Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 9761 svör fundust
Af hverju fær maður sinaskeiðabólgu og hvernig er hægt að losna við hana?
Sinar eru úr þéttum bandvef og tengja vöðva við bein. Á handarbaki eru sinar sem sjá um að rétta fingur en í lófa eru þær sinar sem beygja fingur. Átta bein mynda úlnliðinn og lófamegin liggur trefjabandvefur (e. flexor retinaculum) milli fjögurra þeirra og myndar göng (e. carpal tunnel) sem sinarnar liggja um. Fl...
Höfum við beina línu forfeðra frá öpum til nútímamanns eða vantar enn "týnda hlekkinn"?
Upphaflega spurningin var sem hér segir: Höfum við beina línu forfeðra frá öpum til nútímamanns eða vantar ennþá hinn svonefnda "týnda hlekk" til að tengja nútímamanninn við háþróuðustu frummenn?Með spurningunni er lagt fyrir einskonar krossapróf með tveimur tæmandi kostum: Veldu annaðhvort a) það er til bein lína...
Hvernig vinnur líkaminn úr þrúgusykri í samanburði við hvítan sykur?
Melting, frásog og blóðsykur Þrúgusykur og hvítur sykur eru kolvetni. Þrúgusykur er einsykran glúkósi og hvítur sykur er tvísykran súkrósi, sem samanstendur af einsykrunum glúkósa og frúktósa. Meltingarensím sundra kolvetnum í fæðu í einsykrur áður en kolvetnin eru frásoguð úr meltingarveginum og flutt í blóðrá...
Hvað duga peningaseðlar og mynt lengi?
Seðlabanki Íslands hefur einkarétt á því að gefa út gjaldmiðil Íslands. Í lok nóvembermánaðar 2003 var samanlagt verðgildi peninga í umferð tæplega 10 milljarðar króna. Þar af var um 8½ milljarður í seðlum og 1½ milljarður í mynt. Fjöldi seðla í umferð var um 6,9 milljónir, þar af voru 2,3 milljónir af 10, 50 og ...
Hvenær var síðasta aftakan á Íslandi?
Síðasta aftakan fór fram í Vatnsdalshólum í Húnavatnssýslu 12. janúar 1830. Þá voru tekin af lífi Agnes Magnúsdóttir vinnukonu á Illugastöðum og Friðrik Sigurðsson bóndasonur frá Katadal. Þau höfðu verið dæmd til dauða fyrir morð á tveimur mönnum aðfararnótt 14. mars 1828, Nathans Ketilssonar bónda á Illugastöðum ...
Voru í rauninni horn á hjálmum víkinga?
Svarið er nei, það virðist ekki vera neitt nema gróusaga að víkingar hafi notað hyrnda hjálma, enda væru hornin einungis til þess fallin að þvælast fyrir í bardaga. Sumir víkingar báru ekki neina hjálma. Aðrir notuðu líklega hjálma eða hettur úr leðri til að verjast höggum. Höfðingjar gátu svo leyft sér að láta sm...
Hvernig er lykt?
Margir heimspekingar halda því fram að suma þekkingu sé ekki hægt að hafa án þess að tiltekin reynsla búi að baki. Í frægu ímynduðu dæmi lýsir heimspekingurinn Frank Jackson til að mynda konunni Mary, sem hefur alla sína tíð lifað í einangrun í svarthvítu herbergi. Í einangruninni hefur Mary lesið sér einhver óskö...
Af hverju heldur kristið fólk upp á páska? Eru páskar ekki eldri en kristni?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Af hverju er haldið upp á páskana eins og það komi Jesú eitthvað við? Það voru haldnir páskar áður en Jesús var til? Vissulega var páskahátíðin hátíð Ísraela og Gyðinga löngu fyrir daga Krists. Á henni minntust Ísraelsmenn hinir fornu og síðar Gyðingar frelsunar forfeðra sinn...
Hvernig geta vísindamenn verið áreiðanlegir ef þeir breyta kenningum ár frá ári? Og það síðustu 400 ár!
Þetta er áhugaverð og áleitin spurning. Strax má þó velta fyrir sér eftirfarandi möguleika: Er það ekki merki um traustleika fremur en veikleika að vísindamenn grundvalli kenningar sínar á nýjustu vísbendingum eða staðreyndum í stað þess að ríghalda í blindni í gamlar kenningar sem stangast á við þær? Á það ekki a...
Hvað fer fram í vinstra heilahveli og hvað fer fram í því hægra?
Við fyrstu sýn virðast heilahelmingarnir tveir, vinstra og hægra heilahvel (e. hemisphere), vera nákvæmlega eins. Við nánari athugun kemur þó í ljós að líffærafræðilegur munur er á þeim. Til dæmis er stærðarmunur á einstökum heilastöðvum, þótt hann sé reyndar nokkuð einstaklingsbundinn. Hægra heilahvelið er yfirle...
Hvað eru stýrivextir?
Stýrivextir seðlabanka eru þeir vextir sem bankinn notar til að hafa áhrif á markaðsvexti. Seðlabanki Íslands, líkt og seðlabankar annarra landa, á í ýmiss konar viðskiptum við önnur innlend fjármálafyrirtæki, sérstaklega innlánsstofnanir. Með innlánsstofnunum er átt við banka og sparisjóði sem hafa heimild til...
Munum við geta lifað á Mars? Hvernig munum við komast þangað?
Eins og fram kemur í svari við spurningunni Getum við lifað á Mars? og í öðrum svörum sem þar er vísað á, er fátt sem bendir til þess að menn geti lifað á Mars í fyrirsjáanlegri framtíð. Menn hafa aldrei stigið fæti á Mars. Þótt vísindamenn viti ýmislegt um Mars þá þarf að afla mikillar viðbótarþekkingar um a...
Hvað eru margir bílar á Íslandi?
Í árslok 1999 voru 170.837 bílar á Íslandi samkvæmt tölum Hagstofunnar. Fólksbílar fyrir 1-8 farþega eru þar af 151.409. Á meðfylgjandi myndriti má sjá þróun bílaeignar í 50 ár. Frekara lesefni á Vísindavefnum: Hvað eru margir bílar í Reykjavík? eftir EDS Hvað eru til margir bílar í öllum heiminum? eft...
Hvert fer sálin þegar maður deyr?
Þetta svar er samið frá sjónarhóli guðfræðinnar og segir aðeins frá hugmyndum kristinna manna um tilveru eftir dauðann. -- Í kristinni trú þykir ljóst að menn munu eftir dauðann, að lokum, hafna ýmist í helvíti eða himnaríki. Yfirleitt er svo litið á að þangað fari maðurinn allur, sál hans og líkami, sem óaðskilja...
Hvað hét hestur Alexanders mikla?
Stríðsfákur Alexanders mikla Makedóníukonungs (356-323 fyrir Krist) hét Búkífalos, en það merkir uxahaus. Búkífalos dó af sárum sem hann hlaut í síðustu stórorrustu Alexanders við ána Hydaspes sem nú nefnist Jhelum og er í Pakistan. Til að minnast hans reisti Alexander borgina Búkefala sem stóð að öllum líkindum þ...