Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 236 svör fundust

category-iconHagfræði

Hver var Adam Smith og fyrir hvað er hann helst þekktur?

Adam Smith fæddist árið 1723 í hafnarbænum Kirkcaldy á austurströnd Skotlands og dó sextíu og sjö árum síðar, árið 1790. Eftir hann komu út tvær merkilegar bækur meðan hann lifði og að minnsta kosti önnur þeirra er ótvírætt meistaraverk. Fyrra ritið fjallaði um siðfræði og gerði höfund sinn þekktan í landi sínu en...

category-iconBókmenntir og listir

Hvaða rannsóknir hefur Sif Ríkharðsdóttir stundað?

Sif Ríkharðsdóttir er prófessor í almennri bókmenntafræði við Háskóla Íslands. Rannsóknir hennar hafa beinst að menningarstraumum á miðöldum sem og tilfinningum og miðlun þeirra í bókmenntum. Hún hefur flutt fjölda fyrirlestra um rannsóknir sínar víðs vegar og birt greinar, bókakafla og bækur bæði hérlendis og erl...

category-iconVerkfræði og tækni

Hver var Alexandre Gustave Eiffel og hvert var hans framlag til vísindanna?

Franski byggingarverkfræðingurinn Alexandre Gustave Eiffel fæddist í borginni Dijon í Frakklandi 15. desember 1832. Hann var af þýskum ættum og bar í upphafi ættarnafnið Bönickhausen. Það þótti fjölskyldunni óþjált og breytti eftirnafninu í Eiffel, en einn þýsku forfeðranna hafði flust frá Eifel-hæðum í NV-Þýskala...

category-iconBókmenntir og listir

Er til forngrískur eða rómverskur kveðskapur sem fjallar um siðspillingu mannanna og afleiðingar hennar, samanber til dæmis Völuspá í norræni trú?

Í Völuspá segir frá upphafi heimsins og endalokum hans og ragnarökum eða endalokum guðanna, sem verða vegna hegðunar þeirra sjálfra og manna. Sams konar heimsslitabókmenntir voru ekki til hjá Forngrikkjum eða Rómverjum. Þar segir hvergi frá endalokum guðanna og endalokum heimsins – nema þá ef með er talin Opinberu...

category-iconMálvísindi: íslensk

Vita fræðimenn hversu mörg nýyrði bætast við íslensku árlega?

Ný orð bætast stöðugt við íslensku. Hér á landi hafa ekki verið gefnir út listar með orðum sem bætast við á hverju ári en hjá Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum er fylgst með breytileika í orðaforða. Þar er safnað saman fjölbreyttum textum úr ýmsum áttum í svokallaða Risamálheild sem stöðugt er uppfærð me...

category-iconBókmenntir og listir

Hvaða textar eru í Flateyjarbók og hvenær var hún skrifuð?

Hér er einnig að finna svar við spurningunni: Hver er stærst íslenskra skinnbóka og hvar er hún geymd? Flateyjarbók er stærst íslenskra miðaldahandrita og telur 225 blöð alls, fallega skrifuð og lýst (myndskreytt). Í gerð bókarinnar tóku þátt tveir skrifarar, prestarnir Jón Þórðarson og Magnús Þórhallsson s...

category-iconBókmenntir og listir

Hvað er gamelan-tónlist?

Gamelan er heiti á ákveðnum tegundum hljómsveita sem eiga uppruna sinn að rekja til Malasíu og Indónesíu, einkum eyjanna Jövu og Balí. Gamelanhefð þessara tveggja eyja er að mörgu lík en með einhverjum frávikum. Hér verður að mestu talað um gamelan frá Jövu. Tónlistin er að mestu leyti ásláttartónlist (e. percuss...

category-iconBókmenntir og listir

Hver var Roman Jakobson og hvert var framlag hans til hugvísinda?

