Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 293 svör fundust

category-iconLífvísindi: almennt

Er það rétt að nóvemberkaktus blómstri alltaf í nóvember?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Er það rétt að nóvemberkaktus blómstri alls staðar í heiminum í nóvember og ef svo er hvernig veit hann hvaða mánuður er? Nóvemberkaktus er ræktunarafbrigði sem tilheyrir ættkvíslinni Schlumbergera. Náttúruleg heimkynni þessarar ættkvíslar er skóglendi við strendur Suðaustur-B...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvort er rabarbari grænmeti eða ávöxtur?

Rabarbari (Rheum rhabarbarum/Rheum x hybridum) er grænmeti frekar en ávöxtur þótt plantan sé aðallega notuð eins og ávöxtur. Í fræðimáli táknar orðið ávextir (e. fruit) það sem vex úr egglegi frævunnar á plöntunni en aðrir ætir hlutar hennar kallast grænmeti (e. vegetables) eins og fjallað er um í svari við spurni...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað felst í útlenda orðinu parkour og er til einhver íslensk þýðing á parkour-hlaupi?

Parkour er upprunnið í Frakklandi og er heitið komið af franska orðinu „parcours“ sem merkir leið. Í stuttu máli snýst parkour um að komast á milli staða eins fljótt og hægt er, nota hindranir og skemmta sér í leiðinni. Parkour má stunda hvar sem er og algengast er að leikvöllurinn sé borgarumhverfi, svo sem veggi...

category-iconHeimspeki

Hvað er þekking?

Ef þekkingarfræðingum tækist að finna einfalt og þægilegt svar við þessari spurningu yrðu mikil hátíðahöld með flugeldasýningu og öllu tilheyrandi. Hér verður stiklað á stóru um ýmis afbrigði spurningarinnar og nokkrar tilraunir til svara. Þessu svari er engan veginn ætlað að gera spurningunni full skil og lesendu...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað getið þið sagt mér um kattardýrið jagúar?

Jagúar (Panthera onca) er þriðja stærsta kattardýr heims og það stærsta sem lifir villt í nýja heiminum. Það er óhætt að segja að jagúarinn lifi í skugga stóru kattardýra gamla heimsins enda margt í líffræði hans sem er lítt þekkt, samanborið við stóru frændur hans, ljón og tígrisdýr. Jagúarinn er svokallað top...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað eru til margar fisktegundir í heiminum?

Hér er gert ráð fyrir að spurningin taki einungis til núlifandi tegunda sem og til eru lýsingar á. Spurningunni er ekki unnt að svara nákvæmlega og kemur þar ýmislegt til. Til dæmis eru ekki allir vísindamenn sammála um hvað geti með réttu kallast tegund eða hvað sé afbrigði sömu tegundar. Því miður er það einnig ...

category-iconSálfræði

Hvað er persónuleikaröskun?

Til þess að skýra hvað átt er við með persónuleikaröskun skulum við taka dæmi. Jón Jónsson er stöðugt að skipta um vini og vinkonur. Hann er í fyrstu afar hrifinn af þeim sem hann kynnist en ekki líður á löngu þar til hann óskar þeim út í hafsauga og skilur ekki hvernig hann gat nokkru sinni laðast að slíku fólki....

category-iconLífvísindi: almennt

Hver er munurinn á Homo sapiens og Homo sapiens sapiens?

Í stuttu máli má segja að munurinn á Homo sapiens og Homo sapiens sapiens sé flokkunarfræðilegur; annars vegar er verið að tala um tegund og hins vegar undirtegund eða deilitegund. Fræðimenn nota ákveðið kerfi til að skipta öllum lífverum niður í hópa sem síðan er skipt niður í smærri og nákvæmari einingar byg...

category-iconEfnafræði

Hversu öflugt er efnavopnið sarín? Eru til einhver öflugri efnavopn og hversu öflug eru þau?

Sarín er eiturefni í flokki lífrænna fosfórsambanda. Efni þessi voru fyrst búin til skömmu fyrir heimstyrjöldina síðari hjá lyfjafyrirtækinu Bayer í Þýskalandi í þeim tilgangi að nota þau til útrýmingar á skordýrum. Eitt þessara efna var sarín. Þegar í ljós kom hve mikilvirk efnin voru skipuðu þýsk hernaðaryfirvöl...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hverjir eru íslensku sauðalitirnir og hversu margir eru þeir?

Íslenskt sauðfé mun hafa komið til Íslands frá Noregi um landnám. Það er náskylt gamla norska stuttrófufénu sem var upprunalega hyrnt en er nú mikið til orðið kollótt vegna ræktunar á kollóttu umfram hyrnt á síðustu áratugum. Sumir af íslensku sauðalitunum finnast í norska stuttrófufénu en litum mun hafa fækkað þe...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Lifa leðurblökur í Japan og ef svo, eru það vampíru- eða ávaxtaleðurblökur eða hvort tveggja?

Leðurblökur tilheyra ættbálknum Chiroptera sem skiptist í tvo undirættbálka; annars vegar svokallaða flugrefi eða stórblökur (Megachiroptera), sem nærast fyrst og fremst á ávöxtum og fræjum og mætti því kalla ávaxtaleðurblökur (e. fruit bats), og hins vegar smáblökur (Microchiroptera). Margar tegundir af smáblökum...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað er smaragður?

Smaragður (e. emerald) er gimsteinn eða eðalsteinn en svo kallast skrautsteinar sem hafa næga hörku til þess að rispast ekki við daglega notkun. Hann hefur hörkuna 7,5-8 á Mohs-kvarðanum sem notaður er til að mæla hörku steina. Smaragður er eitt afbrigði af beryl en það er steind gerð úr berylálsilíkati Be3Al2...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Finnast hættuleg eiturefni í kartöflum?

Sólanín er samheiti yfir efnin alfa-sólanín og alfa-chacónín sem eru glýkóalkalóíðar. Með alkalóíðum er átt við lífræn efni sem hafa þrígilt köfnunarefni. Glýkóalkalóíðar eru náttúruleg eiturefni sem geta myndast í kartöflum og gegna hlutverki varnarefna, það er geta varið kartöfluna fyrir ákveðnum sjúkdómum og au...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hefur skaðsemi þess að borða riðusýkt kindakjöt verið könnuð?

Svarið er já, slíkar kannanir hafa verið gerðar. Niðurstöður þeirra benda ekki til þess að neysla riðusýkts kindakjöts valdi heilasjúkdómnum sem átt er við hjá mönnum. Hér mun vera átt við hugsanleg tengsl smitandi heilasjúkdóms hjá mönnum, sem kenndur er við Þjóðverjana Creutzfeldt og Jakob, við neyslu rið...

category-iconFélagsvísindi

Hvað er annars vegar lán með jöfnum afborgunum og hins vegar jafngreiðslulán?

Þegar greitt er af svokölluðu jafngreiðsluláni þá greiðir lántakandi alltaf sömu upphæð til lánveitanda hverju sinni. Samsetning greiðslunnar á milli vaxta og afborgana breytist hins vegar. Í fyrstu vega vaxtagreiðslur þungt og afborganir lítið en smám saman eftir því sem líður á lánstímann og höfuðstóll lánsins m...

Fleiri niðurstöður