Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust
Hvað getið þið sagt mér um Alfred Wegener?
Alfred Wegener fæddist í Berlín 1880 og nam stjörnufræði og veðurfræði við háskóla þar í borg. Doktorsritgerð hans var um stjörnufræði, en af ýmsum ástæðum kaus hann að helga sig veðurfræðinni frekar, meðal annars vegna áhuga síns á líkamsrækt, útivist og ferðalögum, einkum á norðlægum slóðum. Hann kannaði lofthjú...
Hversu mörg eldgos hafa verið á Íslandi síðustu fimmtíu árin?
Samkvæmt lista á heimasíðu Veðurstofu Íslands og að viðbættu gosinu í Fagradalsfjalli sem hófst í mars 2021 eru eldgos á 20. og 21. öldinni alls 45 talsins, þar af 25 gos síðustu 50 árin og 7 á þessari öld. Eldgos í Fimmvörðuhálsi í mars 2010. Að meðaltali hefur verið eitt eldgos tæplega þriðja hvert ár frá 1...
Hvar eru koppagrundir?
Spurningin í heild hljóðaði svona: Heyrði talað um daginn um að eitthvað væri út um allar koppagrundir. Er það rétt? Stundum hef ég heyrt að eitthvað sé út um allar þorpagrundir. Getið þið frætt okkur meira um þetta? Elsta ritheimild um koppagrundir, sem ég hef fundið, er úr dagblaðinu Tímanum frá 1951 og þ...
Hvernig mengar það að borða kjöt?
Vaxandi hópur fólks hefur áhyggjur af afleiðingum loftslagsbreytinga og horfir með hryllingi á fjöldaframleiðslu dýra og borðar þar af leiðandi ekki kjöt og jafnvel ekki kjötafurðir. Á sama tíma geta aðrir í samfélaginu ekki hugsað sér lífið án kjöts og enn aðrir reyna að feta einhvern meðalveg. Mannskepnan er ...
Geta hvalir talist meindýr?
Hvort hvalir geti talist meindýr eða ekki fer eftir því hvaða skilning við leggjum í hugtakið meindýr. Gömul skilgreining á meindýrum er eftirfarandi: dýr sem valda mönnum skaða á heimili, við vinnu eða á eigin skinni. Aðra og aðeins nánari skilgreiningu er að finna í reglugerð 350/2014 um meðferð varnarefna og...
Hverjar eru frumþarfir Homo sapiens? Er hugsanlegt að þær breytist við þróun?
Með frumþörfum á ég við þær líkamlegu þarfir sem eru forsendur fyrir tilveru einstaklingsins. Þær eru hinar sömu fyrir allar lífverur. Frumþörf hverrar lífveru er að nærast, það er að taka til sín fæðu sem viðheldur lífi hennar. Einnig virðist það vera frumþörf allra dýrategunda að viðhalda tegundinni. Kynlíf ...
Hver er munurinn í metrum á milli flóðs og fjöru á mismunandi stöðum við landið?
Sjómælingar Íslands, deild innan Landhelgisgæslunnar, gefa út töflur um sjávarfallahæð á tæplega 50 stöðum á landinu. Þessar töflur, sem og annað útgefið efni Sjómælinga, má nálgast hjá sjókortasölum víðs vegar um landið. Munur flóðs og fjöru í Reykjavík er 3,8 m í stórstreymi. Samkvæmt töflum Sjómælinga er mun...
Hvað merkir að skjóta einhverjum ref fyrir rass og hvaðan er orðasambandið komið?
Elsta heimild sem kunn er um orðasambandið er úr Íslensk-latnesk-danskri orðabók Björns Halldórssonar sem gefin var út 1814 en handritið var tilbúið aldarfjórðungi fyrr. Þar er það skráð At skióta einum ref fyrir rass. Merkingin er þar að ‛leika á einhvern’. Í Íslenskri orðabók frá 2002 er merkingin sögð ...
Af hverju er snjórinn hvítur?
Þegar hvítt ljós, eins og sólarljósið, fellur á hlut drekkur hann í sig hluta ljóssins en endurkastar hinu og það er endurkastið sem ræður lit hlutarins. Til dæmis er grasið grænt vegna þess að það endurkastar græna hluta ljóssins en drekkur aðra hluta þess í sig. Snjórinn drekkur ekki í sig ljósið heldur endu...
Eru mjólkurvörur nauðsynlegar fyrir mannfólkið, þegar önnur spendýr hætta að neyta þeirra um leið og þau hætta á spena?
Þessari spurningu er hægt að svara neitandi, það er að vörur unnar úr mjólk annarra spendýra eru ekki nauðsynlegar fyrir mannfólkið. Reyndar er það svo að um 70% mannkyns þolir illa mjólk á fullorðinsaldri, er með svokallað mjólkursykuróþol. Slíkt fólk borðar þar af leiðandi lítið eða ekkert af mjólkurvörum þegar ...
Þegar maður kastar skopparabolta í gólfið með snúningi, af hverju kemur boltinn til baka með öfugum snúningi?
Hlutur á hreyfingu hefur hreyfiorku. Góður skopparabolti er mjög fjaðrandi sem þýðir að hreyfiorka hans varðveitist að mestu við árekstur. Ef slíkur bolti dettur á steingólf endurkastast hann af gólfinu með jafnmiklum hraða. Við áreksturinn verkar boltinn með ákveðnum krafti á gólfið og gólfið verkar með sama kraf...
Ef gos hefst nærri Þorbirni gæti hraun þá runnið inn í Grindavík?
Ef gýs nærri Þorbirni getur það vissulega gerst að hraun rynni inn í Grindavík. Það fer þó eftir hvar gossprunga er staðsett hversu útsettur bærinn er fyrir hraunrennsli. Ítarlegar upplýsingar um möguleikana má finna í nýlegri skýrslu sem tekin var saman 2023 á Veðurstofu Íslands. Í skýrslunni er hætta á Reykjane...
Hvaða höfuðborg er fámennust í heiminum?
Þegar leitað er að minnstu höfuðborg heims á netinu, fær maður ýmis misjafnlega marktæk svör. Meðal annars rakst undirritaður á eina síða þar sem fullyrt var að það væri Reykjavík! Annars staðar er því ýmist haldið fram að Þórshöfn í Færeyjum eða Nuuk á Grænlandi sé minnsta höfuðborgin, en þessi lönd tilheyra D...
Hvers vegna er flaggað í hálfa stöng?
Á Íslandi er flaggað í hálfa stöng á sorgarstundum. Á meðan jarðarför fer fram er fáninn í hálfa stöng á meðan að jarðarförin stendur yfir en að athöfn lokinni skal fáninn dreginn að húni og blakta þar til sólarlags. Á ensku er talað um að flaggað sé í half mast eða í hálft mastur þegar fáni er dreginn í há...
Hvenær er æxlunartímabil hjá hagamús, húsamús, brúnrottu og svartrottu?
Æxlunartímabil íslenskra nagdýra ræðst aðallega af tíðarfari og því hvar á landinu nagdýrin lifa. Sænski vistfræðingurinn Bengtson rannsakaði ýmsa þætti í vistfræði hagamúsarinnar (Apodemus sylvaticus) á Íslandi á árunum 1973-1977. Í rannsókn sinni bar hann saman tvo stofna sem lifðu við mjög ólík umhverfisskil...