Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 8676 svör fundust

category-iconMannfræði

Er einhver munur á kynþáttum andlega, til dæmis á gáfum svartra og hvítra manna?

Rannsóknir síðustu áratugi hafa sýnt fram á að flokkun manna í kynþætti er ákveðið afsprengi menningar okkar og sögu, en ekki náttúruleg skipting mannkyns í líffræðilega hópa. Því má segja að flokkun í kynþætti sé félagsleg flokkun byggð á fjöbreytileikanum í svipgerð (e. phenotype) mannkyns, þar sem einkum er ein...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvernig varð íslenskan til?

Þegar Ísland tók að byggjast á 9. öld komu flestir landnámsmanna frá Noregi og tóku sumir á leiðinni þræla á Írlandi. Fyrstu aldirnar var sama tunga töluð á Íslandi og í Noregi þannig að lítill munur var á og orðaforðinn var að mestu norrænn fyrir utan fáein keltnesk tökuorð. Þetta hélst að mestu fram á 13. öl...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Er hægt að sanna að 0,999... = 1 með venjulegum reikningsaðferðum?

Spyrjandi setur spurningu sína upphaflega fram sem hér segir:Ég heyrði þessa skýringu á að 1 væri = 0,99.. óendanlega oft:\(x = 0,99...\) \(10x = 9,99...\) \(10x - x = 9\) eða \(9x = 9\) \(x = 1\)Er þetta rétt?Spurningin vísar í svar Jóns Kr. Arasonar við spurningunni Er talan 0,9999999... = 1? og er lesanda...

category-iconLæknisfræði

Er vaktavinna skaðleg heilsu á einhvern hátt?

Vitað er að almennt hefur vaktavinna áhrif á svefn, líðan og heilsu þeirra sem hana stunda. Það er þó einstaklingsbundið hversu vel fólk nær að aðlagast vaktavinnu eða síbreytilegum vinnutíma. Talið er að einn af hverjum fimm hætti í vaktavinnu af því að hann þolir hana ekki. Það sem virðist skipta mestu máli...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Getur kopar haft skaðleg áhrif á líkamsstarfsemi okkar?

Kopar er mikilvægt snefilefni hjá öllum hryggdýrum. Dagleg þörf fullorðins manns fyrir kopar (Cu) er 30 µg á hvert kíló. Við fáum kopar í gegnum fæðu en á iðnaðarsvæðum geta fíngerðar koparagnir borist í einstaklinga. Kopar binst auðveldlega í blóðvökvanum (serum) við prótínin albumin og transcuprein og berst með ...

category-iconBókmenntir og listir

Hvað eru til margar bækur eftir Desmond Bagley?

Desmond Bagley var enskur spennusagnahöfundur. Hann fæddist 29. október 1923 í bænum Kendal í Cumbria-héraði og lést 12. apríl 1983 á sjúkrahúsi í Southampton, eftir að hafa búið seinustu æviár sín á Ermarsundseyjunni Guernsey. Bagley ferðaðist víða og bjó meðal annars í Suður-Afríku í 15 ár þar sem hann hóf ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hver fann upp regnhlífina?

Eins og með svo margt annað sem notað er í daglegu lífi er ekki hægt að segja nákvæmlega til um hver fann upp regnhlífina. Saga regnhlífarinnar, eða réttara sagt sólhlífarinnar, nær árþúsundir aftur í tímann. Vitað er að heldra fólk í Egyptalandi, Mesópótamíu, Kína og Indlandi notaði einhverskonar hlífar til að sk...

category-iconJarðvísindi

Hvar eru helstu jarðhitasvæði í útlöndum og eru þau nýtt eins og hér?

Kraftmestu jarðhitasvæði heims eru í löndum þar sem eru virk eldfjöll. Hér á landi eru kraftmestu jarðhitasvæðin, sem við köllum háhitasvæði, á gosbeltum landsins þannig að hvert háhitasvæði tengist ákveðinni eldstöð í gosbeltunum. Í eldfjallalöndum eins og Indónesíu, Japan, Papúa Nýju-Gíneu, Filippseyjum, Mexík...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Af hvaða dýri er kötturinn kominn?

Forfaðir heimiliskattarins, samkvæmt rannsóknum á erfðaefni, er afríski villikötturinn (Felis silvestris lybica). Við getum því útilokað evrópska villiköttinn (Felis silvestris silvestris) í þessu faðernismáli. Heimildir eru til um ketti í þorpum og borgum Palestínu fyrir sjö þúsund árum og heimiliskötturinn v...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Er slæmt fyrir stelpur að slá með sláttuorfi?

Hér er einnig svarað spurningunum: Hvaða áhrif hefur það á móðurlífið að vinna á orfi? Ættu konur ekki að vinna á orfi eða er það bara vitleysa?Ekki er unnt að svara því á afgerandi hátt og með fullri vissu hvort hættulegt sé fyrir stúlkur að vinna með tæki sem valda titringi um allan líkamann eins og sláttuorf. ...

category-iconFélagsvísindi almennt

Hver er algengasti fæðingardagur á Íslandi?

Það er hægt að svara þessari spurningu á nokkra vegu, allt eftir því hvaða merking er lögð í 'á Íslandi'. Er átt við algengasta fæðingardag Íslendinga og skiptir þá máli hvort þeir búa á Íslandi eða ekki? Eða er átt við algengasta fæðingardag þeirra sem búa á Íslandi, sem eru vitaskuld ekki allir íslenskir ríkisbo...

category-iconBókmenntir og listir

Hvað getið þið sagt mér af goðsögunni um Orfeif?

Orfeifur var sonur Oeagrusar Þrakíukonungs og listagyðjunnar Kallíópu sem nefndist svo vegna þess hve rödd hennar var þýð. Orfeifur var frægasti söngvari, skáld og tónlistarmaður fornaldar. Grísku músurnar eða menntagyðjurnar, kenndu honum að leika á lýru og með hljóðfæraslætti gat hann hann tamið villidýr og sagt...

category-iconLandafræði

Hvað eru mörg ríki í Norður- og Suður-Ameríku?

Hvaða ríki teljast til Norður-Ameríku og hver til Suður-Ameríku fer aðallega eftir skilgreiningum á landsvæðunum. Einnig skiptir máli hvort eingöngu eru talin sjálfstæð ríki eða hvort öll lönd, burtséð frá því hvort þau hafa fullt sjálfstæði eða ekki, teljast með. Löng hefð er fyrir því að skipta Ameríku í tvæ...

category-iconJarðvísindi

Hvað er vitað um eldstöðina í Öræfajökli?

Vísindavefnum hafa borist tvær fyrirspurnir um eldstöðina Öræfajökul og voru þær báðar í nokkrum liðum. Spurt var um eftirfarandi:Er Öræfajökull virk eldstöð?Hvenær gaus síðast í Öræfajökli?Er Öræfajökull deyjandi eldstöð?Má búast við gosi í Öræfajökli og hvernig er reiknað með að afleiðingarnar yrðu í dag? Er sér...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Eru bleikháfar hættulegir mönnum?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Er til bleikháfur og ef svo er hversu hættulegur er hann mönnum? Samkvæmt Sjávardýraorðabók Gunnars Jónssonar fiskifræðings gengur hákarlategundin Carcharhinus leucas undir heitinu bleikháfur á íslensku. Tegundin er þó kunnari undir heitinu nautháfur sem er bein þýðing á enska h...

Fleiri niðurstöður