Jakobson var örugglega mest heillandi allra minna kennara. Að baki kennslu hans og skrifum var alltaf einhvers konar ráðgáta. Hann útskýrði hvaða vandamál vöktu forvitni hans og hvers vegna þau skiptu máli, hann gerði mann furðulostinn með afburðalausnum sínum á þeim en langaði mann sjálfan til að spreyta sig á sl...

category-iconLífvísindi: almennt

Hver var Francis Crick og hvert var framlag hans til erfðafræðinnar?

Francis Harry Compton Crick var fæddur í Northampton í Englandi árið 1916. Hann lauk B.Sc.-prófi í eðlisfræði frá University College í London árið 1937 og hóf doktorsnám í eðlisfræði við sama skóla. Þegar síðari heimsstyrjöldin hófst árið 1939 varð hann að hætta námi. Á stríðsárunum starfaði hann hjá breska flotam...

category-iconBókmenntir og listir

Hvað getið þið sagt mér um Einar Ólaf Sveinsson og framlag hans til íslenskra fræða?

Einar Ólafur Sveinsson var meðal afkastamestu og virtustu fræðimanna á sviði íslenskra fræða um miðbik 20. aldar. Hann var þjóðkunnur maður á Íslandi fyrir ritstörf sín og lestur fornsagna í Ríkisútvarpinu, en flutti einnig fjölda fyrirlestra við háskóla víða um heim. Enn er mikið vitnað til verka hans meðal íslen...

category-iconLæknisfræði

Hverjir voru helstu sjúkdómar á Íslandi á landnámsöld?

Áður en ráðist er í að svara þessari spurningu er mikilvægt að huga að því hvaðan við fáum upplýsingar um sjúkdóma í fornum samfélögum. Annars vegar geta ritaðar heimildir veitt innsýn í sjúkdóma til forna, bæði beinar lýsingar á sjúkdómseinkennum og mannlýsingar sem vísa í hugsanleg sjúkdómseinkenni. Við þetta mæ...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvernig og hvenær varð íslenski þjóðsöngurinn til?

Spurning Jóns Björns hljómaði svona: Mig langar til þess að forvitnast um allt er tengist íslenska þjóðsöngnum. Getið þið komið því á framfæri t.d. undir leitarorðunum, þjóðsöngur og íslenski þjóðsöngurinn? Þjóðsöngur er kvæði með lagi, flutt við hátíðleg tækifæri sem eins konar tákn um þjóðarvitund. Þjóðsöngv...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvað er merkilegt við prentsmiðjuna í Hrappsey á 18. öld og hvers konar rit voru prentuð þar?

Frá því að prentverk var fyrst flutt til Íslands um 1530 höfðu kirkjunnar menn - með biskupinn á Hólum í fararbroddi - stjórnað bókaútgáfu í landinu og að vonum lagt höfuðáherslu á trúarleg rit. Einokun kirkjunnar á prentun bóka var ekki aflétt fyrr en 1773 með stofnun prentsmiðju i Hrappsey á Breiðafirði og urðu ...

category-iconBókmenntir og listir

Hvaða munur er á eddukvæðum og dróttkvæðum?

Elstu varðveittu eddukvæði eru væntanlega frá sama tíma og elstu varðveittu dróttkvæðin þar sem segir frá bardögum konunga sem seðja hræfuglana með bardagafýsn sinni og hugdirfsku. Eins og eddukvæðin eru dróttkvæðin einungis varðveitt í ungum handritum, þeim elstu frá 13. öld, en fræðimenn hafa talið að þau séu mö...

category-iconUnga fólkið svarar

Hvaða ár fæddist Eoin Colfer?

Eoin Colfer, rithöfundur og fyrrum grunnskólakennari, fæddist árið 1965 í Wexford sem er bær við suðausturströnd Írlands. Hann er annar í röð fimm bræðra sem heita Paul, Eamon, Donal og Niall. Alls hefur Colfer skrifað 12 bækur, en er þekktastur fyrir að skrifa bækurnar um Artemis Fowl, 12 ára gáfnaljós og glæpam...

Fleiri niðurstöður