, hvernig verður það á litinn?
Hvít tígrisdýr eru þekkt á fáeinum stöðum á Norður-Indlandi en hafa orðið vinsæl í dýragörðum sökum þess hversu fágæt þau eru. Orsökin fyrir hvíta litnum er stökkbreyting í geni einu sem ákvarðar grunnlit feldar dýranna. Genið sem ræður hvíta litum er víkjandi og því þarf tígrisdýrahvolpur að fá gen fyrir hví...
Hvað er flugvél lengi að fljúga kringum jörðina?
Þann 14. desember árið 1986 tókst flugvélin Voyager á loft í Kaliforníu í Bandaríkjunum í þeim tilgangi að fljúga umhverfis jörðina án millilendingar og án þess að taka eldsneyti á flugi. Voyager var sérsmíðuð fyrir þetta verkefni, drifin áfram af tveimur skrúfuhreyflum og höfð eins létt og mögulegt var. Í áhöfnin...
Hvað er tremmi, eins og í 'tremma mörg stig'?
Tremmi er vel þekkt slanguryrði sem í þriðju útgáfu Íslenskrar orðabókar er þýtt sem 'brennivínsæði'. Í læknisfræði er brennivínsæði íslenskun á fræðiheitinu 'Delirium tremens' sem er notað um hættuleg fráhvarfseinkenni eftir langvarandi áfengisneyslu, svo sem mikinn skjálfta og ofskynjanir. Hægt er að lesa meira ...
Voru í rauninni horn á hjálmum víkinga?
Svarið er nei, það virðist ekki vera neitt nema gróusaga að víkingar hafi notað hyrnda hjálma, enda væru hornin einungis til þess fallin að þvælast fyrir í bardaga. Sumir víkingar báru ekki neina hjálma. Aðrir notuðu líklega hjálma eða hettur úr leðri til að verjast höggum. Höfðingjar gátu svo leyft sér að láta sm...
Hvað er siðferði? Og hvað er siðfræði?
Siðferði er fólgið í þeim reglum (í víðum skilningi orðsins) er varða lifnaðarhætti okkar, breytni og samskipti við annað fólk, dýr og jafnvel umhverfið líka – með öðrum orðum þeim kröfum sem gerðar eru til okkar um hegðun og breytni – einkum að svo miklu leyti sem þessu verður lýst sem góðu eða slæmu, réttu eða r...
Hvað er síðnýlendustefna?
Síðnýlendustefna er ýmist þýðing á neo-colonialism eða post-colonialism. Bæði hugtökin skírskota til afleiðinga af nýlendustefnu (e. colonialism) 18.-20. aldar í þriðja heiminum og á Vesturlöndum. Kenningar um neo-colonialism byggja einkum á marxískum hugmyndum um samband fyrrum nýlendna og nýlenduherra. Þótt nýle...
Hvernig stendur á því að vifta kælir í stað þess að loftið ætti að hitna við hreyfinguna?
Upphafleg spurning var sem hér segir:Viftan kemur lofti á hreyfingu. Aukin hreyfiorka veldur oftast hita. Hvernig stendur á því að vifta kælir?Ef vifta er í gangi inni í lokuðu rými kólnar loftið í rýminu ekki heldur hitnar smám saman. Í því felst lykillinn að þessari slungnu spurningu. Viftan kælir fleti sem eru ...
Af hverju roðnum við þegar eitthvað vandræðalegt gerist?
Roði í kinnum, til dæmis þegar við blygðumst okkar eða erum feimin, kemur fram við svonefnt flótta- eða árásarviðbragð (e. flight-or-fight response). Við verðum líka rjóð í vöngum þegar við reynum á okkur og eins fáum við stundum roða í kinnarnar eftir fullnægingu og þá má nefna roðann kynroða eins og fram kemur í...
Hvað er Harðskafi?
Nýjasta bók Arnaldar Indriðasonar ber þetta nafn og sagt er í fréttum af útkomu hennar að hún heiti eftir fjalli fyrir austan. Örnefnið er að minnsta kosti til á fimm stöðum sem hér skulu nefndir: Fjall upp af Eskifirði (Múlasýslur, bls. 370; Eskja I, bls. 74; Árbók 2005:42, 119). Bratt og hátt hamrafjall með...
Hvernig ferðast ljósið?
Ljósið hegðar sér ýmist sem agnir eða bylgjur eftir aðstæðum. Þegar það birtist sem agnir ferðast það á afar einfaldan hátt eftir beinum línum. Þegar það kemur fram sem bylgjur er hegðun þess að flestu leyti hliðstæð öðrum bylgjum sem við þekkjum, svo sem bylgjum á vatni, bylgjum í streng, hljóðbylgjum í lofti eða...
Hverjir eru maóríar og hver er uppruni þeirra?
Maóríar eru frumbyggjar Nýja-Sjálands. Forfeður þeirra sigldu þangað frá Austur-Pólýnesíu, það er Tahítí, Samóaeyjum og Tonga, seint á 13. öld, eða um 1280. Rannsóknir á þróun tungumála og DNA-rannsóknir sýna fram á uppruna þeirra, en núverandi tungumál þeirra svipar mjög til tungumálsins sem er talað á þeim slóðu...
Hvað þarf él að standa lengi til að það sé orðið að snjókomu?
Tími sá sem úrkoman stendur skiptir minna máli í aðgreiningu élja og snjókomu heldur en það hvernig hún myndast, það er hver myndunarhátturinn er. Í veðurathugunum er greint á milli élja og snjókomu eftir ákveðnum reglum, þær sömu og notaðar eru til að greina á milli rigningar og skúra. Í veðurspám er aðgreini...
Hvaða hlutverki gegnir mænan í okkur og hvernig starfar hún?
Mænan er langur, mjór strengur úr taugavef og stoðfrumum sem liggur frá heilanum, nánar tiltekið mænukylfu, niður eftir bakinu að lendaliðum þar sem hún greinist í knippi sem kallast mænutagl. Saman mynda mænan og heilinn miðtaugakerfi líkamans. Mænan liggur í gegnum hrygginn, sem verndar hana fyrir hnjaski. Hún e...