Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust

category-iconJarðvísindi

Af hverju brotnaði Pangea upp?

Hér er einnig að finna svar við spurningunum:Voru allar heimsálfurnar einu sinni eitt land? Verður nokkurn tíma til aftur meginland eins og Pangea? Pangea varð til seint á perm (en perm-tímabilið var frá 285-250 milljónum ára) við samruna Gondwanalands og Evrameríku. Þetta risameginland náði milli heimskauta og t...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Af hverju fer Plútó aðra leið, er hún í öðru sólkerfi?

Athugasemd ritstjórnar: Þegar þetta svar var upphaflega skrifað var Plútó flokkaður sem ein af reikistjörnum sólkerfisins. 24. ágúst árið 2006 samþykkti Alþjóðasamband stjarnfræðinga aftur á móti nýja skilgreiningu á reikistjörnum. Plútó fellur ekki undir hana og telst nú til dvergreikistjarna. Reikistjörnurnar er...

category-iconUnga fólkið svarar

Hver fann upp áfengið?

Við gerum ráð fyrir að spyrjandi eigi við áfenga drykki, en sjálft áfengið í þeim, etanólið (C2H5OH), er náttúrulegt efni og ekki fundið upp af neinum. Menn hafa bruggað og drukkið áfengi allt frá forsögulegum tíma. Þetta á þó bara við um gerjaða drykki eins og bjór og vín, það er drykki sem framleiddir eru me...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hverjir eru kostir og gallar atferlisþjálfunar fyrir börn?

Atferlisþjálfun er markviss notkun á vel þekktum námslögmálum í þeim tilgangi að kenna eða móta tiltekna hegðun og losna við aðra úr hegðunarmynstri einstaklings. B. F. Skinner (1904-1990) setti þessi lögmál fram einna fyrstur manna og byggja þau á þeirri grundvallarhugmynd að hegðun skilyrðist eða lærist vegna þe...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvert fara langreyðar sem eru við Ísland á sumrin á veturna?

Langreyður (Balaenoptera physalus) telst vera algengust stórhvela hér við land. Hún heldur sig á djúpslóð eins og aðrir risavaxnir reyðahvalir og kann best við sig í kaldtempruðum sjó á sumrin. Langreyðurin er fardýr líkt og flestir aðrir hvalir hér við land. Hún kemur hingað snemma á vorin og fer seint á haus...

category-iconFornfræði

Tók gríska gyðjan Aþena þátt í einhverjum bardögum?

Já, Aþena tók þátt í bardögum meðal annars í Trójustríðinu þar sem hún veitti Akkeum, það er Grikkjum, lið. Í fimmtu bók Ilíonskviðu segir til dæmis frá því þegar Ares veitti Trójumönnum liðveislu í bardaga. Þá fengu þær Hera og Aþena leyfi hjá Seifi til þess að skerast í leikinn og veita Akkeum aðstoð. Með hjálp ...

category-iconEfnafræði

Hvernig er áfengisprósenta drykkja reiknuð? Hvernig tengist hún mólstyrk?

Þegar talað er um áfengisprósentu í drykk er yfirleitt átt við hlutfall etanóls af rúmmáli hans. Einnig er stundum átt við hlutfall etanóls af massa drykkjarins, en slíkt er þó sjaldgæfara. Þegar þeirri aðferð er beitt er því ástæða til að taka það sérstaklega fram. Mólmassi etanóls er um það bil 46 g/mól og e...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Ég las í grein frá 1919 að flugvöllur í Reykjavík þyrfti að vera 4-500 stikur á lengd, hvað er það samkvæmt metrakerfinu?

Stika er gömul lengdarmálseining og lengd hennar er nokkuð misjöfn. Ein stika getur jafngilt: einni alin einni og hálfri danskri alin 55,6 cm einum metraUm lengdarmálseininguna alin er það að segja að hún táknar fjarlægðina frá olnboga fram fyrir fingurgóm, oftast góm löngutangar en stundum þumalfingurs. Samkv...

category-iconEfnafræði

Hvað merkir fúleggjalykt af jökulám?

Hér er sennilega vísað til „jöklafýlu“ sem liggur að baki nafninu Fúlilækur, samnefni Jökulsár á Sólheimasandi, og stafar af brennisteinsvetni, H2S, í vatninu. Undir ýmsum jöklum landsins, einkum Vatnajökli og Mýrdalsjökli, eru virkar eldstöðvar með jarðhitakerfum undir jökulísnum. Frá þeim streyma gufur, einkum k...

category-iconHugvísindi

Hvað getið þið sagt okkur um baðhús og baðmenningu í Rómaveldi?

Almenningsböð voru mikilvægur þáttur í menningu Rómverja. Þau eru talin eiga uppruna sinn á 2. öld f.Kr. Flestir höfðu ekki aðgang að baði í heimahúsum og urðu því að fara í baðhús (balnea) til þess að baða sig. Einungis þeir allra ríkustu höfðu efni á að hafa laugar inni á eigin heimili. Baðhúsin urðu æ glæsilegr...

category-iconVísindi almennt

Hver fann upp límmiðann og af hverju?

Límmiðar af því tagi sem flestir þekkja komu til sögunnar árið 1935 þegar bandaríski uppfinningamaðurinn R. Stanton Avery (1907-1997) skeytti saman mótor úr þvottavél, nokkrum vélarhlutum úr saumavél, útskurðarsög og öðru sem til þurfti. Afraksturinn var ný tegund af vél sem gat framleitt límmiða sem voru „sjál...

category-iconLæknisfræði

Hvenær var getnaðarvarnarpillan fyrst tekin í notkun á Íslandi?

Um sögu pillunnar er fjallað ýtarlega í svari við spurningunni Hvernig varð getnaðarvarnarpillan til? en þar kemur meðal annars fram að Enovid, fyrsta tegund pillunnar, fékk upphaflega markaðsleyfi í Bandaríkjunum árið 1957. Til að byrja með var Enovid flokkað sem lyf gegn kvensjúkdómum og eingöngu mátti ávísa því...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hver er rétta skýringin á orðinu skammrif?

Fyrir nokkru svaraði ég fyrirspurn um hvað orðasambandið að böggull fylgi skammrifi merkti. Athugull lesandi hafði samband við Vísindavefinn og benti á að skýring mín á skammrifi væri röng. Ég mun því fara yfir málið aftur, byrja á því að skoða elstu heimildir og rekja síðan merkingarlýsinguna eins og hún birtist...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvað getur þú sagt mér um lungun og hvað öndum við mörgum lítrum af lofti að okkur á sólarhring?

Lungun eru tveir svampkenndir, loftfylltir pokar sitt hvorum megin í brjóstholinu. Þau eru helstu öndunarfæri líkamans. Barkinn leiðir innöndunarloft ofan í lungun en hann klofnar í tvær berkjur sem síðan greinast í sífellt minni berklur í hvoru lunga. Á endum minnstu berklnanna eru klasar af blöðrum, svokölluðum ...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvaðan kom COVID-19-veiran?

Með því að skoða erfðamengi kórónaveirunnar sem veldur COVID-19 í fólki er hægt að varpa ljósi á uppruna hennar.[1] Sýkingin var fyrst greind í Wuhan-borg í Kína í desember 2019 en nú er vitað að veiran var farin að sýkja einstaklinga í borginni um miðjan nóvember. Í grein sem birtist í lok janúar 2020 reyna kí...

Fleiri niðurstöður