Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 9640 svör fundust

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað er demantsskellinaðra?

Rúmlega 30 tegundir teljast til ættkvíslar skröltorma eða skellinaðra (Crotalus). Tvær þessara tegunda mætti kalla demantsskellinöðrur, demantsskellur eða demantsbak út frá enska heiti þeirra, annars vegar er það vestræni demantsbakurinn eða texasskella (Crotalus atrox, e. Western diamondback rattlesnake, Texas di...

category-iconStærðfræði

Hvað er talnalæsi?

Talnalæsi er glöggskyggni á tölur sem koma fyrir í hversdagslegu lífi og færni í meðferð talna. Talnalæsi er ekki háð því að hafa lært mjög mikið í stærðfræði heldur að hafa sjálfstraust til að nýta kunnáttuna vel. Talnalæsi kemur meðal annars við sögu í meðferð fjármuna, og mælingu á tíma, lengd, fjarlægð, rými o...

category-iconFélagsvísindi almennt

Hvað eru samfélagsmiðlar?

Samfélagsmiðlar (e. social media) hafa á skömmum tíma orðið mikilvægur þáttur í daglegu lífi margra. Þeir eru meðal annars notaðir til að fylgjast með fréttum, skoða nýjustu tískustrauma, senda skilaboð, deila myndum, bjóða fólki á ýmsa viðburði, hlusta á tónlist, horfa á myndbönd um allt milli himins og jarðar, f...

category-iconBókmenntir og listir

Hvað er fornyrðislag?

Kvæði lík eddukvæðum eru til á ýmsum germönskum tungumálum, svo sem fornensku og fornháþýsku. Enn er deilt um aldur hinnar fornensku Bjólfskviðu og fornháþýsku Hildibrandskviðu en bæði kvæðin eru þó bersýnilega undir sama samgermanska bragarhættinum og norræn kvæði á borð við Völuspá og Atlakviðu. Þannig eru edduk...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað éta selir?

Selir (Phocidae) eru rándýr og öll fæða þeirra kemur úr dýraríkinu, aðallega fiskur. Mögulega er allt að 80% af þeim lífmassa sem selir éta fenginn með fiskáti. Fæðuvenjur eru þó mismunandi á milli tegunda og margar tegundir lifa að einhverju eða miklu leyti á ýmsum öðrum hópum dýra svo sem sjávarhryggleysingjum. ...

category-iconEfnafræði

Hvað er kolefnisár?

Ein leið til að aldursgreina dýra- og jurtaleifar er með hlutföllum samsæta kolefnis og er þá mælt hversu mikið af kolefnissamsætunni C-14 (einnig ritað 14C) er til staðar í sýnunum miðað við kolefnissamsætuna C-12. Þetta hlutfall 14C/12C í sýnunum er síðan borið saman við hlutfallið í andrúmsloftinu og helminguna...

category-iconBókmenntir og listir

Hvað er nýklassík?

Á íslensku er hugtakið nýklassík eða nýklassismi aðallega notað um tónlistarstefnu sem spratt upp í París snemma á 20. öld. Stefnan var að ýmsu leyti andsvar við nútímalegum impressjónisma. Tónskáld sem aðhylltust nýklassísk leituðu fanga í tónlist 18. aldar en sóttu einnig í enn eldri hefðir, til að mynda barokk ...

category-iconEfnafræði

Hvað er gildisrafeind?

Í örstuttu máli eru gildisrafeindir ystu rafeindir frumeindanna. Frumeindir (e. atoms) eru samsettar úr kjarna og neikvætt hlöðnum rafeindum (e. electron) sem sveima í kringum kjarnann. Kjarninn inniheldur jákvætt hlaðnar róteindir (e. protons) og óhlaðnar nifteindir (e. neutrons). Rafeindirnar dreifast um...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað er skotsilfur?

Stundum veltir fólk því fyrir sér hvað fyrri liðurinn skot- í orðinu skotsilfur sé. Í Íslenskri nútímamálsorðabók er skotsilfur skýrt ‘lausir peningar, peningar til að eyða, reiðufé’ og í Íslenskri orðabók er skýringin ‘vasapeningar, eyðslueyrir, reiðufé’ en þar kemur líka fram að skot eitt og sér geti m.a. merkt ...

category-iconJarðvísindi

Hvað eru nútímahraun?

Nútímahraun eru öll þau hraun sem runnið hafa á Íslandi á jarðsögutímabilinu nútíma og ísaldarjökull hefur ekki gengið yfir. Núverandi jarðsögutímabil kallast kvarter og það skiptist í tvö önnur jarðsögutímabil. Eldra tímabilið nefnist pleistósen, eða ísöld á íslensku, en hið yngra hólósen, eða nútími á íslensku.[...

category-iconJarðvísindi

Hvað er kvikuhlaup?

Kvikuhlaup er notað fyrir það fyrirbrigði þegar veggir kvikuhólfs í jarðskorpunni bresta vegna vaxandi þrýstings í hólfinu og kvikan leitar út í sprunguna sem myndast. Kvikufyllta sprungan (kvikugangurinn) getur lengst og víkkað og tekið til sín hluta af kvikunni í hólfinu. Þrýstingur í hólfinu fellur og getur það...

category-iconHagfræði

Hvað er vísitölufjölskylda?

Upprunalega spurningin var: Hvernig er vísitölufjölskylda samsett og á hvaða aldri er fólkið? Hvar má finna reglugerð um samsetningu slíkrar fjölskyldu sem og reglur fyrir hvað skal vera innihald í neyslu slíkrar fjölskyldu? Vísitölufjölskyldan er hugtak sem er notað til að lýsa dæmigerðri íslenskri fjölsky...

category-iconStærðfræði

Hvað er sýndarfylgni?

Hugtakið sýndarfylgni (e. spurious correlation) er notað þegar tengsl mælast á milli tveggja breyta, köllum þær x og y, en á milli þeirra er ekki orsakasamband. Þetta getur gerst fyrir hreina tilviljun en algengara er að breyturnar tvær tengjast báðar annarri breytu, köllum hana z, sem veldur því að svo gæti virst...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað er hljóðlíking?

Hljóðlíking, sem einnig er nefnd hljóðgerving á íslensku, er orð sem myndað er með því að líkja eftir hljóði í náttúrunni. Einfalt dæmi um hljóðlíkingu er nafnorðið mjálm og sögnin mjálma. Orðin tvö líkjast hljóðinu sem kettir gefa frá sér og eru því hljóðlíking. Erlent fræðiheiti hljóðlíkingar er onomatopoeia, sa...

category-iconJarðvísindi

Hvað eru klumpahraun?

Lengi vel var basalthraunum aðeins skipt í tvær tegundir, helluhraun og apalhraun, en nú er ljóst að þetta eru jaðartegundir í samfelldu rófi með nokkrum millitegundum sem endurspegla breytingar á myndunarskilyrðum og flæðimynstri. Hér verður fjallað um klumpahraun (e. rubbly pahoehoe lava) sem eru mjög algeng hra...

Fleiri niðurstöður