Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1514 svör fundust

category-iconTrúarbrögð

Hefur föstumánuðinn Ramadan borið upp á hásumar eftir að íslam kom til sögu?

Spyrjandi á væntanlega við það hvort Ramadan hafi borið upp á hásumar á norðurhveli, þar sem meirihluti mannkynsins og múslima býr, en þá er sem kunnugt er hávetur á suðurhveli, og öfugt. Allir dagar ársins eru jafnlíklegir sem upphafsdagur Ramadans og því hefur hver dagur gegnt því hlutverki 3-5 sinnum á þeim tæp...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hvað er átt við með sviðshugtakinu í eðlisfræði? Hvernig er hægt að setja það fram án þess að lenda í hring?

Spyrjandi bætir einnig við:Að hvaða leyti er sviðshugtakið spor fram á við miðað við fjarhrifshugmyndir, til dæmis þær sem Newton setti fram?Allt frá því um miðbik nítjándu aldar hafa eðlisfræðingar talað um rafsvið (electric field) og margir kannast sjálfsagt einnig við hliðstæðu þess, segulsviðið (magnetic field...

category-iconStærðfræði

Hver var Ólafur Dan Daníelsson og hvert var framlag hans til stærðfræðinnar?

Ólafur Dan Daníelsson (1877-1957) kennari, vísindamaður og menntafrömuður var fæddur í Viðvík í Skagafirði, 31. október 1877. Eftir stúdentspróf 1897 hélt hann til Danmerkur til stærðfræðináms þar sem aðalkennarar hans voru H. Zeuthen og J. Petersen, báðir sérfræðingar í rúmfræði. Ritgerðir Ólafs eru undir sterkum...

category-iconHeimspeki

Hver er munurinn á kommúnista og femínista?

Eins og með flesta „isma“ og „ista“ þá er hvorki til ein og endanleg skilgreining á femínista né kommúnista. Um er að ræða fjölbreyttar stefnur og hreyfingar og má finna um þær fjöldamörg dæmi í mannkynssögu síðustu alda frá ólíkum svæðum jarðar. En einnig er um að ræða hugmyndir eða hugsjónir sem fólk nýtir til a...

category-iconJarðvísindi

Af hverju verða svona margir jarðskjálftar við Grímsey?

Í svari Steinunnar S. Jakobsdóttur við spurningunni Hvað veldur jarðskjálftum? kemur fram að ysta lag jarðarinnar, jarðskorpan, er samsett úr mörgum flekum sem hreyfast hver miðað við annan. Flekarnir ýmist nuddast saman á hliðunum, eins og til dæmis á Suðurlands- og Tjörnesbrotabeltunum, ýtast hvor frá öðrum, þan...

category-iconEfnafræði

Er minna súrefni í heitu lofti en köldu?

Spurninguna má skilja á fleiri en einn máta. Ef við erum til dæmis að hugsa um loft inni í herbergi (það er í ákveðnu rúmmáli) þegar hitastigið er annars vegar -10°C og hins vegar þegar hitastigið er 40°C þá er heildarfjöldi sameinda meiri við lægra hitastigið ef loftþrýstingurinn er sá sami. Mismunurinn er um það...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað er hægt að segja um hæstu tölu sem gengur upp í tiltekinni tölu, meðal annars ef hún er margfeldi tveggja frumtalna?

Upphafleg spurning var sem hér segir:Ef p og q eru prímtölur og r = p ∙ q, er þá hæsta talan sem gengur upp í r rótin af r og það er þegar p = q?Hér er spurt um helstil margt í senn en við höfum reynt að greiða úr því. Fyrst er rétt að rifja það upp að frumtala eða prímtala er tala sem engin heiltala gen...

category-iconJarðvísindi

Er mögulegt samkvæmt flekakenningunni, að Ísland verði einhvern tíma tvö lönd, Egilsstaðir öðrum megin og Ísafjörður hinum megin?

Möttulstrókurinn undir Íslandi heldur landinu uppi, ef svo má segja, og sennilega á hann sinn þátt í gliðnun Atlantshafsins. En hugsum okkur að „slökknaði á“ möttulstróknum en gliðnun héldi áfram. Þá mundi þrennt gerast:Austur- og Vesturland ræki hvort frá öðru, lítil kvika kæmi upp milli flekanna tveggja, og ...

category-iconVísindavefur

Hvað er Plútó þungur?

Athugasemd ritstjórnar: Þegar þetta svar var upphaflega skrifað var Plútó flokkaður sem ein af reikistjörnum sólkerfisins. 24. ágúst árið 2006 samþykkti Alþjóðasamband stjarnfræðinga aftur á móti nýja skilgreiningu á reikistjörnum. Plútó fellur ekki undir hana og telst nú til dvergreikistjarna. Reikistjörnurnar er...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Til hvers nota fílar ranann?

Rani fíla gegnir margþættu hlutverki. Fyrst má nefna að fílar nota hann til að afla sér fæðu. Þeir brjóta með honum greinar af trjáplöntum og stinga upp í sig. Rannsóknir hafa sýnt að fílar geta lyft allt að 250 kg með rananum. Fílar nota ranann einnig til að taka upp vatn, til drykkjar, þvotta og kælingar. V...

category-iconLífvísindi: almennt

Af hverju eru til svona margar dýrategundir?

Meginskýringin á þessu er fólgin í þróunarkenningunni. Tegundir dýra og jurta verða til með þróun þar sem tvær tegundir koma í stað einnar og verða til út frá henni. Til að skilja þetta betur skulum við líta á dæmi. Hugsum okkur hóp dýra sem teljast til sömu tegundar og hafa samgang innbyrðis, þannig að hvaða k...

category-iconMálvísindi: íslensk

Er það rétt að ekkert rími við orðin tungl og vatn?

Orðin tungl og vatn eru vissulega erfið rímorð. Í þjóðsögum Jóns Árnasonar (II:21-22) segir frá því að Kolbeinn Jöklaskáld og kölski hafi samið um að kveðast á og skyldu þeir sitja hvor hjá öðrum á Þúfubjargi. Fyrri hluta nætur átti kölski að yrkja fyrri partinn en Kolbeinn að botna en síðari hluta nætur orti ...

category-iconLífvísindi: almennt

Af hverju hafa ekki allar tegundir apa þróast alveg eins og menn?

Nokkur megineinkenni líffræðilegrar þróunar eru þau að hún er ekki fyrirfram ákveðin, hún felur í sér breytileika einstaklinga af sama stofni og síðan sundurleitni tegunda. Þetta er einna líkast því að við sáum fyrir fljótsprottnu tré á ákveðnum stað og komum síðan fyrir litlum bolta fyrir ofan staðinn í hæfilegri...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvers konar buxur eru hrognabuxur?

Flestir kannast vel við hrogn sem oftast er unnt að kaupa úr fiskborðinu í febrúarmánuði. Það eru eggin inni í sekknum sem nefnast hrogn áður en fiskurinn hefur gotið en eftir það kallast þau gota, gytja eða gýta. Sekkurinn utan um eggin er nefndur hrognabrækur eða hrognabuxur, enda minnir hann á buxur.Færri k...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvernig getur eitthvað verið kolólöglegt? Hvaða kol er átt við?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svo:Hvað getið þið sagt mér um forsliðinn kol- sem til dæmis má finna í orðunum kolólöglegt, kolvitlaust og kolrangstæður? Hvað þýðir það í þessu samhengi og hver er uppruni þess? Forliðurinn kol- er oft notaður í samsettum orðum til áherslu. Í Íslenskri orðsifjabók Ásgeirs Blö...

Fleiri niðurstöður