Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 938 svör fundust

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað getiði sagt mér um fuglinn túkan (e. Toucan) eða piparfugl?

Túkanar, eða piparfuglar eins og þeir eru yfirleitt nefndir á íslensku, eru allar tegundir innan ættarinnar Ramphastidae eða piparfuglaættar. Um er að ræða 6 ættkvíslir og 40 tegundir. Piparfuglar eru nokkuð breytilegir að stærð. Sá minnsti er leturarki (Pteroglossus inscriptus) sem er 130 g á þyngd og tæpir 30 cm...

category-iconNæringarfræði

Hvaða næringarefni eru í rauðmagalifur, sér í lagi magn A- og D-vítamína?

Til er afar gagnlegur vefur sem geymir upplýsingar um efnainnihald matvæla á íslenskum markaði. Gagnagrunnurinn heitir ÍSGEM og Matís hefur umsjón með honum. Í grunninum er hægt að finna fæðu, bæði eftir íslensku og ensku heiti. Upplýsingar um efnainnihald rauðmagalifrar er að finna í gagnagrunni sem Matís reku...

category-iconHugvísindi

Hver fann upp fótboltann?

Með engu móti er hægt að segja að einhver einn hafi fundið upp fótboltann en hægt er að finna dæmi um menn sem fundu upp einstök atriði tengd honum, til dæmis ákveðnar reglur, einhvern sérstakan búnað eða ýmiss konar heiti og nöfn. Þannig er vitað hver fann upp á því að setja net í mörkin (sá fékk einkaleyfi á hug...

category-iconUmhverfismál

Losa framræstar mýrar enn koltvísýring þó 50 ár séu liðin frá framræsingunni?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Eru löngu framræstar mýrar, sem t.d. voru ræstar fram fyrir um 50 árum, enn að losa koltvísýring í jafn miklum mæli og þær gerðu í upphafi? Eða eru þær orðnar að þurrlendi í þeim skilningi? Á jarðsögulegum tímaskala eru 50 ár skammur tími og því varla hægt að segja ...

category-iconMálstofa

Kynþættir, hugmyndafræði og vald

Forsenda frelsis í hverju landi er víðtæk og samfelld gagnrýni á grundvöll valdsins (Harold J. Laski). „Hættan á því að mannhatur og illska hafi betur í baráttunni við kærleika og manngæsku er ... stöðug og eilíf“ (Árni Páll Árnason 2005). Þessi orð Árna Páls Árnasonar lögfræðings komu upp í huga mér er ég hafð...

category-iconEfnafræði

Er hægt að geyma vetnisflúoríð á glerflösku ef það er ekki leyst upp í vatni?

Gerður er greinarmunur á HF á gasformi og HF í vatnslausn. HF á gasformi kallast vetnisflúoríð og er táknað með HF(g) en vatnslausn af vetnisflúoríði kallast flússýra (einnig kallað flúorsýra eða flúrsýra) og er táknuð með HF(aq). Algengasta form vetnisflúoríðs er 40% lausn af HF í vatni. Slíkar lausnir eru se...

category-iconEfnafræði

Af hverju verður silfurborðbúnaður hreinn þegar hann er látinn liggja í matarsóda, soðnu vatni og álpappír?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Þegar ég fægi silfrið mitt þá set ég matarsóda og álpappír út í sjóðandi vatn, hendi silfrinu úti og bíð róleg um stund. Svo tek ég upp skínandi fínt silfur en álpappírinn verður svartur. Hvað gerist? Silfur (Ag) dökknar með tíð og tíma þegar það hvarfast við brenni...

category-iconHugvísindi

Hvað merkir að skjóta einhverjum ref fyrir rass og hvaðan er orðasambandið komið?

Elsta heimild sem kunn er um orðasambandið er úr Íslensk-latnesk-danskri orðabók Björns Halldórssonar sem gefin var út 1814 en handritið var tilbúið aldarfjórðungi fyrr. Þar er það skráð At skióta einum ref fyrir rass. Merkingin er þar að ‛leika á einhvern’. Í Íslenskri orðabók frá 2002 er merkingin sögð ...

category-iconEfnafræði

Hvað er neon?

Neon (Ne) er frumefni, eitt svonefndra eðalgasa sem má finna í dálkinum lengst til hægri í lotukerfinu. Þau gös sem þar eru eiga það sameiginlegt að ystu rafeindahvolf þeirra eru fullskipuð. Þau hvarfast því ekki við önnur efni og geta þar af leiðandi ekki brunnið, því að bruni er ekkert annað en hvörfun efnis við...

category-iconEfnafræði

Hvað er bór?

Bór (B) er hálfmálmur með sætistöluna 5. Mólmassi bórs er 10,8 g/mól og eðlismassinn í storkuham (það er að segja sem fast efni) er 2,4 g/cm3. Bræðslumark þess er 2075°C og suðumark 4000°C og er það þess vegna í storkuham föstu formi við stofuhita. Til að einangra bór má blanda bórsýru saman við kalín og var þ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvort er rétt að segja „á misjöfnu þrífast börnin best“ eða „af misjöfnu þrífast börnin best“?

Í Ritmálsskrá Orðabókar Háskólans eru tvær heimildir um málsháttinn á misjöfnu þrífast/dafna börnin best, báðar frá 19. öld en málshátturinn þekkist vel enn í dag. Í málsháttasafni Jóns G. Friðjónssonar (2014:38 (undir barn)) er merkingin sögð ‘börn dafna best ef þau þurfa að þola blítt og strítt/gott og slæmt’. J...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað merkja orðatiltækin „þar hitti skrattinn ömmu sína“ og „til skamms tíma“?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Ég var að lesa um "þar hitti skrattinn ömmu sína" en ég hef alltaf heyrt það notað í merkingunni að hitta ofjarl sinn, einhver klárari, séðari, einhvern sem getur rassskell mann. Er það rétt? Mig langar líka að fá að vita um "til skamms tíma". Það virðist vera mjög skipt milli ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hverjum er hægt að bjóða birginn?

Spurningin í heild sinni hljómaði svona: Ef maður bíður einhverjum birginn,(sem ég held að þýði að standa í hárinu á einhverjum, sem vekur svo aftur upp spurninguna hvaða hári?) hvaða birg er maður þá að bjóða? Orðasambandið að bjóða einhverjum byrginn/birginn merkir að ‘standa fast á sínu gegn einhverjum eða ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Eru refir skyldir köttum?

Bæði kettir og refir teljast til ættbálks rándýra (Carnivora) en eru talsvert fjarskyldir. Í árdaga rándýra varð aðskilnaður í tvær greinar eða undirættbálka, annars vegar hunddýr eða hundlík rándýr (Caniformia) og hins vegar kattlík rándýr (Feliformia). Í fyrri greininni komu fram dýr eins og hundar, úlfar, birni...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hvernig var sólmyrkvi notaður til að sýna fram á kenningar Einsteins?

Þann 6. nóvember 1919 var haldinn fundur sem átti eftir að hafa mikla þýðingu fyrir Albert Einstein og viðtökurnar á kenningum hans. Að fundinum stóðu tvö félög, Konunglega breska vísindafélagið (the Royal Society) og Konunglega breska stjarnfræðifélagið (the Royal Astronomical Society). Fundarstjóri var forseti V...

Fleiri niðurstöður