Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 3946 svör fundust

category-iconFélagsvísindi almennt

Hver er staða ótímabærra þungana á Íslandi miðað við önnur Norðurlönd?

Hugtakið óráðgerð þungun (e. unplanned pregnancy) felur í sér ótímabæra (e. mistimed pregnancy) og óvelkomna þungun (e. unwanted pregnancy). Þungun er skilgreind sem ótímabær ef hún verður á þeim tíma sem einstaklingurinn ætlaði sér ekki að eignast barn. Þungun er óvelkomin ef viðkomandi ætlaði sér ekki frekari ba...

category-iconBókmenntir og listir

Hvað er finngálkn sem minnst er á í Njáls sögu?

Í 119. kafla Njáls sögu segir af nokkrum frægðarverkum Þorkels háks. Hann drap spellvirkja á Jamtaskógi og herjaði svo í Austurveg við annan mann. Þar komst hann í kynni við finngálkn:En fyrir austan Bálagarðssíðu átti Þorkell að sækja þeim vatn eitt kveld. Þá mætti hann finngálkni og varðist því lengi en svo lauk...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Ef tíu frambjóðendur keppa um sex sæti í prófkjöri, á hve marga vegu geta sætin þá skipast?

Spyrjandi bætir svo við:Getur verið að það sé um 150 þúsund vegu?Það er rétt hjá spyrjanda að sætin geta skipast á rúmlega 150 þúsund vegu eða nákvæmlega 151.200 vegu. Hægt er að hugsa dæmið þannig að hver hinna tíu frambjóðenda gæti lent í fyrsta sæti. Þá gæti einhver hinna níu lent í öðru sæti; átta möguleika...

category-iconUnga fólkið svarar

Hvernig hljómar bænin „Faðir vor“ á málinu sem Jesús sagði hana á?

Jesús kenndi lærisveinunum bænina Faðir vor, oft kölluð faðirvorið, þegar þeir báðu hann um að kenna sér að biðja. Flestir þekkja bænina á okkar ástkæra ylhýra tungumáli: Faðir vor, þú sem ert á himnum, helgist þitt nafn, til komi þitt ríki, verði þinn vilji, svo á jörðu sem á himni. Gef oss í dag vort dagle...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað þarf að gróðursetja mörg tré til að vinna gegn koltvíoxíðsmengun eins bíls?

Meðalbinding koltvíoxíðs (CO2) í íslenskum skógum er talin vera um 4,4 tonn á hektara á ári, yfir 90 ára vaxtartíma skógarins. Við skulum gefa okkur að "meðal" fólksbíll keyri um 30.000 km á ári og losi á þeim tíma um 4,6 tonn af koltvíoxíði. Til að vega upp á móti þeirri losun þarf að gróðursetja um einn hektara ...

category-iconLandafræði

Hvað eru til mörg lönd í heiminum?

Þegar þetta svar er uppfært, 21. desember 2012, má segja með nokkuð góðum rökum að lönd heims séu 196. Reyndar hefur þessari spurningu verið svarað áður á Vísindavefnum og það tvisvar frekar en einu sinni, í nóvember árið 2000 (Hvað eru mörg sjálfstæð lönd í heiminum?) og í apríl árið 2004 (Hvað eru til mörg l...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Við hvaða hitastig frýs Mývatn?

Öll stöðuvötn með ósöltu vatni frjósa í aðalatriðum við sama hita, 0°C (núll stig eða gráður á Selsíus), sem við köllum líka frostmark vatns. Hins vegar er fróðlegt að hugsa út í það sem gerist þegar stöðuvötn frjósa. Þeir sem þekkja Mývatn ekki sérstaklega geta þá hugsað til dæmis um Tjörnina í Reykjavík. Þeg...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað er að vera kostulegur?

Lýsingarorðið kostulegur hefur þekkst í málinu öldum saman. Það var upphaflega notað í merkingunni ,dýrmætur, ágætur, dýrlegur’, til dæmis um kostuliga veislu og kostuligt kramverk (Fritzner II:338). Elsta dæmi í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans er úr þýðingu Odds Gottskálkssonar á Historíu pínunnar sem gefin var ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað getið þið sagt mér um örnefnið Nollur?

Örnefnið Nollur er þekkt sem nafn á þremur stöðum í Þingeyjarsýslu: Bæjarnafn í Grýtubakkahreppi í Suður-Þingeyjarsýslu. Nafnið er ritað Gnollur („af gnoll“) í Auðunarmáldögum 1318 (Íslenskt fornbréfasafn II:447). Eyðikot við Mývatn, einnig Nollsel (Þorvaldur Thoroddsen, Ferðabók I:288). Hvorttveggja segir hann ...

category-iconFornfræði

Hvað getið þið sagt mér um Hadríanusarvegginn?

Hadríanusarveggurinn eða Hadríanusarmúrinn, eins og hann er einnig nefndur, var 118 kílómetra langur varnarveggur, sem skildi að rómverska skattlandið Britanniu annars vegar og hins vegar landsvæðið, sem í dag heitir Skotland. Í dag standa rústir einar eftir af múrnum, þótt sums staðar séu þær nokkuð heillegar sem...

category-iconVísindasaga

Hvernig og hvenær urðu vísindi til?

Spurningin um það hvenær og hvernig vísindin urðu til er eitthvert forvitnilegasta umhugsunarefni vísindasögunnar og svör við henni eru vitanlega með ýmsu móti. Enda felst í henni spurningin Hvað eru vísindi? Ein kenning er sú að upphaf vísinda megi rekja til þess þegar maðurinn fór að búa til áhöld. Fyrstu áhö...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Af hverju erum við með tíu tær og tíu fingur?

Væntanlega hafa flestir einhvern tímann litið á hendurnar á sér eða fæturna og velt því fyrir sér af hverju tærnar eru tíu og fingurnir líka? Af hverju erum við ekki með tólf tær eða átta fingur? Ef litið er til hinna ýmsu hryggdýra þá er táafjöldi þeirra mjög breytilegur, meira að segja hjá öpum. Hinir svoköll...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hver var Bessi sem Bessastaðir á Álftanesi heita eftir?

Ekki er vitað með vissu hver sá Bessi (Bersi) var sem Bessastaðir á Álftanesi eru kenndir við. Dönsk fræðikona, Jenny Jochens, telur að Snorri Sturluson hafi nefnt staðinn eftir Bersa Vermundarsyni hinum auðga á Borg, tengdaföður sínum (d. 1202) (Jenny Jochens, 85-86). Danska fræðikonan Jenny Jochens telur að S...

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju heitir vínarbrauð þessu nafni, er það komið frá Vínarborg?

Íslendingar hafa líklegast kynnst vínarbrauðum hérlendis á 19. öld því að Elín Jónsson Briem gefur uppskrift af þeim í Kvennafræðaranum. Hún segir: Vínarbrauð. Sama deig eins og í kökusnúðum smurt á plötu og stráð á það steyttum sykri (1911:189).Í ritmálsskrá Orðabókar Háskólans eru ekki mörg dæmi um vínarbrauð, e...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaðan er heitið Kænugarður upprunnið?

Spurningin í fullri lengd var þessi: Er vitað hvaðan nafnið Kænugarður er upprunnið, mér finnst svolítið sérkennilegt að þetta nafn skuli ávallt vera notað af fjölmiðlafólki hérlendis, sérstaklega í seinni tíð, borgin heitir Kiev (eða Kyiv) og er að mér hefur skilist ævafornt nafn á höfuðborg Ukraínu. Orðið...

Fleiri niðurstöður