Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 4455 svör fundust
Hvers vegna hafna sumar grænmetisætur mjólkurafurðum?
Spurningin er svona í fullri lengd:Hvers vegna borða sumar grænmetisætur ekki venjulegt brauð og af hverju drekka þær ekki mjólk og borða ost? Eins og fram kemur í svari Jóhönnu Eyrúnar Torfadóttur við spurningunni Fá grænmetisætur öll þau næringarefni sem líkaminn þarfnast? eru til nokkrar "tegundir" af grænmeti...
Hvað er vitað um minnsta fugl í heimi?
Minnsta fuglategund í heimi er af ætt kólibrífugla (Trochilidae), en hún telur um 320 tegundir. Tegundin nefnist hunangsbríinn (Mellisuga helenae, e. bee hummingbird) og lifir hún aðeins á austurhluta Kúbu og smárri eyju sem nefnist Pines. Fugl þessi er aðeins um 5,5 cm á lengd, en goggurinn og stélið er um helmin...
Hafið þið svör við öllum spurningum?
Já, satt að segja er ég farinn að halda að við eigum "svör" við öllum spurningum ef tíminn væri nægur. Þá á ég við að það sé sama hvað þú spyrð okkur, um sveppasósu eða blaðgrænu, himinblámann eða um eðli spurninga, til dæmis hvaða spurning sé erfiðust, þá eiga vísindi og fræði alltaf eitthvað í handraðanum um mál...
Hvað eru samlokur?
Upphaflega spurningin hljóðaði svona:Hvað er fisktegundin samlokur og hvar get ég fengið myndir og upplýsingar um þær?Latneska fræðiheitið á samlokum er Bivalvia, á ensku heita þær bivalves eða mussels en á dönsku muslinger. Samlokur eru ekki fisktegund heldur hópur hryggleysingja innan fylkingar lindýra (Mollusca...
Hver er merkasti leiðtogi breska Íhaldsflokksins?
Flestir munu verða sammála um það að merkustu leiðtogar breska Íhaldsflokksins á 20. öld hafi verið þau Winston Churchill (1874-1965) og Margrét Thatcher (f. 1925). Churchill sýndi hugrekki og staðfestu þegar hann tók við forystu Íhaldsflokksins og forsætisráðherraembættinu, þegar flest var Bretum mótdrægt vorið 1...
Hver er munurinn á MA- og MSc-námi við háskóla í Bretlandi, til dæmis í kynjafræði?
Spyrjandi bætir því við að hann hafi lokið BA-gráðu í mannfræði með kynjafræði sem aukafag og sé að leita fyrir sér með meistaranám í kynjafræði í Bretlandi. MA og MSc eru tvær af þeim gráðum sem nemar í framhaldsnámi við enska háskóla geta útskrifast með. Þær eru sambærilegar, á sama stigi báðar tvær, á milli BA...
Á maður rétt á endurgreiðslu bíómiða ef maður gengur út í hléi?
Spurningin sem hér þarf að svara er hvort heimilt sé að rifta þeim samningi sem komst á með kvikmyndahúsinu og bíógestinum við kaup þess síðarnefnda á bíómiðanum. Með riftun lýsir aðili því yfir að vegna vanefnda gagnaðila verði samningurinn ekki efndur samkvæmt aðalefni sínu. Þá fellur greiðsluskylda hvors aðila ...
Hvaða braut þarf ég að fara á í menntaskóla til þess að komast inn í Viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands?
Inntökuskilyrði í cand. oecon., B.S.- og B.A.-nám í Viðskipta- og hagfræðideild er stúdentspróf af bóknámsbraut eða sambærilegt próf að mati deildarinnar. Deildarfundur hefur ákveðið, að próf úr raungreinadeild Tækniskóla Íslands samsvari stúdentsprófi. Nemendur eru teknir inn í meistara- og doktorsnám í deildinni...
Hver er besta leiðin til að fá foreldra til að hlýða sér?
Á nýafstöðnu ársþingi íslenskra barna var þetta vandamál brotið til mergjar. Ljóst var af þeim reynslusögum sem sagðar voru að hlýðni foreldra er því miður mjög ábótavant hér á landi. Steinunn úr Grafarvoginum er til dæmis látin taka sjálf til í herberginu sínu, og það tvisvar á ári, og Palli litli á Ísafirði fær ...
Hvernig fiskur er langa?
Langa (Molva molva) er af þorskaætt (Gadidae) líkt og margir af okkar helstu nytjafiskum, svo sem þorskur, ufsi, ýsa og kolmunni. Hún hefur löngum verið álitin einhvers konar millistig á milli þorsks og áls enda líkist hún þorski um margt en hefur ílangt vaxtarlag líkt og áll og getur orðið rúmir tveir metrar á le...
Hvernig hófst og endaði ísöldin?
Síðustu ísöld lauk fyrir um 10.000 árum en hún hafði staðið yfir í um 2,6 milljón ár. Á þessu tímabili var gífurlegt magn vatns bundið í jöklum svo sjávarhæðin var tugum metra neðar en nú er. Þegar jökullinn var sem mestur á norðurhveli jarðar teygði hann sig langt suður til Þýskalands og í Norður-Ameríku lá jökul...
Hvað er deiling og hver uppgötvaði þessa stærðfræðiaðferð?
Flestum kemur skipting til hugar þegar reikniaðgerðin deiling er nefnd. Eðli deilingar getur þó verið ólíkt ef grannt er skoðað. Talað er um tvenns konar deilingu, annars vegar skiptingu en hins vegar endurtekinn frádrátt. Munurinn er að annars vegar á að skipta jafnt í tiltekinn fjölda staða en hins vegar að ...
Af hverju er vatnið í Bláa lóninu svona blátt?
Á vefnum Cutis.is er umfjöllun um Bláa lónið og psoriasis eftir læknana Bárð Sigurgeirsson og Jón H. Ólafsson. Þar er einnig stuttlega gerð grein fyrir myndun lónsins og er umfjöllunin hér á eftir stytt útgáfa af þeim hluta greinar þeirra félaga. Bláa lónið varð til sem affallsvatn frá Hitaveitu Suðurnesja í S...
Hvað þýðir "að höstla"?
Sögnin að höstla er tiltölulega ný í íslensku máli og telst vera slangur. Hana er ekki að finna í Íslenskri orðabók Eddu frá árinu 2003. Á íslensku merkir 'að höstla' yfirleitt að ná sér í karlmann/kvenmann, samanber eftirfarandi dæmi um notkun á sögninni:Hann var voða almennilegur, við elduðum saman og fórum s...
Hvernig á maður að svara spurningum?
Engin regla er til um það hvernig beri að svara spurningum. Það er til dæmis ekkert sem segir að ég verði að svara spurningunni „Hvað heitir forseti Íslands?” með svarinu „Ólafur Ragnar Grímsson”; ég gæti alveg eins svarað að tunglið sé úr osti eða að hundar séu skynsamar verur. Stundum er einmitt sagt að stjórnmá...