Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 9622 svör fundust

category-iconFélagsvísindi

Mega þeir sem hafa B.A.-gráðu í hagfræði ekki kalla sig hagfræðinga, bara þeir sem eru með B.S.-gráðu?

Mjög er misjafnt eftir skólum hvort þeir sem ljúka grunnháskólanámi í hagfræði útskrifast með B.A.- eða B.S.-gráðu. Alla jafna eru þessar gráður jafngildar eða að minnsta kosti er ekki almenn regla að önnur sé í einhverjum skilningi hinni merkari. Starfsheiti viðskiptafræðinga og hagfræðinga eru nú lögvernduð. ...

category-iconHugvísindi

Af hverju er sagt að Leifur heppni hafi fundið Ameríku þegar Indíánar voru þar langt á undan?

Þetta er góð og umhugsunarverð spurning. Þegar menn segja að Leifur heppni eða Kristófer Kólumbus hafi „fundið“ Ameríku lýsir það í rauninni fyrst og fremst sjálfmiðjun Evrópumanna. Upphaflega var Ameríka tengd við Asíu með landbrú þar sem nú er Beringssund. Menn fóru um þessa brú frá Asíu til Ameríku fyrir tu...

category-iconVísindi almennt

Hvernig getur maður orðið vísindamaður þegar maður verður stór?

Vísindamenn má skilgreina sem fólk sem leitar traustrar þekkingar og beitir til þess kerfisbundnum rannsóknum. Þeir geta tilheyrt mörgum ólíkum fræðasviðum og rannsóknir þeirra spanna allt frá þróun tungumála til aðdráttarafls svarthola. Vísindamenn eru því breiður hópur fólks sem á það sameiginlegt að hafa mikinn...

category-iconUnga fólkið svarar

Hver fann upp áfengið?

Við gerum ráð fyrir að spyrjandi eigi við áfenga drykki, en sjálft áfengið í þeim, etanólið (C2H5OH), er náttúrulegt efni og ekki fundið upp af neinum. Menn hafa bruggað og drukkið áfengi allt frá forsögulegum tíma. Þetta á þó bara við um gerjaða drykki eins og bjór og vín, það er drykki sem framleiddir eru me...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Við hvað starfa þroskasálfræðingar? Hvar er hægt að mennta sig og hvernig fær maður starfsréttindi?

Þroskasálfræði er fjölbreytt grein og þroskasálfræðingar starfa því á margvíslegum sviðum. Sumir vinna alfarið að grunnrannsóknum á þeim breytingum sem verða á huga, heila og hátterni gegnum ævina. Aðrir vinna klínísk störf í þágu barna og ungmenna. Þannig starfa þroskasálfræðingar á barnageðdeildum, eins og B...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Á hvaða tíðnisviði heyrir maðurinn best?

Það er tíðni hljóða sem ræður hvað mestu um hvernig við skynjum tónhæð þeirra, en tíðni er að jafnaði gefin upp í sveiflum á sekúndu eða í Hz. Að jafnaði geta menn heyrt hljóð frá tíðninni 20 Hz (mjög dimmir eða djúpir tónar) upp í 20.000 Hz (mjög bjartir eða skærir tónar). Eins og spyrjandi virðist vita ...

category-iconLæknisfræði

Hvað gerist þegar maður fær heilahristing?

Heilinn er gerður úr mjög mjúkum og viðkvæmum vef. Hann er umlukinn heilahimnum og heilavökva sem ásamt höfuðkúpunni vernda hann. Þegar höfuðið verður fyrir áfalli eins og höggi kastast heilinn utan í harðan beinvef höfuðkúpunnar. Þetta getur valdið því að vefir í heilanum rifni eða togni og truflar það boðflutnin...

category-iconBókmenntir og listir

Tengjast verk Mozarts tónlist Bachs og Beethovens?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Hvenær var Mozart uppi? Tengjast verk hans tónlist Bachs og Beethovens? Hvað áhrif höfðu tónskáldin hvert á annað? Wolfgang Amadeus Mozart fæddist árið 1756 og dó 1791, hann lifði því og starfaði á þeim tíma sem kallast klassískatímabilið í tónlistarsögunni. Franz Joseph...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Ef maður hefur einu sinni fengið krabbamein er þá líklegt að maður fái krabbamein aftur?

Þetta er nokkuð flókin spurning, einkum þar sem krabbamein er í raun margir sjúkdómar og eðli krabbameina er afskaplega misjafnt. Almennt mætti þó svara spurningunni í stuttu máli á þann hátt að hafi einstaklingur fengið krabbamein er líklegra að hann fái aftur krabbamein heldur en annar einstaklingur á sama aldri...

category-iconLæknisfræði

Hversu lengi er hægt að geyma líffæri, til dæmis hjarta, áður en þau eru grædd í líffæraþegann?

Það er misjafnt eftir líffærum hversu langur tími má líða frá því að líffærið er tekið úr gjafanum og þar til það er komið í líffæraþegann. Hjarta deyr aðeins fjórum klukkustundum eftir að það er tekið úr líkama gjafans en önnur líffæri geta haldist lifandi í allt að sólarhring eftir að þau eru fjarlægð úr líkama ...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvernig er veirum gefið nafn og hvernig flokka vísindamenn þær?

Upprunalega spurningin var: Er veirum gefið nafn eftir tvínafnakerfinu? Hvernig eru veirur flokkaðar í flokkunarkerfi Carls von Linné? Í stuttu máli má segja að veirum er ekki gefið nafn eftir tvínafnakerfinu, en hins vegar er flokkunarfræði veira byggð á því flokkunarkerfi sem notað er fyrir lífverur. Veir...

category-iconHugvísindi

Þekktist samkynhneigð á víkingatímanum?

Hugmyndin um samkynhneigð er ung og þekkist varla fyrr en á ofanverðri 19. öld. Þá varð mikið hneykslismál í kringum rithöfundinn Oscar Wilde (1854-1900) sem var fangelsaður fyrir að hafa átt samræði við aðra karlmenn. Í nútímamáli er talað um samkynhneigð þegar tveir einstaklingar af sama kyni eiga í ástarsamband...

category-iconHugvísindi

Hvar bjuggu útilegumenn? Voru þeir yfirleitt í hellum?

Gleggsta lýsing á útilegumannabyggð í íslenskum fornsögum er í Grettis sögu Ásmundarsonar, þar sem segir að eitt haust fór Grettir í Geitland í Borgarfirði, gekk upp á Geitlandsjökulog stefndi á landsuður eftir jöklinum og hafði með sér ketil og eldsvirki. ... Grettir fór þar til er hann fann dal í jöklinum, langa...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hver er mannskæðasti sjúkdómur á jörðinni?

Sjúkdómar leggjast misjafnlega á jarðarbúa eftir því hvar menn búa og hvernig efnahag þeirra er háttað. Alþjóðlega heilsustofnunin hefur gert lista yfir sjúkdóma eftir því hve há dánartíðni þeirra er. Þeir sjúkdómar sem valda hæstri dánartíðni í heiminum um þessar mundir eru hjarta- og æðasjúkdómar. Þar næst k...

category-iconHugvísindi

Hvað heita vikudagarnir á latínu?

Athugasemd ritstjórnar: Þegar þetta svar var upphaflega skrifað var Plútó flokkaður sem ein af reikistjörnum sólkerfisins. 24. ágúst árið 2006 samþykkti Alþjóðasamband stjarnfræðinga aftur á móti nýja skilgreiningu á reikistjörnum. Plútó fellur ekki undir hana og telst nú til dvergreikistjarna. Reikistjörnurnar er...

Fleiri niðurstöður