Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 3707 svör fundust
Þekkist fíkn hjá dýrum?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Þekkist fíkn hjá dýrum (þ.e. stjórnlaus neysla einhvers sem kemur þeim í annarlegt ástand og er þeim hættuleg)?Ein saga barst höfundi til eyrna fyrir nokkrum árum, af kúreka nokkrum í Norður-Ameríku á 19. öld sem hélt björn sem gæludýr. Það væri ekki í frásögur færandi nema ...
Hver er munurinn á vefsíðuheitunum: .asp , .htm , .html, .php o.s.frv.?
Þegar vafrað er um netið sendir vafrinn fyrirspurn til netþjóns (e. webserver) sem túlkar fyrirspurnina, vinnur úr henni og sendir niðurstöðu til baka til vafrans, venjulega á HTML-formi. HTML (Hyper Text Markup Language) er samsafn skipana um hvernig vafrinn eigi að birta heimasíðuna, til dæmis hvar, hvernig og h...
Hvað éta fiðrildi?
Hér er einnig svar við spurningunni:Hvernig er lífhringur fiðrilda yfir árið? Fiðrildi eru ættbálkur skordýra sem heitir á latínu Lepidoptera. Lepidoptera þýðir hreisturvængjur, sem vísar til þess að hár á vængjum hafa umbreyst í hreistur. Þetta verða allir varir við sem snerta fiðrildi. Skipta má fiðrildum í ...
Hver er elsta lífvera á jörðinni?
Hægt er að skilja spurninguna á að minnsta kosti tvennan máta, hvaða einstaka lífvera hefur náð hæstum aldri, eða hvaða lífverur komu fyrst fram á jörðinni. Í svari Guðmundar Eggertssonar hér á Vísindavefnum við spurningunni Hvenær kviknaði líf á jörðinni og hvers vegna? kemur fram hverjar hafi sennilega verið fy...
Hvað getið þið sagt mér um Homotherium-ættkvíslina?
Homotherium er ættkvísl útdauðra stórkattardýra sem talin eru hafa verið á ferli á stóru meginlöndunum fyrir þremur milljónum ára og dáið út fyrir um 500 þúsund árum. Steingervingafræðingar hafa lýst alls um níu tegundum þessarar ættkvíslar og hafa steingerðar leifar þeirra fundist í Afríku, Evrasíu og Norður-Amer...
Hversu nauðsynleg eru nýrun?
Hér er einnig svar við spurningunni:Hvert er helsta hlutverk nýrna og hvaða líffæri tengjast þeim? Við efnaskipti næringarefna mynda frumur úrgangsefni: koltvíoxíð, aukavatn og varma. Að auki verða til eitruð nitursambönd eins og ammóníak og þvagefni við sundrun prótína. Ennfremur hafa lífsnauðsynlegar jónir, ein...
Hvernig fara minkaveiðar fram á Íslandi?
Minkar eru veiddir til þess að draga úr því tjóni sem þeir geta valdið. Veiðar hófust fljótlega eftir að minkar fóru að breiðast um landið en árið 1939 var byrjað að greiða verðlaun fyrir veiðarnar úr opinberum sjóðum. Nú er fyrirkomulag minkaveiða oftast þannig að umhverfisráðuneytið gefur út viðmiðunartaxta ...
Ef maður sker af sér húðina á þumalfingri, kemur þá nákvæmlega sama fingrafar aftur?
Húðin á okkur er tvískipt. Yst er yfirhúð (epidermis) og undir henni liggur leðurhúðin (dermis). Frumurnar sem eru yst í yfirhúðinni, í svokölluðu hornlagi, eru dauðar og flagna stöðugt af en dýpra í yfirhúðinni eru lifandi frumur sem skipta sér í sífellu og sjá til þess að ysta lagið sé í stöðugri endurnýjun. ...
Um hvað fjallar samræðan Gorgías eftir Platon?
Samræðan Gorgías eftir Platon fjallar að minnsta kosti á yfirborðinu um mælskulist enda hlaut hún undirtitilinn Um mælskulistina þegar í fornöld. Samræðan á að eiga sér stað einhvern tímann á 3. áratug 5. aldar f. Kr. Mælskulistarkennarinn Gorgías frá Leontíní (um 485-380 f. Kr.) er kominn til Aþenu og þegar samræ...
Geturðu útskýrt fyrir mér boðspennu í frumum?
Boðspenna er eitt af helstu einkennum í virkni taugafrumna. Til að átta sig á þessu fyrirbæri er nauðsynlegt að skilja að þegar taugafruman er í hvíld, það er þegar ekkert taugaboð fer um hana, er það himnuspennan sem leikur lykilhlutverkið í boðflutningi innan taugakerfisins um -70 mV. Þessi spenna nefnist hvílda...
Hvað er ofsakláði?
Ofsakláði (urticaria) er húðsjúkdómur sem hrjáir allt að 20% fullorðins fólks einhvern tíma á ævinni. Við ofsakláða losnar efnið histamín í húð og veldur miklum kláða og ljósum eða rauðum upphleyptum útbrotum. Þessu fylgja stundum liðverkir, magaverkir, vægur hiti og bólgur í lófum og á iljum. Eitt af einkennum...
Hvers vegna er lögum um fyrirtækjanöfn ekki framfylgt?
Lengi vel var ekki allt sem sýndist þegar kom að nöfnum íslenskra fyrirtækja því að það tíðkaðist um hríð að fyrirtæki hétu íslenskum nöfnum í firmaskrá en notuðu önnur og jafnvel erlend nöfn í viðskiptum sínum. Margir kannast til dæmis við það að á yfirlitum um greiðslukortaviðskipti standa oft önnur fyrirtækjanö...
Hvernig var líf kvenna í Kína á árunum 1000 f.Kr. til 200 f.Kr.?
Þar sem þetta tímabil spannar afar mikilvægt umbrotaskeið í sögu Kína til forna er rétt að veita fyrst örstutt yfirlit yfir það. Zhou-keisaraveldið tók við af hinu grimmilega Shang-veldi á 11. öld f.Kr. Fyrstu aldirnar var þetta friðsamlegt blómaskeið þar sem fjölmörg einkenni kínverskrar siðmenningar festust í se...
Um hvaða mávategund er ort í ljóðinu um fuglinn í fjörunni?
Fuglinn í fjörunni hann heitir már. Silkibleik er húfan hans og gult undir hár. Er sá fuglinn ekki smár, bæði digur og fótahár, á bakinu svartur, á bringunni grár. Bröltir hann oft í snörunni, fuglinn í fjörunni. „Fuglinn í fjörunni“ er gömul alþýðuvísa eða þula sem skáldkonan Theódóra Thoroddsen (1863-1954)...
Ef heilum hunds og kattar yrði víxlað, hvort mundi kötturinn með hundsheilann gelta eða mjálma?
Við fyrstu sýn virðist þessi spurning frekar í ætt við vísindaskáldskap en vísindi, en raunar er hún ekki svo fjarri því sem sumir taugavísindamenn hafa rannsakað undanfarin ár. Reynt hefur verið með margvíslegum hætti að endurtengja heila dýra og athuga hvaða áhrif það hafi. Til að mynda hafa taugabrautir frá...