Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 4826 svör fundust

category-iconJarðvísindi

Af hverju eru eldgos svona heit?

Í eldgosum koma upp bráðin gosefni með efnasamsetningu sem ekki bráðnar fyrr en við 1000°C. Væru eldgosin ekki svona heit, yrðu þau alls ekki. Í iðrum jarðar myndast meiri varmi við sundrun geislavirkra efna en jörðin getur „losað sig við" með varmaleiðingu og varmageislun (Lesa má um þrenns konar flutning varm...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvaða áhrif hafa eldgos á dýr?

Skaðleg áhrif eldgosa á dýralíf hér á landi hafa fyrst og fremst verið af völdum eitraðra efna, sem berast með gosösku og falla til jarðar á gróður og í drykkjarvatn, sem skepnurnar éta eða drekka og berast ofan í meltingarfærin. Eiturefnin frásogast úr meltingarfærunum til blóðsins og berast með því um líkamann. ...

category-iconLífvísindi: almennt

Er vitað hvers vegna risaeðlur dóu út?

Flestir hallast nú að því að risaeðlurnar hafi dáið út í hræðilegum náttúruhamförum sem urðu á mörkum krítar- og tertíertímabilanna (K/T-mörkin, fyrir 65 milljón árum), og þurrkuðu raunar út um 70% allra tegunda lífvera sem þá lifðu. Sambærilegt aldauðaskeið, en þó enn þá altækara, varð á mörkum perm og trías fyri...

category-iconJarðvísindi

Gætu virkjanir og uppistöðulón verið í hættu ef Bárðarbunga gýs?

Árið 1951 birtist grein í Lesbók Morgunblaðsins eftir ungan jarðfræðing, Guðmund Kjartansson. Þar lýsir hann miklu hrauni, sem hann nefnir Þjórsárhraun og birtir fyrsta kortið af útbreiðslu unga hraunsins um Suðurland og alla leið á haf út hjá Stokkseyri og Eyrarbakka. Við vitum nú að Þjórsárhraun er stærsta hrau...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Hvenær var síðasta gos á Íó?

Í raun er ekki hægt að svara spurningunni beint því að það eru alltaf mörg eldgos í gangi á Íó. Til dæmis hefur Prómeþeifs-mökkurinn verið á hverri einustu mynd sem tekin hefur verið af því svæði á Íó síðan 1979 þegar Voyager-förin flugu hjá. Prómeþeifs-mökkurinn, sem heitir eftir gríska guðinum sem gaf mönnunum e...

category-iconJarðvísindi

Hvers konar gos er það sem nú er nýlega hafið í Grímsvötnum 2011?

Grímsvötn eru ein virkasta eldstöð landsins. Í svari við spurningunni: Hvaða eldfjall hefur gosið mest? kemur fram að Grímsvötn hafa líklega gosið oftar en 30 sinnum á síðustu 400 árum. MODIS-gervitunglamynd frá 22.5.2011, tekin klukkan 5 um morgun. Á myndinni sést gosmökkurinn frá eldstöðinni í Grímsvötnum. Dökk...

category-iconJarðvísindi

Hvert er lengsta gos í Heklu og töldu menn áður fyrr að þar væri inngangur í helvíti?

Lengsta þekkta gos í Heklu stóð yfir í rétt rúm tvö ár. Gosið hófst 5. apríl 1766 og í fjallinu gaus með nokkrum hléum fram í maí 1768. Lengsta hléið í þessu gosi var um sex mánuðir. Sögu gosa í eldstöðvakerfi Heklu er hægt að rekja aftur á ísöld. Fyrir rúmum 7000 árum hófst saga þeirrar Heklu sem við þekkjum. ...

category-iconJarðvísindi

Í hvers konar eldgosum myndast apalhraun?

