Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 5814 svör fundust
Er vörumerkið Nike nefnt eftir grísku gyðjunni Níke?
Já, vörumerkið er nefnt eftir sigurgyðjunni Níke en nafn hennar merkir einfaldlega "sigur" á grísku. Ástæðan er einföld: í íþróttum er keppt til sigurs. Níke er hvergi getið í kviðum Hómers en skáldið Hesíódos (uppi á seinni hluta 8. aldar f.Kr.) segir að sigurgyðjan hafi verið dóttir Pallasar og Styx, dóttur ...
Hvaðan kemur sögnin 'að spóka sig'?
Elstu dæmi í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans um sögnina að spóka sig ‛ganga um, sýna sig, láta á sér bera’ eru frá síðasta þriðjungi 19. aldar. Eldra er nafnorðið spóki ‛oflátungur, spjátrungur’ frá síðasta þriðjungi 18. aldar. Einnig eru til lýsingarorðin spók(ar)alegur og spókinn í merkingunni ̵...
Voru geðsjúkdómar jafnalgengir fyrr á tímum eins og núna?
Geðlæknisfræðin hefur gjörbreyst á síðustu áratugum. Sennilega er tíðni ákveðinna geðsjúkdóma hin sama nú og áður eins og geðklofa og geðhvarfa, en mörg önnur vandamál hafa aukist allverulega. Geðlækningar sinna núna alls konar tilvistarvandamálum, kvíða, fælni og samskiptavandamálum. Þessi vandamál hafa sennilega...
Hvernig get ég peppað einhvern upp?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Hvað þýðir að vera "peppaður" eða "peppuð"? Hvaðan er orðið komið og hvað er það gamalt? Sögnin að peppa er venjulega notuð með atviksorðinu upp, það er peppa einhvern upp, í merkingunni að 'lífga upp á, hressa við’. Af henni er dregið lýsingarorðið peppaður 'sá sem ...
Hvað heitir fiskurinn Sander lucioperca á íslensku?
Íslenska heitið á tegundinni Sander lucioperca er vatnaviðnir eða gedduborri. Þetta er ferskvatnsfiskur sem lifir villtur í ám og vötnum í Evrópu og vestanverði Asíu allt austur til Aralvatns. Hann finnst í vötnum og stórum og straumlitlum ám svo sem í Elbe í Póllandi og Dóná. Gedduborinn lifir einnig í Kaspía...
Hvernig hefur hitastig á jörðinni breyst síðastliðin hundrað ár?
Loft og haf á jörðinni er nú um 1°C hlýrra en fyrir hundrað árum. Á sama tíma hefur hlýnað enn meira á Íslandi eða um 1,5°C. Helmingur hlýnunarinnar hefur orðið á síðastliðnum þrjátíu árum. Mörgæsir geta ekki flogið en synda vel og vilja frekar lifa á sjávardýrum í Suður-Íshafinu en mjólkurís. Heimskautasvæ...
Hvaðan kemur orðið temmilegt?
Hver er uppruni orðsins temmilegt? Má skilja sem svo að ef það er borið saman við orðið glæsilegt, þá sé hægt að segja að eitthvað sé temmt, svona eins og eitthvað er glæst? Spurningin í fullri lengd var svona: Hver er uppruni orðsins temmilegt? Er hægt að segja að eitthvað sé temmt, svona eins og eitthva...
Vilja ekki allir Íslendingar hafa hraðlest á milli Keflavíkur og Reykjavíkur?
Einfalda svarið við þessari spurningu er vitaskuld nei; það eru örugglega til nokkrir Íslendingar sem vildu ekki slíka lest, jafnvel þótt það kostaði ekkert að leggja brautina og reka lestina, ef svo má að orði komast! Hér verður ekkert fullyrt um það hve margir fylla þann flokk en hafa má í huga að lestirnar mynd...
Við hvaða hita er eðlismassi mældur? Hann hlýtur að vera breytilegur vegna hitaþenslu?
Það er rétt að eðlismassi fer eftir hita. Flest efni þenjast út við hitun, það er að segja að rúmmálið eykst. Þar sem eðlismassi er massi deilt með rúmmáli og massinn breytist ekki, þá þýðir þetta að eðlismassinn minnkar yfirleitt við hitun. Engu að síður er hægt að mæla eðlismassa við hvaða hita sem vera skal....
Hvar má finna upplýsingar um steingervinga á Íslandi?
Helstu heimildir um steingervinga á Íslandi eru líklega þessar: 1. Sigríður Friðriksdóttir 1978. „Fundarstaðir skelja frá síðjökultíma“, Náttúrufræðingurinn, 48, bls. 75-85. 2. Sigríður Friðriksdóttir 1978. „Fundarstaðir surtarbrands og annarra plöntuleifa“, Náttúrufræðingurinn, 48, bls. 142-156. 3. Leifu...
Hvað er mórinn í Sundahöfn talinn vera gamall?
Elliðavogslögunum er lýst í jarðfræði Þorleifs Einarssonar, bls. 259 (Myndun og mótun lands, Mál og menning 1991). Við Elliðavog, í Háubökkum og Ártúnshöfða koma fram setlög milli Reykjavíkurgrágrýtis og hraunlagamyndunar frá ár-kvarter (fyrri hluta kvartertímabilsins). Setsniðið er um 8 m þykkt, og efst í því, un...
Hver er munurinn á 194. og 195. grein hegningarlaganna og hvernig er ákveðið eftir hvoru er dæmt?
Í 194. grein almennra hegningarlaga númer 19/1940 með síðari breytingum segir að hver sem með ofbeldi eða hótun um ofbeldi þröngvar manni til holdlegs samræðis eða annarra kynferðismaka skuli sæta fangelsi ekki skemur en 1 ár og allt að 16 árum. Til ofbeldis telst svipting sjálfræðis með innilokun, lyfjum eða öðru...
Hvað er Morse-kóði og hvernig verkar hann?
Morse-kóði er gamalt samskiptaform þar sem hver bókstafur er táknaður með ákveðnum fjölda punkta og strika. Sem dæmi er bókstafurinn A í Morse-kóðanum táknaður með punkti og bandstriki eins og hér er sýnt: A = .- Þetta táknkerfi var notað í svokölluðum ritsíma (e. telegraph), til dæmis á skipum og í lestum til ...
Hvað eru Petronas-turnarnir háir og stórir?
Hér er reynt að svara eftirtöldum spurningum:Hvað eru Petronas-turnarnir stórir? (Jónas Bergsteinn Þorsteinsson) Hvað eru Petronas-turnarnir þungir? (Ísak Hilmarsson) Hvert er rúmmál Petronas-tvíburaturnanna í Malasíu? (Ísak Már Símonarson) Hvað eru gluggarnir stórir í Petronas-turnunum? (Sólmundur Gísli) Í sv...
Hvernig er jafnan um flatarmál hrings sönnuð?
Oft er um margar leiðir að velja til að sanna mikilvægar niðurstöður í stærðfræði, og svo er einnig hér. Við veljum eftirfarandi aðferð: Skiptum hring með geisla (radía) r í geira út frá miðju á sama hátt og þegar hringlaga terta er skorin í tertuboði, utan hvað við höfum geirana mjög litla; látum stærð þeirra ...