Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust
Erfist sjón frá foreldrum til barna?
Hér er einnig svarað spurningunum: Er nærsýni ættgeng? Hvað annað en erfðir valda því að fólk verður nærsýnt? Eins og aðrir meðfæddir eiginleikar erfist sjón frá foreldrum til barna. Hún er ekki áunninn eiginleiki, þótt hana megi þjálfa að einhverju marki, og hún þroskast að sjálfsögðu frá því sem hún er við fæð...
Hvað þarf að vera í sögu til þess að hún sé talin til Íslendingasagna?
Sögur þær sem Íslendingar rituðu á 13. og 14. öld, og fjalla um íslenska menn og málefni svonefndrar sögualdar (um 930–1030), hafa verið nefndar Íslendingasögur. Hátt í 40 sögur falla undir þessa skilgreiningu, og eiga þær – auk þess ofangreinda – ýmis sameiginleg einkenni. Talsverður tími leið frá því að atbu...
Hver var Alois Alzheimer og hvert var framlag hans til læknisfræðinnar?
Sjúkdómsheitið „Alzheimers-sjúkdómur“ er væntanlega öllum kunnugt og flestir vita sennilega að sjúkdómurinn leggst á heilann og veldur því að minni og önnur vitræn geta skerðist. Sjúkdómurinn fékk nafn sitt af þýska lækninum Alois Alzheimer sem fyrstur lýsti honum í ritgerð árið 1907 en það var þó ekki hann sjálfu...
Hvernig varð Þingvallavatn til?
Þingvallavatn fyllir suðurenda Þingvalla-lægðarinnar svonefndu, sem er sigdalur milli Hengils í suðri og Skjaldbreiðar í norðri. Sigdalur þessi er afleiðing af landsigi vegna gliðnunar jarðskorpunnar milli Norður-Ameríku- og Evrasíuflekanna, enda er oft litið á Þingvallalægðina sem mörk flekanna tveggja, N-Amerík...
Er þjóðkirkjuskipanin í andstöðu við lög og hugsjón um algert og algilt trúfrelsi?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hvers vegna er enn þjóðkirkja á Íslandi, (að því er virðist) í andstöðu við bæði lög og hugsjón um algert og algilt trúfrelsi? (Svar við fyrri hluta spurningarinnar er að finna hér.) Kveðið er á um trúfrelsi í 63. og 64. gr. í Stjórnarskrá lýðveldisins og eru þær að me...
Er þróunarkenningin bara kenning eða er hún staðreynd?
Hér er einnig að finna svar við spurningunum:Er þróunarkenningin ennþá kenning, eða á eftir að sanna einhvern hluta hennar?Hvernig er hægt að sanna að þróunarkenning Darwins sé rétt?Telst þróunarkenningin nægilega sönnuð til þess að vera talin staðreynd, eða eins nálægt sannleikanum og við komumst?Athugasemd ritst...
Hvers vegna eru jólin ekki haldin á sama tíma alls staðar?
Upprunaleg spurning var á þessa leið: Hvers vegna eru jólin ekki haldin á sama tíma alls staðar? Til dæmis annars vegar hjá kaþólikkum, kalvínistum og evangelísk-lúterskum og hins vegar hjá rétttrúnaðarmönnum? Hér er einnig svarað spurningu Önnu Ásgeirsdóttur: Af hverju er haldið upp á afmæli Jesú um jól...
Hver er munurinn á Rússlandi og Hvíta-Rússlandi?
Rússland er langstærsta land heims, um 17.098.000 km2 eða nær tvöfalt stærra en Kanada sem kemur þar á eftir. Landið er þó aðeins í áttunda sæti yfir fjölmennustu ríki heims með rúmlega 143 milljónir íbúa. Stærsti hluti Rússlands tilheyrir Norður-Asíu en svæðið vestan Úralfjalla tilheyrir Evrópu eins og lesa má um...
Er rökrétt að fullyrða að landnámsmenn á Íslandi hafi verið víkingar?
Upprunalega, þegar Norðmenn og Íslendingar fóru að nota ritmál, var orðið víkingur notað um norræna karlmenn sem fóru í ránsferðir á skipum. Í sögu Egils Skallagrímssonar segir frá því að sex ára gamall drap hann tíu eða ellefu ára gamlan strák. Móðir Egils brást þannig við að hún „kvað Egil vera víkingsefni ok kv...
Geta skráðar siðareglur skapað traust?
Spurningar um traust koma reglulega upp þegar málefni samfélagsins eru rædd. Nýlega hafa til dæmis birst kannanir sem varpa ljósi á þverrandi traust til mikilvægra stofnana í samfélaginu, ásakanir um afglapahátt í viðskiptalífinu hafa dregið hugtakið fram og stjórnmálamenn hafa verið ásakaðir um að bregðast traust...
Hvaða áhrif hafði Pýþagóras og kenningar hans á heimsmyndina?
Stærðfræðingurinn Pýþagóras (um 572-497 f.Kr.) fæddist á grísku eyjunni Samos. Þegar hann var fertugur fluttist hann til grísku nýlenduborgarinnar Krótón, sunnarlega á Ítalíu. Þar kom hann sér upp hópi lærisveina sem mynduðu einhvers konar sértrúarsöfnuð og skóla. Þeir voru seinna nefndir Pýþagóringar. Margt er...
Hverjar voru meginuppsprettur þekkingar um kristna trú á fyrstu öldum kristni á Íslandi?
Í heild hljóðaði spurningin svona:Hverjar voru meginuppsprettur þekkingar um kristna trú á fyrstu öldum kristni á Íslandi? Þ.e.a.s. hvernig lærði fólk um inntak trúarbragðanna? Hver kenndi þeim það? Á grundvelli hvaða rita? Á hvaða tungumáli? Og hver kenndi „kennurunum“? Gyðingdómur, kristni og íslam eiga samme...
Er hert jurtaolía jafnslæm fyrir æðakerfið og harðar dýrafitur?
Erfitt er að segja til um hvort ein tegund af fitu sé verri fyrir líkamann en önnur. Hert jurtaolía líkist að mörgu leyti dýrafitu sem kallast mettuð fita. Sérfræðingar hafa lengi vitað að mettaðar fitur geta haft skaðleg áhrif á æðakerfið en nú hefur komið í ljós að hættuleg fituefni geta einnig myndast þegar jur...
Hver var fyrsti drekafræðingur í heiminum?
Eins og við höfum áður fjallað um á Vísindavefnum þá eru drekar eins og við þekkjum þá úr þjóðsögum, ævintýrum og goðsögum, ekki til í raunveruleikanum. Um þetta er hægt að lesa í svari við spurningunni Eru drekar til? Vísindagrein sem fjallar um dreka sem veruleika er þess vegna ekki til, en auðvitað geta vísi...
Hvað heitir kvenkyns hákarl? Er það hámeri?
Orðið hámeri er vissulega í kvenkyni en það er þó alls ekki heiti yfir kvendýr hákarla heldur nafn á sérstakri tegund háfiska (Pleurotremata). Hámeri á því bæði við um kven- og karldýr tegundarinnar, rétt eins og orðið hákarl er notað bæði fyrir kven- og karldýr hákarla. Háfiskar (eins og hámeri, hákarlar og háfar...