Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 231 svör fundust
Hvort skal nota -ín eða -íum í endingum á heitum frumefna?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svo:hafnín -s, hafníum -s HK eðlis/efnafr. Er rétt að nota þessi íslenskuðu form á heitum efna en ekki -íum-formin? Eða ber að nota hvort tveggja, til dæmis við samningu orðabóka? Orðanefnd Eðlisfræðifélagsins tók þá ákvörðun á sínum tíma að hafa -ín-myndirnar í sinni orðaskrá:...
Er páskavikan vikan fyrir eða eftir páskadag?
Vikan sem byrjar með pálmasunnudegi og lýkur laugardaginn fyrir páska er oft nefnd páskavika. Svo hefur þó ekki alltaf verið og hefur menn stundum greint á um það. Í fornu máli virðist svo sem páskavika byrji með páskadegi og sé vikan eftir páska. Þetta skýrist með því að vikan er talin hefjast með sunnudegi og pá...
Af hverju var Surtsey friðlýst?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona:Surtsey er mikil náttúruperla. Af hverju er nauðsynlegt að vernda eyna gegn ágangi manns? Surtsey myndaðist í eldgosi sem hófst á sjávarbotni 1963 og stóð yfir með hléum til 1967. Á þeim tíma byggðist eyjan upp en jafnframt mynduðust þrjár smærri eyjar, Surtla, Syrtlingur o...
Hvar er hafsauga og hvað er átt við með orðinu?
Orðið hafsauga merkir samkvæmt Íslenskri orðabók (2002:518) ‘staður langt úti í hafi, ysta hafsbrún’. Í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans eru fáeinar heimildir og er hin elsta þeirra frá 1749. Hún er úr bréfi Eggerts Ólafssonar, náttúrufræðings og skálds, „til N.N. á Íslandi, um safn til ritgjörðar um eldfjöll á Ís...
Hvert var helsta hlutverk Heimdalls í norrænu goðafræðinni? Hvað gerði hann í ragnarökum?
Guðinn Heimdallur kemur fyrir í flestum þeim rituðu heimildum sem til eru um norræna goðafræði, stundum er einungis minnst á hann en á öðrum stöðum er honum lýst í lengra máli. Helstu heimildir okkar um Heimdall og hlutverk hans eru Snorra-Edda og eddukvæðin Grímnismál, Hyndluljóð, Lokasenna, Þrymskviða, Rígsþula ...
Hvers konar rit er Heimskringla?
Heimskringla er konungasaga en meira er fjallað um þær í svörum eftir sama höfund við spurningunum Hvers vegna tóku Íslendingar upp á því að skrifa konungasögur og um hvað fjalla helstu sögurnar? og Hvers konar konungasaga er Fagurskinna? og er lesendum bent á að kynna sér þau svör einnig. Í kjölfar Morkinskinn...
Hvernig verka skilningarvitin fimm (sjón, heyrn, snerting, bragð og lykt)?
Skynjun er gífurlega flókið og viðamikið ferli, svo flókið að ómögulegt er að gera grein fyrir því öllu í litlu svari sem þessu. Hér verður því aðallega fyrsta skrefinu, það er hvernig skynfærin taka við umhverfisáreitum, lýst í stuttu máli. Sjónskyn Flestir geta verið sammála um að sjónskynið sé mikilvægast...
Hver er uppruni atviksorðsins alveg?
Atviksorðið alveg er meðal algengustu orða í íslensku, í Íslenskri orðtíðnibók (1991) er það til að mynda talið meðal 200 algengustu orðmynda málsins. Notkun þess og merking er nokkuð fjölbreytt eins og títt er um atviksorð en helstu afbrigðin eru þessi (dæmin eru sótt í nýleg dagblöð og vefsíður): 1. Notað með...
Hver drap Snorra Sturluson?
Snorri Sturluson fæddist í Hvammi í Dölum árið 1178 og var veginn í Reykholti árið 1241. Hann var mikill stjórnmálamaður, fræðimaður og eitt merkasta skáld Íslendinga en hann skrifaði meðal annars Heimskringlu og Eddu. Sumir fræðimenn telja hann einnig höfund Egils sögu. Snorri var sonur Hvamm-Sturlu og t...
Hvað þýða hugtökin sem notuð eru yfir höfuðáttirnar, norður, suður , austur og vestur
Nöfnin austur, vestur, norður og suður eru mjög gömul heiti á höfuðáttunum fjórum. Af þeim eru nöfn dverganna dregin sem samkvæmt Snorra-Eddu halda uppi himninum. Þegar synir Bors höfðu drepið Ymi jötunn fluttu þeir hann í Ginnungagap og gerðu úr honum jörðina en af blóði hans sjó og vötn. Síðan stendur: „Tóku þei...
Hvert leituðu norrænir ásatrúarmenn til lækninga? Hver var guð lækninga?
Svo virðist sem bæði konur og karlar hafi fengist við lækningar að fornu. Í Snorra-Eddu er sagt að gyðjan Eir sé „læknir bestur" og í fornsögum kemur víða fyrir að konur og karlar geri að sárum manna. Hildigunnur læknir er nefnd í Njálu, Hjalti Skeggjason læknar blástur í fæti Ingjalds frá Keldum í sömu sögu, Álfg...
Af hverju eru salerni oftast úr postulíni?
Hér er einnig svarað spurningunni:Hver fann upp postulínið og úr hverju er það?Postulín er ekki ýkja gömul uppfinning en talið er að það hafi fyrst verið framleitt í Kína á valdatíma Tangættarinnar (618-907). Líklegt þykir að það hafi fengið á sig það form sem þekktast er á Vesturlöndum meðan hin mongólska Yuanætt...
Hvað er tremmi, eins og í 'tremma mörg stig'?
Tremmi er vel þekkt slanguryrði sem í þriðju útgáfu Íslenskrar orðabókar er þýtt sem 'brennivínsæði'. Í læknisfræði er brennivínsæði íslenskun á fræðiheitinu 'Delirium tremens' sem er notað um hættuleg fráhvarfseinkenni eftir langvarandi áfengisneyslu, svo sem mikinn skjálfta og ofskynjanir. Hægt er að lesa meira ...
Er Bretland land eða heiti á mörgum löndum saman?
Það má leggja fleiri en eina merkingu í orðið „land“ en í þessu svari er gert ráð fyrir að það merki sjálfstætt ríki þótt það sé kannski þröng skilgreining. Samkvæmt Íslenskri orðabók Eddu er Bretland heiti á ríki sem nær yfir svæðin England, Skotland, Wales og Norður-Írland auk eyja í grennd. Á ensku kallast ...
Munum við geta lifað á Mars? Hvernig munum við komast þangað?
Eins og fram kemur í svari við spurningunni Getum við lifað á Mars? og í öðrum svörum sem þar er vísað á, er fátt sem bendir til þess að menn geti lifað á Mars í fyrirsjáanlegri framtíð. Menn hafa aldrei stigið fæti á Mars. Þótt vísindamenn viti ýmislegt um Mars þá þarf að afla mikillar viðbótarþekkingar um a...