Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 2358 svör fundust
Getur Hulk hoppað út í geim?
Hulk er grænn risi sem brýst fram þegar vísindamaðurinn Bruce Banner finnur fyrir sterkum tilfinningum, svo sem reiði, en hann varð til þegar Banner varð fyrir gamma-geislum. Búið er að skrifa margar sögur um hinn ótrúlega Hulk en hann kom fyrst fram í blaðinu Incredible Hulk árið 1962. Núna nýlegast kom hann fram...
Hvar á Íslandi er best að vera til að sjá almyrkva á sólu sem verður 12. ágúst 2026?
Í heild hljóðaði spurningin svona:Mig langar að spyrja ykkur að því hvar á Íslandi er best að vera þegar almyrkvinn gengur yfir Ísland 12. ágúst 2026. Mér sýnist hann vera mestur einhverstaðar á Vestfjörðum en sé það ekki nógu vel. Var að vona þið gætuð vitað það og sagt mér það. Gráðurnar sem eru gefnar upp fyrir...
Hvað hefur vísindamaðurinn Lilja Kjalarsdóttir rannsakað?
Lilja Kjalarsdóttir er rannsókna- og þróunarstjóri hjá fyrirtækjunum KeyNatura og SagaMedica. Hún er einnig stundakennari við tækni- og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík. Fyrri rannsóknir Lilju hafa einkum snúið að sameindafræðilegum orsökum lífsstíls- og aldurstengdra sjúkdóma. Lilja er fædd árið 1982. Hún...
Hvað hefur vísindamaðurinn Inga Dóra Sigfúsdóttir rannsakað?
Inga Dóra Sigfúsdóttir er prófessor við sálfræðideild Háskólans í Reykjavík. Hún er einnig rannsóknarprófessor við Columbia-háskóla í New York og gestaprófessor við Karolinsku-stofnunina í Stokkhólmi. Þá er Inga Dóra stofnandi og stjórnandi vísindastarfs hjá rannsóknamiðstöðinni Rannsóknir & greining. Rannsóknir ...
Hvað hefur vísindamaðurinn Ingólfur Ásgeir Jóhannesson rannsakað?
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson er prófessor við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Meginrannsóknarverkefni hans eru á sviði námskrárfræða, kennslufræði og menntastefnu annars vegar og kynjafræði hins vegar. Námskrárfræðin er í senn rannsóknarsvið og hagnýt grein. Doktorsverk Ingólfs fjallaði um vettvang menntaumbó...
Hvaða rannsóknir hefur Sverrir Jakobsson stundað?
Sverrir Jakobsson er prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands. Hann hefur rannsakað heimsmynd Íslendinga á miðöldum og birt niðurstöður þeirra rannsókna í bókinni Við og veröldin. Heimsmynd Íslendinga 1100-1400 (2005) en einnig í ýmsum fræðigreinum á íslensku og erlendum tungumálum. Meðal þess sem féll undir þess...
Hvaða rannsóknir hefur Guðbjörg Vilhjálmsdóttir stundað?
Guðbjörg Vilhjálmsdóttir er prófessor í náms- og starfsráðgjöf við Háskóla Íslands. Hún hefur rannsakað áhrifaþætti náms- og starfsvals og mælt árangur af aðferðum í náms- og starfsráðgjöf. Áhrif á náms- og starfsval eru bæði af félagslegum og sálrænum toga. Til að kanna félagslega áhrifaþætti á náms- og starfsval...
Er ég fáfróður að þekkja ekki muninn á slöngum og snákum eða eru þetta sömu fyrirbærin?
Öll spurningin hljóðaði svona: Ég var að koma úr heimsókn þar sem upp kom umræðan um muninn á snákum og slöngum... Mér leið eins og fávita þegar ég hélt að þetta væri sami flokkur dýra og munurinn enginn, einungis orðið "slanga" óformlegara heiti á því sem er réttnefnt "snákur". Er ég fáfróður að þekkja ekki m...
Hvenær varð smásagan til sem bókmenntagrein og af hverju?
Almennt er talið að smásagan í því formi sem við þekkjum hana nú á dögum hafi orðið til á 19. öld. Þá hafi skapast vissar sögulegar aðstæður sem urðu til þess að fram kom frásagnarform sem mótaðist af fagurfræðilegum þáttum en tók jafnframt mið af væntingum stækkandi lesendahóps í borgaralegu samfélagi. Á þeim tím...
Hver eru rökin fyrir því að auðlegðarskatturinn var dæmdur löglegur?
Spurningin hljóðaði svona í fullri lengd: Hver eru rökin fyrir því að auðlegðarskatturinn var dæmdur löglegur þrátt fyrir grein 65. og 72. í stjórnarskrá? Hvernig er það löglegt að skattleggja fólk sem er með engar tekjur? Svonefndur auðlegðarskattur var lagður á í kjölfar efnahagshrunsins 2008. Álag á ríkissjó...
Af hverju er stundum vond lykt af heita vatninu?
Hér er einnig svarað spurningunum:Af hverju er mismikil lykt af heitu vatni? Hvaðan og hvers vegna kemur ákveðin lykt sem ferðamenn tala alltaf um þegar þeir fara í sturtu? Margir finna vonda lykt af heitu vatni á Íslandi, lykt sem minnir á ónýt egg, prump eða þá hverasvæði. Lyktin stafar af lofttegundinni bre...
Má ég heita fjórum nöfnum?
Í heild hljóðaði spurningin svona:Má heita 4 nöfnum? Má ég bæta við einu? Hef bætt einu sinni áður. Fullt nafn einstaklings er samsett úr eiginnafni/nöfnum, millinafni[1] ef við á og kenninafni/nöfnum. Samkvæmt núgildandi lögum um mannanöfn (nr. 45/1996) mega eiginnöfn og millinafn aldrei vera fleiri en þrjú sa...
Hvað er svona merkilegt við daginn eftir hvítasunnu?
Sami spyrjandi spurði líka um þetta: Þar sem ekki er aðskilnaður ríkis og kirkju hér, get ég svo sem skilið hvers vegna hvítasunnan er frídagur (enda líka sunnudagur hvort sem er) en hvers vegna er næsti dagur á eftir líka frídagur, með tilheyrandi lokunum á opinberum stofnunum og öllum þeim óþægindum sem því ...
Hverjar voru meginstoðir kristins helgihalds á fyrstu öldum kristni á Íslandi?
Meginstoðir kristins helgihalds í landinu frá upphafi og fram á fyrstu áratugi 20. aldar voru sóknarkirkjurnar og heimilin. Þegar litið er yfir trúarlífið í landinu má því tala um kirkjuguðrækni og heimilisguðrækni.[1] Þannig hefur það líklega verið lengst af í kristnum heimi. Heimilin gegndu þó viðameira hlutver...
Í hverju er gagnsemi háskólamenntunar fyrir samfélagið fólgin?
Þegar rætt er um gagnsemi háskólamenntunar er langoftast bent á að hún sé áhrifaríkasti þátturinn í að auka hagvöxt, nýsköpun og samkeppnishæfni þjóða. Þetta fellur vel að ríkjandi gildismati og samfélagssýn og þjónar því vel sem rök fyrir að veita skuli auknu fjármagni til háskóla. Þetta er mikilvæg röksemd, en h...