Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust

category-iconHugvísindi

Hvers konar "kennslumál" koma fyrir í Kjalnesinga sögu?

Í Árbók Hins íslenzka fornleifafélags frá árinu 1898 er grein eftir Finn Jónsson sem nefnist ,,Hofalýsingar í fornsögum og goðalíkneski". Í greininni er meðal annars fjallað um Kjalnesinga sögu og þar segir um orðið kennslumál:Svo stendur í sögunni, að eiðar skyldu unnir að hringnum »um kenslumál öll«. Þetta er vi...

category-iconVísindi almennt

Hvað eru svokallaðar ECTS-einingar og hver er tilgangurinn með notkun þeirra?

ECTS stendur fyrir European Credit Transfer System en það er notað til að meta nám milli háskóla. Kerfið var tekið upp í Háskóla Íslands veturinn 2008-2009 og eftir breytinguna urðu þriggja eininga áfangar sex einingar. Fullt nám á hverri önn er 30 einingar og eitt námsár er þannig 60 einingar. Talan 60 er grun...

category-iconHagfræði

Er hægt að færa niður skuldir almennings án þess að nokkur beri kostnaðinn?

Reglulega koma ýmsir fram sem telja sig hafa fundið leið til að færa niður skuldir almennings án þess að nokkur beri af því kostnað. Svo er ekki: á endanum þarf einhver að bera kostnað af slíkum afskriftum og það eru líklega að stærstum hluta íslenskir skattgreiðendur. Leið 0 Augljósasta leiðin til að færa ni...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hver var Jón Árnason og hvað gerði hann merkilegt?

Jón Árnason er eflaust þekktastur fyrir að vera frumkvöðull í söfnun þjóðsagna á 19. öld. Segja má að þjóðsagnasöfnunin hafi þó aðeins verið hluti af stærri heild, sjálfstæðisbaráttu og hreyfingu sem miðaði að því að skapa grundvöll þjóðmenningar og endurspeglast meðal annars í baráttu Jóns, vinar hans Sigurðar Gu...

category-iconLæknisfræði

Hvað eru mislingar?

Mislingar eru einhver mest smitandi veirusjúkdómur sem til er, en veiran sem veldur sjúkdómnum nefnist morbilli. Mislingar eru óþægilegasti barnasjúkdómurinn og sá hættulegasti af þeim sem valda útbrotum, þar sem sjúkdómurinn getur haft alvarlega fylgikvilla. Mislingar eru þó sem betur fer í raun ekki lengur til ...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hver var James Clerk Maxwell og hvert var framlag hans til vísindanna?

James Clerk Maxwell fæddist í Edinborg árið 1831 en fjölskylda hans flutti skömmu síðar í sveitasetur á landareign sem faðir hans hafði erft. Frá því að James lærði að tala sýndi hann óslökkvandi áhuga á öllu sem hreyfðist, heyrðist í eða glampaði á og krafðist skýringa á því hvers vegna hlutir hegðuðu sér eins og...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvaða maurar hafa náð fótfestu á Íslandi?

Eins og fram kemur í svari sömu höfunda við spurningunni Hafa maurar numið land á Íslandi? hafa fundist tæplega 20 tegundir maura hér á landi. Vísbendingar eru um að fjórar þeirra hafi náð hér fótfestu: húsamaur, blökkumaur, faraómaur og draugamaur. Húsamaur (Hypoponera punctatissima) er ættaður frá svæðum sunn...

category-iconHugvísindi

Hverjar eru síðustu heimildir um galdraiðkun á Íslandi?

Heimildir um galdraiðkun á Íslandi eru ýmiss konar. Um þau galdramál sem háð voru fyrir dómstólum eru Alþingisbækur traustustu heimildirnar auk þeirra héraðsdómsskjala sem varðveist hafa (dóma- og þingbækur). Þar sem þeim heimildum sleppir hafa annálar, bréfabækur, prestastefnubækur og máldagar einnig reynst haldb...

category-iconLæknisfræði

Hvað er Angelman-heilkenni og hvernig lýsir það sér?

Angelman-heilkenni er erfðasjúkdómur. Örsök heilkennisins er í 70% tilvika sú að ákveðinn genabút vantar á litning 15 (15q11-q13) frá móður og slökkt er á þessum sama bút á litningi föðurs vegna sjaldgæfs fyrirbæris sem kallast erfðagreyping (e. genomic imprinting). Langoftast er þetta ný stökkbreyting (de novo). ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Af hverju bítur mýflugan?

Upphafleg spurning var sem hér segir:Af hverju bítur mýbit (mýfluga), og af hverju stundum eða sumt? Er einhver viss árstími sem flugan bítur frekar? Eru fræðirit sem ég get flett upp í?Fyrst er rétt að gera grein fyrir hvaða flugur eru flokkaðar sem mýflugur. Mýflugur eru undirættbálkur (Nematocera) í ættbálki tv...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvers vegna eru hundar með fleiri litninga en menn? Hefur það eitthvað með gáfur og eiginleika að gera?

Hundar hafa 78 litninga í líkamsfrumum sínum en menn aðeins 46. Litningar hunda eru hins vegar minni en litningar manna og líklegt er að álíka mörg gen séu í erfðaefni þessara tegunda. Meirihluti gena hundsins á sér eflaust samsvörun í erfðaefni mannsins en röðun þeirra í litninga er ólík. Það er vel þekkt úr erfð...

category-iconJarðvísindi

Hversu stór hluti jarðar er hulinn ís?

Heimildum ber nokkuð saman um það að nú á tímum nái jöklar yfir um 15 milljónir km2 af yfirborði jarðar sem er um það bil 3% af heildarflatarmáli jarðarinnar og um eða yfir 10% af flatarmáli þurrlendis jarðar. Suðurskautslandið með hafís umhverfis. Jökulskjöldur Suðurskautslandsins er langstærsta jökulbreiða ...

category-iconUmhverfismál

Hvað getið þið sagt mér um Staðardagskrá 21?

Staðardagskrá 21 (e. Local Agenda 21) er áætlun sem öllum sveitarstjórnum heimsins er ætlað að gera í samræmi við ályktun Heimsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um umhverfi og þróun, í Rio de Janeiro 1992. Sem alþjóðleg ályktun er hún ekki þjóðréttarlega bindandi, eins og ef um staðfestan alþjóðlegan sáttmála væri að r...

category-iconHugvísindi

Er búið að finna bein Ingólfs Arnarsonar?

Hvað sem fólkið hét sem fyrst byggði í Reykjavík (sjá Var Ingólfur Arnarson til í alvörunni?) er víst að bein þeirra hafa ekki fundist. Engin kuml – grafir úr heiðni – hafa fundist neinsstaðar nálægt Reykjavík. Næstu kuml eru á Suðurnesjum, á Hvalnesi og Hafurbjarnarstöðum, en annars þarf að fara upp í Borgarfjö...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvað var hægt að læra 1918 og hvers konar skólar voru á Íslandi þá?

Allt síðan á 18. öld hafði verið fræðsluskylda á Íslandi, foreldrar verið ábyrgir fyrir því að börn lærðu að lesa og skrifa og fræddust um meginatriði kristindóms. Seint á 19. öld bættist við krafa um reikningskunnáttu. Á 19. öld var líka tekið að stofna barnaskóla á einstökum þéttbýlisstöðum. En í sveitum voru ví...

Fleiri niðurstöður