Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 4895 svör fundust
Er hægt að rökstyðja allt?
Rök eða röksemdafærslur eru ástæður sem við gefum fyrir því að fallast á tiltekna fullyrðingu, sem við getum kallað niðurstöðu röksemdafærslunnar. Í svari sínu við spurningunni Hvað eru skynsamleg rök? segir Erlendur Jónsson: Nú er gerður greinarmunur á tvenns konar röksemdafærslum, annars vegar afleiðslu, þar se...
Af hverju er svona hættulegt að eyða regnskógum, vaxa þeir ekki bara strax upp aftur?
Vissulega geta regnskógar vaxið aftur en það eru þó mörg vandamál fyrir hendi. Þó að regnskógar séu mjög frjósamir og hafi mikinn líffræðilegan fjölbreytileika, þá er jarðvegur þeirra einungis frjósamur í efstu 5 sentimetrunum. Eftir að skógurinn er ruddur helst frjósemin ekki lengi í jarðveginum sem skolast burtu...
Má borða fræin úr vatnsmelónum?
Vatnsmelóna er ávöxtur vatnsmelónuplöntunnar (Citrullus lanatus) en hún er af graskeraætt (Cucurbitaceae) eins og agúrkur, eggaldin og grasker. Margir eru hrifnir af vatnsmelónum enda ávöxturinn ferskur, safaríkur og svalandi. Melónan er gjarnan borðuð ein og sér en einnig er vinsælt að nota hana í salöt eða dryk...
Hvernig sé ég hvort ljósmynd sé listaverk eða ekki?
Einfaldasta svarið við þessari spurningu er að þú sérð það ekki. Fyrir því eru tvær meginástæður. Hin fyrri er sú að það hvort hlutur er listaverk veltur á mörgu öðru en því sem við sjáum, til dæmis á samhenginu sem hluturinn stendur í, hugmyndinni að baki verkinu, ætlun listamannsins, og þeim möguleikum sem l...
Vatn er glært en samt varpar það skugga, af hverju?
Áður en við svörum spurningunni þurfum við að átta okkur á því hvað skuggi er. Hugsum okkur að við stöndum í litlu herbergi fyrir framan ljósan vegg. Nálægt hinum enda herbergisins er lampi sem lýsir á okkur og vegginn. Þegar horft er á vegginn sjást útlínur líkama okkar. Fyrir innan útlínurnar er veggurinn dekkri...
Hvaða rökvilla nefnist alhæfing?
Stysta svarið, sem hægt er að gefa við þessari spurningu, styðst við þónokkur íðorð eða tæknileg heiti, sem kalla aftur á nánari útskýringar. En byrjum á stutta svarinu: Alhæfing er rökvilla sem notar tilleiðslu til að álykta um hið almenna út frá hinu einstaka. Rökvilla er röksemdafærsla sem kann að vir...
Af hverju má ekki setja góða hnífa í uppþvottavél, gerir vélin eitthvað annað en uppþvottabursti og sápa?
Þessi spurning hefur oft borist Vísindavefnum: Af hverju verða hnífar bitlausir ef þeir eru þvegnir með sápu eða settir í uppþvottavélar? (Fannar Andrason) Verða góðir hnífar bitlausir og lélegir á því að fara í uppþvottavél og ef svo er hvað veldur því að uppvask fer ekki jafn illa með þá? (Dagur Fanna...
Hvernig virka vindmyllur?
Hér er einnig svarað spurningunum: Hvernig er rafmagn búið til úr vindi? Hvernig eru vindmyllur gerðar? Í einföldu máli þá virkar vindmylla á öfugan hátt við viftu. Í staðinn fyrir að nota rafmagn til að búa til vind þá er vindur notaður til að búa til rafmagn. Vindurinn kemur hreyfli á snúning og hreyfillinn...
Við hvaða hita snjóar? Getur snjóað í miklu frosti?
Stöku sinnum snjóar í skamma stund í 2 til 4°C hita, en hiti er langoftast neðan við 0,5°C í snjókomu. Líkur á mikilli snjókomu minnka að jafnaði eftir því sem frost er meira, en mikil úrkoma myndast þó í skýjum þar sem hiti er lægri en -8°C sé uppstreymi þar jafnframt mikið. Það getur snjóað mikið í miklu frost...
Hvernig lýsir botnlangabólga sér?
Botnlangabólga er algengasta orsök skurðaðgerða meðal vestrænna þjóða. Botnlangabólga er talin vera menningarsjúkdómur þar sem hún er óalgeng meðal íbúa þjóða sem búa við kröpp kjör. Allir geta fengið botnlangabólgu en hún er sjaldgæfari hjá börnum yngri en 2 ára og eldra fólki. Sjúkdómurinn er algengastur milli 2...
Hvernig lítur stjörnumerkið Tvíburarnir út?
Tvíburarnir eru eitt hinna 88 stjörnumerkja sem þekja himinhvelfinguna. Merkið er áberandi því björtustu stjörnurnar, Kastor og Pollux, eru í hópi 50 skærustu stjarna á næturhimninum. Tvíburamerkið er nokkuð stórt um sig þótt stutt sé á milli tveggja björtustu stjarnanna og lendir það í 17. sæti þegar stjörnumerkj...
Hvað þýðir mánaðarheitið þorri og hversu gamall siður eru þorrablótin?
Þorri er nafnið á fjórða mánuði vetrar að gömlu íslensku misseratali. Hann hefst á föstudegi á bilinu 19.–26. janúar og lýkur á laugardegi áður en góa tekur við. Sá laugardagur er nefndur þorraþræll. Í Íslenskri orðsifjabók Ásgeirs Blöndals Magnússonar (1989:1188) kemur fram að orðið sé oftast tengt sögninni að...
Hver var James Hutton og hvert var hans framlag til jarðfræðinnar?
James Hutton (1726-1797) telst hafa lagt grundvöll að nútíma jarðfræði. Hann var Skoti, fæddur í Edinborg þar sem hann bjó lengst af. Þar í borg var á ofanverðri 18. öld þungamiðja „skosku upplýsingarinnar“ svonefndu, og Hutton var framarlega í flokki andans manna sem komu sama vikulega til að ræða málin – meðal þ...
Hver var Wilhelm Johannsen og hvert var hans framlag til erfðafræðinnar?
Wilhelm Ludwig Johannsen var einn af þekktustu erfðafræðingum heims á fyrstu áratugum 20. aldar. Hann var fæddur í Kaupmannahöfn árið 1857. Ungur hóf hann nám í lyfjafræði og lauk því árið 1879. Árið 1881 varð hann aðstoðarmaður efnafræðingsins Johans Kjeldahls á rannsóknarstofu Carlsbergs, en viðfangsefni hans vo...
Var líkið af Walt Disney virkilega fryst og geymt í kæli?
Þann 15. desember árið 1966 lést Walt Disney af völdum krabbameins í lungum. Skömmu síðar komust á kreik sögusagnir um að hann hefði séð til þess að lík hans yrði fryst í þeirri von að hægt væri að endurlífga hann þegar læknavísindum hefði fleygt nógu mikið fram. Raunin er hins vegar allt önnur því lík Walts Disne...