Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 932 svör fundust

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Er hægt að fjarlægja eiturkirtla úr snákum og gera þá þannig tiltölulega meinlausa?

Já, það er hægt að fjarlægja eiturkirtlana með skurðaðgerð en ekki er þar með sagt að snákarnir verði meinlausir. Aðgerðin er ekki hættulaus því nauðsynlegt er að gera nokkuð stóran skurð á höfði snáksins. Lengi var þetta draumur snákaáhugamanna um allan heim, því hættulegustu snákar veraldar eru að margra mati ei...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Eru til hættulegir páfagaukar?

Það er ágæt þumalfingursregla að öll dýr geta verið hættuleg undir vissum kringumstæðum. Því stærri sem dýrin eru, þeim mun meira tjóni geta þau yfirleitt valdið. Stærstu páfagaukarnir eru með geysilega öfluga gogga og geta bitið fók illa. Einnig eru klær páfagauka hættulegar. Ósjaldan hafa orðið slys þegar stórva...

category-iconHugvísindi

Hvers vegna eru styttur af púkum á Notre Dame-kirkjunni?

Utan á Notre Dame-dómkirkjunni í París hanga margar styttur af ógnvekjandi verum, eins og reyndar á mörgum öðrum kirkjum og byggingum um allan heim. Sumum kann að þykja undarlegt að sjá púka og djöfla utan á kirkju, en fyrr á öldum var talið að hræðilegt útlit þeirra verndaði kirkjuna frá illum öndum og öðrum slæm...

category-iconHagfræði

Hvernig geta bankar verið of stórir til að falla?

Of stór til að falla er hugtak sem er oft notað í bankaheiminum til að lýsa bönkum sem talið er að miklar líkur séu á að hið opinbera muni koma til bjargar ef þeir lenda í vandræðum. Skýringin er að fall þeirra myndi valda svo mikilli röskun á efnahagslífinu og ýmiss konar tjóni að nær óhugsandi sé að það verði lá...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hver var Jón Ólafsson Indíafari og hvers konar ferðasögu skrifaði hann?

Talið er að Jón Ólafsson (1593-1679) sem varð svo frægur að komast alla leið til Indlands, hafi skrifað sögu sína um 1660. Þar eru óteljandi skemmtilegar og lifandi frásagnir af því sem fyrir augu hans og eyru bar. Jón var ævintýragjarn og yfirgaf heimaslóðir sínar á Vestfjörðum árið 1615 þegar hann tók sér far me...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hversu dýr mundi Hafliði allur vera?

Upprunalegu spurningarnar hljóðuðu svona:Hver var hann þessi Hafliði sem þótti svo dýr (allur) og hvað kostaði hann eiginlega? Hver er merkingin í orðasambandinu 'dýr mundi Hafliði allur' og hvaðan kemur það? Af Hafliða segir í Þorgils sögu og Hafliða sem er einn kaflinn í Sturlungu. Hafliði var Másson og bjó á...

category-iconLífvísindi: almennt

Er vitað hvers vegna risaeðlur dóu út?

Flestir hallast nú að því að risaeðlurnar hafi dáið út í hræðilegum náttúruhamförum sem urðu á mörkum krítar- og tertíertímabilanna (K/T-mörkin, fyrir 65 milljón árum), og þurrkuðu raunar út um 70% allra tegunda lífvera sem þá lifðu. Sambærilegt aldauðaskeið, en þó enn þá altækara, varð á mörkum perm og trías fyri...

category-iconHugvísindi

Hvar er akkeri gullskipsins sem sökk undan ströndum Skeiðarársands?

Skemmst er frá að segja að þessari spurningu verður ekki svarað með neinni nákvæmni út frá íslenskum ritheimildum, eftir því sem best er vitað, og varla munu koma í leitirnar gögn erlendis þar sem fram kemur nákvæm ákvörðun strandstaðar. Ef til vill má finna leifar þessa skips einhvers staðar á Skeiðarársandi en h...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað er rúmfræði?

Samkvæmt Orðabók Menningarsjóðs er rúmfræði sú fræðigrein sem fæst við lögun hlutanna og stærð, einkum rúmmálsfræði og flatarmálsfræði. Ef við leitum út fyrir landsteinana þá segir orðabók Websters að rúmfræði sé (í lauslegri þýðingu minni) grein stærðfræði sem fæst við mælingar, eiginleika og tengsl lína, punkta,...

category-iconUnga fólkið svarar

Hvaða trúarbrögð, sem eru stunduð enn þann dag í dag, eru elst?

Hér verður einnig svarað spurningunni: Hver algengustu trúarbragða nútímans eru elst? Verður sagt frá þeim trúarbrögðum sem flestir aðhyllast í heiminum í dag, kristni, íslam, hindúisma og búddisma. Auk þess verður fjallað um gyðingdóm sem fellur ekki í flokk útbreiddustu trúarbragða nú á tímum en sem er engu að s...

category-iconBókmenntir og listir

Hvað er strúktúralismi?

Strúktúralismi er rannsóknaraðferð sem á rætur að rekja til kenninga svissneska málvísindamannsins Ferdinands de Saussure (1857-1913). Hann er stundum talinn vera faðir nútíma málvísinda og leitaðist við að útskýra kerfi tungumálsins í stað þess að rekja sögu einstakra mála. Þrjár ályktanir Saussure um tungumál...

category-iconLæknisfræði

Hvenær er sjúkdómur faraldur og hvenær verður hann heimsfaraldur?

Faraldur (e. epidemic): Alþjóða heilbrigðismálastofnunin WHO hefur skilgreint faraldur sem tilvist sjúkdóms, ákveðins heilsutengds atferlis eða annarra atburða sem varða heilsu fólks innan ákveðins samfélags eða landsvæðis, í tíðni sem er umfram það sem vænta má undir eðlilegum kringumstæðum. Hægt er að skilgreina...

category-iconLæknisfræði

Hvenær kom skaðsemi reykinga fyrst í ljós og hvað gerðist í kjölfarið?

Upprunalega spurning Snædísar Ingu hljóðaði svona: Hvaða ár var uppgötvað að reykingar eru skaðlegar og hver uppgötvaði það? Tóbaksplantan er upprunnin frá Ameríku. Fyrir þúsundum ára reyndu töfralæknar í Nýja heiminum að nota reyk úr tóbaksplöntum til að meðhöndla ýmsa kvilla auk þess sem tóbak var notað í...

category-iconFöstudagssvar

Af hverju erum við í nærbuxum? Er það félagslegt eða vegna þæginda?

Nærbuxur hafa væntanlega þróast fyrst sem hlífðarfatnaður, en öðlast síðan táknræna merkingu með ýmsum hætti í tímans rás. Mannfræðingar hafa í rannsóknum sínum fundið og sagt frá fjölmörgum þjóðflokkum víðs vegar um heim, sem ganga um án þess að fara í buxur eða skýlu. Því verður ekki sagt að nærbuxnan...

category-iconVeðurfræði

Hver yrðu áhrif sólarljóssins á jörðina ef ekki væri raki í andrúmsloftinu sem dreifir og endurkastar því?

Í stuttu máli má segja að raki eða vatnsgufa í lofthjúpnum sé ein af gróðurhúsalofttegundunum. Líklegast er því að minni raki í loftinu mundi leiða til nokkurrar kólnunar. Málið er þó talsvert flókið eins og nánar kemur fram í textanum hér á eftir. Ef vatnsgufan þéttist í dropa sem mynda ský eykst endurkast sól...

Fleiri niðurstöður