Apalhraun (e. a'a lava) myndast jafnan í ísúrum gosum. Í slíkum tilvikum er myndun þess óháð framleiðni og tengist beint tiltölulega hárri upphafsseigju kvikunnar. Þegar apalhraun verða til í basaltgosum við flæði beint frá gígum, einkennist gosvirknin af hlutfallslega öflugri kvikustrókavirkni, hvort sem um er að...

category-iconJarðvísindi

Gaus Katla árin 1955, 1999 og 2011? Hvað skýrir skiptar skoðanir manna um það?

Sennilega er skýringin sú, að í þessi þrjú skipti komu fram sum eða öll þau tákn sem mælanleg eru á undan Kötlugosum og samtíma þeim: (1) jarðhræringar, (2) vöxtur og jafnvel hlaup í ám sem undan Mýrdalsjökli falla – Fúlalæk, Múlakvísl eða Markarfljóti eftir því hvar í Kötlu-öskjunni eldvirknin er, (3) aukin rafle...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hverjar eru helstu orsakir gróður- og jarðvegseyðingar á Íslandi?

Gróður- og jarðvegseyðing er að mati margra fræðimanna alvarlegasti umhverfisvandi Íslendinga. Ekki er til vel rökstutt mat á því hvar mörk samfellds gróðurs lágu inn til landsins við landnám, né hve stór hluti landsins var skógi eða kjarri vaxinn. Hitt er óumdeilanlegt að hér urðu mjög snögg umskipti á gróðurfari...

category-iconJarðvísindi

Eru líkur á að eldgos eða jarðhræringar valdi stórtjóni á höfuðborgarsvæðinu á næstu árum?

Byggð á höfuðborgarsvæðinu, það er að segja svæði sem afmarkast af Reykjavík, Kópavogi, Garðabæ, Hafnarfirði og Mosfellsbæ, er öll utan eiginlegra eldgosasvæða. Hins vegar er stutt í þessi svæði og eru þau helstu Bláfjöll-Hengill og svo Trölladyngja-Brennisteinsfjöll. Síðustu eldgos á þessum svæðum urðu á tímabili...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Af hverju kom Heimaeyjargosið svona flatt upp á alla, gerði það engin boð á undan sér?

Gosið í Heimaey byrjaði í janúar árið 1973. Þá höfðu menn ekki eins mikla þekkingu á eldgosum hér á landi og við höfum nú, og heldur ekki eins góð tæki til að fylgjast með hvers konar hreyfingum jarðskorpunnar. Eftir á gátu menn hins vegar séð að gosið hafði í rauninni gert boð á undan sér um 30 klukkustundum fyrr...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Eru sögur um að lofsteinaregn hafi myndað gígana á tunglinu úr lausu lofti gripnar?

Upprunalega spurningin hljóðaði svoan: Komið hefur í ljós að gígar á tunglinu eru myndaðir í eldgosum, eru þá sögurnar af loftsteinaregni sem myndað hafi gígana úr lausu lofti gripnar? Yfirborð tunglsins er þakið gígum sem sannarlega urðu til þegar loftsteinar, smástirni og halastjörnur rákust á það í gegnum tí...

category-iconJarðvísindi

Hvað eru náttúruhamfarir?

Í mæltu máli eru náttúruhamfarir óviðráðanlegir stóratburðir í náttúrunni, helst þeir sem valda tjóni eða mannsköðum. Samkvæmt Orðabók Háskólans kemur orðið fyrst fyrir snemma á 20. öld, hjá rithöfundinum Guðmundi Kamban. Eitt dæmi um orðið í Orðabókinni er: „Hlutverk Almennu deildarinnar er að bæta meiri háttar t...

category-iconJarðvísindi

Ég er með gest frá Mexíkó, hvert er best að fara til að sýna honum hvar jarðskorpuflekarnir mætast?

Upprunalega hljóðaði spurningin svona: Ég er með mann frá Mexíkó í heimsókn hjá mér, og spyr hvort og hvar við getum séð sprungu þar sem Norður-Ameríkuflekinn og Evrasíuflekinn mætast? Hann langar mikið til að skoða það. Ég er á Akureyri og væri til í að fá upplýsingar um hvort við getum farið héðan og litið á þe...

Fleiri niðurstöður