Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust
Hvað er sigdalur og hvernig myndast hann?
Sigdalur (e. graben, rift valley) er það kallað þar sem spilda milli sprungna hefur sigið og myndað við það dal á yfirborði. Sigdalir geta verið stórir, eins og til dæmis Rínardalurinn eða sigdalirnir miklu í Austur-Afríku, eða litlir eins og sumir sigdalirnir í sprungusveimum íslenskra eldstöðva. Sigdalir ver...
Hvað er þvagefni?
Þvagefni er lífrænt efnasamband sem finnst í þvagi spendýra. Á mörgum erlendum málum kallast það urea en það er dregið af orðinu urine sem er almennt heiti um vökvann sem myndast í nýrum hryggdýra. Í daglegu tali köllum við hann þvag eða piss. Efnaformúla þvagefnis er CO(NH2)2. Það er lit- og lyktarlaust og ley...
Hvað eru miklar líkur á því að sólin springi innan 50 ára?
Við þorum að fullyrða að það séu varla neinar líkur á því að sólin okkar muni springa innan 50 ára. Sólin á eftir að eyða jörðinni þegar hún þenst út og gleypir hana, en það gerist ekki fyrr en eftir um 8 milljarða ára. Það er mun lengri tími en aldur jarðarinnar sem er 4,6 milljarða ára. Um sólstjörnur er h...
Hvert er samheiti orðsins 'samheiti'?
Orðið samheiti er í íslensku notað í sömu merkingu og erlenda orðið 'synonym', það er um orð sem hafa sömu eða næstum sömu merkingu eins og bifreið og bíll, fótbolti og knattspyrna. Mér er ekki kunnugt um að notað sé annað orð um þetta. Sumir rugla saman orðunum samheiti og samyrði. Samyrði er notað um það sem...
Fyrir hverja og hvaða fjármagn gildir sú ákvörðun, þegar Seðlabanki Íslands tekur ákvörðun um vexti?
Seðlabanki Íslands framfylgir stefnu sinni í peningamálum einkum með því að hafa áhrif á vexti á því sem kallað er peningamarkaður. Nú skiptir mestu máli hvaða ávöxtunarkröfu bankinn gerir í svokölluðum endurhverfum viðskiptum við lánastofnanir, það er banka og sparisjóði. Með endurhverfum viðskiptum er átt við að...
Hver er lengsta skáldsaga í heimi?
Við vitum ekki til þess að hægt sé að svara þessari spurningu með því að benda á einhverja tiltekna skáldsögu og segja: "Þetta er lengsta skáldsaga í heimi!" Það er aðallega vegna þess að það er hægt að mæla lengd skáldsagna á ýmsa vegu. Það liggur beinast við að mæla lengd útgefinna skáldsagna með tommustokk eða ...
Hvernig virka orgel?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona: Hvernig virka kirkjuorgel? Í íslensku er orðið orgel bæði notað um hljóðfærið sem hefur pípur og gömlu fótstignu hljóðfærin. Erlendis er orðið orgel ekki notað um fótstignu hljóðfærin heldur eru þau nefnd harmóníum enda er virkni þeirra allt önnur. Í þessu svari er fyrst o...
Hvers vegna erum við til?
Þessi spurning er tvíræð. Sé hún skilin svo að spurt sé um orsakir þess að menn eru til þá geta líffræðingar veitt nokkuð ítarleg svör með tilvísun til þróunarkenningarinnar. Sé hún á hinn bóginn skilin svo að spurt sé um tilgang mannlífsins eða hvers vegna það sé þess virði að lifa því, þá verður fátt um svör. ...
Er í alvörunni til rétt mataræði fyrir mismunandi blóðflokka og þá hvers vegna?
Mjög ólíklegt verður að teljast að til sé eitthvert sérstakt mataræði sem höfðar til hvers blóðflokks fyrir sig. Ef svo væri þá er næringarfræðin sem vísindagrein langt frá því að finna nákvæmlega út hvernig slíkt mataræði eigi að vera. Hugmyndir næringarfræðinnar í dag eru þær að fólk neyti fjölbreyttrar fæðu úr ...
Er hraði ljóssins breytilegur?
Spurningin í heild er sem hér segir:Er það satt að fram hafi komið við rannsóknir á hraða ljóssins að hann sé ekki staðlaður (e. constant), heldur breytilegur?Svarið er já, hraði ljóssins er breytilegur í venjulegum skilningi; hann fer eftir efninu sem ljósið fer um. Þetta er til dæmis ástæðan fyrir ljósbroti sem ...
Getur barn óskað eftir að fá aðra forráðamenn en foreldra sína? Hver fær þá oftast forræði yfir barninu?
Ekki er í lögum bein heimild fyrir börn til að óska eftir nýjum forsjáraðilum. Segja má að hugtakið forsjá sé þríþætt. Í fyrsta lagi felur það í sér rétt foreldra til að ráða persónulegum högum barns, sbr. 3. mgr. 29. gr. barnalaga, nr. 20/1992 og 25. og 31. gr. lögræðislaga, nr. 71/1997. Í öðru lagi felur það...
Hvað notuðu Bandaríkjamenn og Rússar til að skrifa úti í geiminum?
Í geimnum er ekki hægt að nota venjulega kúlupenna því að þar er þyngdarleysi og oft miklar hitabreytingar. Að skrifa með kúlupenna í þyngdarleysi er eins og að reyna að skrifa upp í móti. Þyngdarkrafturinn dregur blekið ekki fram að kúlunni og penninn skrifar ekki. Penni sem er ætlaður til að nota í geimnum þarf ...
Hver var Arban?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Hver var Arban? Eina sem ég veit um hann er að hann samdi tónlistarbók sem er enn notuð. Jean Babtiste Arban er frægastur fyrir að hafa veitt kornetthljóðfærinu brautargengi, bæði með snjöllum leik sínum og kennsluaðferðum sem nefnast 'aðferð Arbans'. Arban fæddist 28. feb...
Má breyta nafninu sínu algjörlega?
Einstaklingur sem æskir að breyta nafni sínu verður að fara eftir reglum VI. kafla laga nr. 45/1996 um mannanöfn. Einstaklingur sem orðinn er átján ára og vill breyta nafni sínu algjörlega, það er eiginnafni, eftir atvikum millinafni og kenninafni, óskar eftir því við dómsmálaráðherra. Dómsmálaráðherra er heim...
Eru leifar af venjulegum uppþvottalegi á leirtaui hættulegar heilsunni?
Í heild sinni hljóðar spurningin svona:Eru leifar af venjulegum uppþvottalegi á leirtaui hættulegar heilsunni? Er nauðsynlegt að skola leirtauið eftir uppvask? Spurningunni má svara neitandi en með nokkrum skýringum. Jafnvel hinn sterkasti uppþvottalögur er sennilega um 30-40% virkt efni, en oftast minna. Hvort s...